23.01.2002

Menningarmálanefnd -

 
Menningarmálanefnd 23. Janúar 2002 Menningarmálanefnd 23. Janúar 2002


Menningarmálanefnd heldur fund 23/1 2002 kl. 16:15. í lessal Bókasafns Vestmannaeyja.

Mættir eru; Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, Ólafur Lárusson, Sigurður Rúnar Símonarsson, Nanna Þóra Áskelsdóttir og Hjálmfríður Sveinsdóttir.

1.mál.
Rætt um starfsmannamál.

2.mál.
Gerð grein fyrir viðræðum við væntanlega skipulagshöfunda Aðalskipulags Vestmannaeyja 2002-2014.

3.mál.
Bréf frá Fornleifavernd ríkisins þar sem kynnt eru ný þjóðminjalög og áhrif þeirra á þjóðminjavörslu og fornleifavörslu.

4. mál.
Bréf frá Umhverfisnefnd dags 19. desember 2001 varðandi örnefnaskráningu.

5.mál.
Fyrir lá bréf frá Þórólfi Árnasyni varðandi listaverkasölu, Forstöðumanni safnahúsi og safnverði falið að ræða við bréfritara.

6.mál.
Bréf frá Magnúsi Bjarnasyni og fl. dags. 23.janúar 2002 þar sem reifuð er hugmynd af gerð líkans af hinum horfna austurbæ. Menningarmálanefnd felur formanni menningarmálanefndar og menningarmálafulltrúa að ræða við bréfritara.

7. mál.
Kynntar umsóknir í Safnasjóðs fyrir árið 2002.

8. mál.
Fjárhagsáætlun fyrir safna og menningarmál árið 2002. Að lokinni fyrri umræðu í bæjarstjórn er áætlað í rekstur málaflokksins 32.243.000.- og til gjaldfærðrar fjárfestingar 7.620.000. Forstöðumaður safnahúss gerði athugasemdir við of lágt framlag til kaupa á bókum, blöðum og tímaritum.

9.mál.
Önnur mál
Borist hefur bréf frá Andrési Sigurvinssyni leikstjóra f.h. Leikfélags Vm dags. 22.01.2002.
Erindinu vísað til síðari umræðu um fjárhagsáætlun.

Borist hefur erindi frá Guðmundi Þór Guðjónssyni.
f:h: Stefáns Hilmarssonar og Eyjólfs Kristjánssonar varðandi Tónlistadag í Vestmannaeyjum 8 febrúar n.k. Menningarmálanefnd tekur jákvætt í erindi og felur formanni að hafa samband við bréfritara.
Ólafur Lárusson vék af fundi kl.17:45

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.18:00.

Hjálmfríður Sveinsdóttir
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir
Sigurður R. Símonarsson
Nanna Þ. Áskelsdóttir
Ólafur Lárusson

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159