12.02.2002

Skipulagsnefnd 12. Febrúar

 
Skipulagsnefnd 12. Febrúar 2002 Skipulagsnefnd 12. Febrúar 2002 --------------------------------------------------------------------------------

Skipulags- og bygginganefnd
1460. fundur 2002


--------------------------------------------------------------------------------
Ár 2002, þriðjudaginn 12. febrúar kl. 16:45 var haldinn 1460. fundur skipulags- og bygginganefndar Vestmannaeyja. Þessir sátu fundinn: Helgi Bragason, Baldvin K Kristjánsson, Bjarni Guðjón Samúelsson og Stefán Óskar Jónasson. Einnig sátu fundinn: Jökull Pálmar Jónsson og Ólafur Ólafsson. Ritari var Jökull Pálmar Jónsson.
--------------------------------------------------------------------------------

Þetta gerðist:

--------------------------------------------------------------------------------

1. Bessahraun 13, Umsókn um lóð fyrir einbýlishús
Verknúmer: BN020010
130578-5869 Bjarni Halldórsson
Höfðavegi 37 900


Bjarni Halldórsson sækir um lóð til skipulags- og bygginganefndar að Bessahrauni 13, Vestmannaeyjum til byggingar einbýlishúss.
Stærð lóðar er 820,6 m2

Nefndin samþykkir að úthluta Bjarna Halldórssyni ofangreindri lóð, og felur skipulags- og byggingafulltrúa að ganga frá lóðarleigusamningi. Nefndin gerir fyrirvara um fullnaðarfrágang á götunni.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Lóðargjöld eru kr. 195.303,- (238 kr/m2)

--------------------------------------------------------------------------------
2. Brattagata 10, Umsókn um lóð til byggingar íbúðarhúss, einbýlishúss úr timbri
(Verknúmer: BN020011)
071070-5309 Helga Henrietta Henrysdóttir
Ashamri 63 900


Helga Henrysdóttir sækir um lóð til skipulags- og bygginganefndar að Bröttugötu 10, Vestmannaeyjum til byggingar einbýlishúss úr timbri á einni hæð.

Stærð lóðar er 818,7 m2

Nefndin samþykkir að úthluta Helgu Henrýsdóttur, ofangreindri lóð, og felur byggingafulltrúa að ganga frá lóðarleigusamningi.

Lóðargjöld af þessari lóð hafa verið felld niður sbr. bókun nefndarinnar frá 08. ágúst 2001

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.


--------------------------------------------------------------------------------
3. Litlagerði 2-4, Umsókn um lóð til byggingar íbúðarhúss, parhúss.
Verknúmer: BN020014
040648-2679 Þórður Sigursveinsson
Smáragötu 7 900

Þórður Yngvi Sigursveinsson sækir um lóð til skipulags- og bygginganefndar að Litlagerði 2-4 til byggingar parhúss úr timbri, skv meðfylgjandi afstöðumynd.

Nefndin frestar erindinu.


--------------------------------------------------------------------------------
4. Skansfjara, malarvinnslusvæði, Umsókn um lóð fyrir malarvinnslusvæði í Skansfjöru
Verknúmer: BN010131
531175-0939 Einar og Guðjón sf
Hlíðarvegi 9 900


Guðjón Guðnason f.h. Einars og Guðjóns sf. sækir um lóð í Skansfjöru undir malarvinnslusvæði skv. meðfylgjandi afstöðumynd frá Teiknistofu PZ ehf. Áður hafði skipulags- og byggingarnefnd lýst sig hlynnta fyrirspurn umsækjanda varðandi sama mál þann 18. desember 2001. Fyrir liggur umfjöllun umhverfisnefndar frá 22. janúar 2002 þar sem hún lýsir sig hlynnta erindinu.

Nefndin samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingafulltrúa að gera samning við umsækjanda. Endanlegur frágangur svæðis verði í samráði við umhverfisnefnd.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

--------------------------------------------------------------------------------
5. Klif 161605, Endurnýjun lóðarleigusamnings Vestmannaeyjabæjar við Landssíma Íslands
(Verknúmer: BN020013)


Valdimar Jónsson f.h. Símans sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi Símans í Klifinu. Vegna þessa hefur Valdimar Jónsson, forstöðumaður fasteignadeildar Símans sent skipulags- og byggingarnefnd meðfylgjandi bréf.

Nefndin frestar erindinu og felur byggingafulltrúa að afla frekar upplýsinga.

 

 

 


--------------------------------------------------------------------------------
6. Lóðir lausar til umsóknar, Tillaga um að breyta merkingu á Miðgerði.
Verknúmer: BN020015
skipul-full Skipulags- og byggingafulltrúi
Tangagötu 1 900


Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til að farið verði yfir þær lóðir sem auglýstar eru lausar til umsóknar og merkingum breytt á þeim lóðum sem standa við Miðgerði þar sem ekki stendur til að úthluta þeim að svo stöddu.

