28.02.2002

Menningarmálanefnd 28. Febrúar

 
Menningarmálanefnd 28. Febrúar 2002 Menningarmálanefnd 28. Febrúar 2002 Fundur nr. 170.
Menningarmálanefnd kl.16.00 fimmtudaginn 28/2 2002.

Mætt voru: Sigrún I. Sigurgeirsdóttir, Hjálmfríður Sveinsdóttir, Ólafur Lárusson, Sigurður R. Símonarson, forstöðumaður safnahúss, Nanna Þ. Áskelsdóttir og
Hlíf Gylfadóttir.


1. mál.
Rætt um starfsmannamál.

2. mál.
Samþykkt að auglýsa starfslaun bæjarlistamanns Vestmannaeyja fyrir árið 2002.

3.mál.
Rætt um hátíðarhöld 17. júní, menningarfulltrúa falið að ræða við Margréti Hjálmarsdóttur um framkvæmdastjórn hátíðahaldanna.

4.mál.
Bréf frá BókÍs dag. 06.02.02. varðandi yfirfærslu gagna í Feng, kostnaðarhlutur bókasafna í Vestmannaeyjum kr. 693.106.

5.mál.
Stjórn Atvinnuleysistrygginasjóðs hefur samþykkt að styrkja eftirfarandi verkefni við
Byggðasafn Vestmannaeyja:
a. Vinna við Eiðisbátinn, 1 starf í tvo mánuði.
b. Vinna við Listasafn Vestmannaeyja, 1 starf í tvo mánuði.
c. Vinna við ljósmyndasafn Kjartans Guðmundssonar, 1 starf í þrjá mánuði.
Menningarmálanefnd fagnar þessari samþykkt og fer þess á leit við bæjarstjórn að hún samþykki nauðsynlegt mótframlag.

6. mál.
Leiklistarnámskeið Listaskólans. Lögð fram skýrsla Andrésar Sigurvinssonar, leikstjóra í samvinnu við Leikfélag Vestmannaeyja. Alls tóku þátt 80, börn og fullorðnir.

7. mál.
Borist hefur bréf um leikhúsþróunarverkefni norskra og íslenskra ungmenna.
Menningarmálanefnd fagnar erindinu og hvetur Leikfélagið til þátttöku.


8. mál.
Fyrirhugaðir eru tónleikar 13. apríl nk. í samstarfi við F.Í.T.

9. mál.
Bæklingur um Skanssvæði ræddur.

10. mál.
Afmæli stofnana: Rætt var um uppákomur í tilefni 70 ára afmæli Byggðasafnsins
og 140 ára afmælis Bókasafns Vestmannaeyja.
Menningarmálanefnd samþykkir að aðgangur að Byggðasafninu verði ókeypis í maímánuði.

11. mál.
Önnur mál. Hlíf Gylfadóttir gerði grein fyrir fundi um sjóminjar á Eyrarbakka
8. febrúar 2002.

Rætt um geymslumál í stað Dalabúsins.

Sparisjóður Vestmannaeyja gefur 5000 burðarpoka til Bókasafnsins.
Menningarmálanefnd þakkar gjöfina.

Fyrir lá bréf frá Skapta Erni Ólafssyni, varðandi fyrirhugaða jasstónleika
22. mars nk.
Menningarmálanefnd samþykkir að styrkja tónleikana um kr. 20.000.

Menningarmálanefnd hvetur til þess að hraðað verði merkingum á stofnanir bæjarins.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.00
Ólafur Lárusson
Hjálmfríður Sveinsdóttir
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir
Nanna Þóra Áskelsdóttir
Hlíf Gylfadóttir
Sigurður R. Símonarson
 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159