 


Nefndin samþykkir erindið og felur byggingafulltrúa að útbúa nýtt lóðarblað með lóðum lausum til umsóknar, þar sem gefið verður til kynna að ekki standi til að úthluta lóðum við Miðgerði að svo stöddu.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

--------------------------------------------------------------------------------
7. Höllin, Löngulág, Bréf til skipulags- og bygginganefndar frá Friðbirni Valtýssyni vegna Hallarinnar
Verknúmer: BN020012
200250-2499 Friðbjörn Valtýsson
Smáragötu 2 900


Friðbjörn Valtýsson, Smáragötu 2, vill í meðfylgjandi bréfi sínu m.a. koma á framfæri við skipulags- og byggingarnefnd athugasemdum vegna bréfs skipulags- og byggingarfulltrúa til sýslumanns, dagsett 14. desember 2001. Umrætt bréf skipulags- og byggingafulltrúa er umsögn til sýslumanns vegna leyfis til að reka veitingahús, skemmtistað, veisluþjónustu og veitingaverslun í Höllinni, í Löngulág.

Nefndin hefur móttekið erindið og samþykkir bréf frá skipulags- og byggingafulltrúa sem svar við erindi Friðbjörns Valtýssonar.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

 

 

 

 

--------------------------------------------------------------------------------
8. Garðavegur 14, Fyrirhugaðar framkvæmdir og breytingar á efri og neðri hæð
(Verknúmer: BN010128 01)
541277-0649 Nöf sf
Illugagötu 44 900


Varðar 2. mál frá fundi skipulags- og bygginganefndar þann 29. nóvember s.l.
Nöf sf sækir um leyfi skipulags- og bygginganefndar til að gera breytingar á húsnæðinu að Garðavegi 14, skv. teikningum Verkfræðistofu VST.

Nefndin ákvað á fundi sínum þann 29. 11. s.l. að lokafrestur til að skila inn tilskyldum bygginganefndarteikningum og uppáskriftum byggingarstjóra og iðnmeistara væri til mánudagsins 3. desember 2001. Tilskyldum gögnum var ekki skilað innan ofangreindra tímamarka en skipulags- og byggingafulltrúa framlengdi þeim tímamörkum til 14. desember s.l. Teikningar skiluðu sér loks þann 28. janúar 2002 og eru nú lagðar fyrir skipulags- og byggingarnefnd.

 

 


Nefndin samþykkir erindið.

byggingaleyfisgjöld: 4,000.-

--------------------------------------------------------------------------------
9. Fjólugata 3, Leyfi til að klæða hús, endurnýja glugga, setja á þakkassa og byggja sólpall
(Verknúmer: BN020007)
101066-5769 Jóhann Þorvaldsson
Fjólugata 3 900


Jóhann Þorvaldsson og Hrafnhildur Helgadóttir sóttu um leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að klæða hús, endurnýja glugga, setja á þakkassa og byggja sólpall sbr. meðfylgjandi teikning frá Ágústi Hreggviðssyni.

Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Jóhanni Þorvaldssyni og Hrafnhildi Helgadóttur að klæða hús, breyta gluggum, setja á þakkassa og byggja sólpall í húsi sínu að Fjólugötu 3, sbr. teikning segir til um. Stærðir opnanlegra faga í svefnherbergjum skulu vera skv. ákvæðum í 159. gr. byggingareglugerðar nr. 441/1998.
Afgreiðsla þessi miðast við að stærðir opnanlegra faga verði færð í réttar stærðir skv. reglugerð þ.e. a.m.k. 50 cm á hæð miðað við að breidd þess er 50 cm.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld: kr. 4.000, -

--------------------------------------------------------------------------------
10. Kirkjuvegur 50, Vestmannaeyjabær sækir um leyfi til að endurnýja glugga og þakklæðningu
(Verknúmer: BN020009)
690269-0159 Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu 902


Guðmundur Þ. B. Ólafsson f.h. Vestmannaeyjabæjar sótti um leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að breyta gluggum í húsi að Kirkjuvegi 50, sbr. meðfylgjandi teikningar.

Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Vestmannaeyjabæ að breyta gluggum í útihúsi við Ráðhús Vestmannaeyja að Kirkjuvegi 50 eins og meðfylgjandi teikning segir til um. Stærð opnanlegra faga er skv. 159. gr. byggingareglugerðar nr. 441/1998. Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Vestmannaeyjabæ einnig að endurnýja klæðningu á þaki með Pranja stölluðu áli.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld: kr. 4.000, -


--------------------------------------------------------------------------------
11. Skólavegur 40, Vestmannaeyjabær sækir um leyfi til að breyta gluggum í húsi barnaskólans
Verknúmer: BN020008
690269-0159 Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu 902


Guðmundur Þ. B. Ólafsson f.h. Vestmannaeyjabæjar sótti um leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að breyta gluggum í húsi Barnaskólans að Skólavegi 40, sbr. meðfylgjandi teikningar frá Bæjartæknifræðing.

Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Vestmannaeyjabæ að breyta gluggum í húsi Barnaskólans að Skólavegi 40 eins og meðfylgjandi teikning segir til um. Stærð opnanlegra faga er skv. 159. gr. byggingareglugerðar nr. 441/1998.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld: kr. 4.000, -

--------------------------------------------------------------------------------
 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159