17.01.2002

Skipulagsnefnd 17. Janúar

 
Skipulagsnefnd 17. Janúar 2002 Skipulagsnefnd 17. Janúar 2002 Skipulags- og bygginganefnd
1459. fundur 2002


--------------------------------------------------------------------------------
Ár 2002, fimmtudaginn 17. janúar kl. 16:30 var haldinn 1459. fundur skipulags- og bygginganefndar Vestmannaeyja. Þessir sátu fundinn: Drífa Kristjánsdóttir , Helgi Bragason, Stefán Óskar Jónasson, Guðrún Erlingsdóttir og Berglind Kristjánsdóttir. Einnig sátu fundinn: Ólafur Ólafsson og Jökull Pálmar Jónsson. Ritari var Drífa Kristjánsdóttir.
--------------------------------------------------------------------------------

Þetta gerðist:

--------------------------------------------------------------------------------

1. Deiliskipulag Miðbæjarins, Kynninga á stöðu mála gagnvart deiliskipulagi miðbæjar Vestmannaeyja
Verknúmer: BN020006
skipul-full Skipulags- og byggingafulltrúi
Tangagötu 1 900


Skv. skipulagshöfundum fer vinnu senn að ljúka við deiliskipulag miðbæjarins. Stefnt er að því að höfundar deiliskipulagsins, Hornsteinar, komi til Vestmannaeyja og kynni afraksturinn fljótlega.

Nefndin hefur móttekið erindið.

--------------------------------------------------------------------------------
2. Miðgerði 1a-1b, Umsókn um lóð til byggingar parhúss
Verknúmer: BN020003
040648-2679 Þórður Sigursveinsson
Smáragötu 7 900


Þórður Yngvi Sigursveinsson sækir um lóð til skipulags- og bygginganefndar, að Miðgerði 1a-1b til byggingar parhúss úr timbri skv. meðfylgjandi deilsiskipulagi svæðisins.
Til vara sækir Þórður um lóð til skipulags- og bygginganefndar, að Suðurgerði 6-8 til byggingar parhúss úr timbri.

Nefndin synjar umsókn um Miðgerði 1a-1b og vísar í bókun nefndarinnar frá 24. nóvember 1999.
Nefndin frestar afgreiðslu á umsókn um Suðurgerði 6-8 og felur skipulags- og byggingafulltrúa að ræða við umsækjanda.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

 

 

 


--------------------------------------------------------------------------------
3. Norðurgarður, Umsókn um lóð til byggingar íbúðarhúss
Verknúmer: BN020002
270970-5679 Valgeir Arnórsson
Hrauntúni 57 900


Valgeir Arnórsson sækir um lóð til skipulags og bygginganefndar að Norðurgarði til byggingar íbúðarhúss úr timbri, á steyptum kjallara.
Lóðinni hafði áður verið úthlutað þann 8. ágúst 2001 til sama umsækjanda. Endurnýjar hann nú umsókn sína þar sem aðaluppdrættir og byggingarleyfi lágu ekki fyrir innan sex vikna frá upphaflegri úthlutun.
Staðfestir umsækjandi að aðaluppdrættir munu liggja fyrir innan skamms.

Umsækjandi óskar eftir því að aðkeyrsla verði frá Höfðavegi, austan við lóð.

Nefndin samþykkir úthlutun lóðar í Norðurgarði skv. Aðalskipulagi. Nefndin frestar umfjöllun um aðkeyrslu frá Höfðavegi og felur skipulags- og byggingafulltrúa að afla frekari upplýsinga varðandi aðkeyrslu frá Höfðavegi og ræða við umsækjanda.

Nefndin setur eftirfarandi skilmála um ofangreinda lóð að Norðurgarði:
1. Lóðinni skal úthlutað til byggingar einbýlishúss úr timbri.
2. Frá úthlutun lóðar skal umsókn um byggingarleyfi ásamt aðaluppdráttum liggja fyrir innan sex vikna.
3. Frá veittu byggingarleyfi skulu framkvæmdir við byggingu hefjast innan sex vikna.
4. Ef ekki er staðið við þá skilmála mun lóðarúthlutun falla niður og lóð innleyst til Vestmannaeyjabæjar.
5. Frá veittu byggingarleyfi skal utanhússfrágangi vera að fullu lokið innan þriggja mánaða. Ef svo er ekki þá mun viðurlögum 210. gr. byggingareglugerðar nr. 441/1998 verða beitt með tilheyrandi dagsektum.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr 73/1997.

 

 

--------------------------------------------------------------------------------
4. Heiðarvegur 3, Innrétta efri hæð sem setustofur og salerni fyrir veitingastað.
(Verknúmer: BN000136 01)
050246-7369 Jón Ingi Guðjónsson
Helgafellsbraut 31 900


Varðar 7. mál frá fund skipulags- og bygginganefndar þann 15. nóvember s.l. og fyrri umfjallanir frá árunum 2000 og 2001.
Jón Ingi Guðjónsson, f.h. Prófastsins að Heiðarvegi 3, sækir um leyfi skipulags- og bygginganefndar til að innrétta efri hæð Heiðarvegar 3 sem setustofur og salerni fyrir núverandi veitingastað, skv. teikningum Sigurjóns Pálssonar byggingartæknifræðings.

 

 

 

 


Þann 11. desember s.l. var framkvæmd hljóðmæling á staðnum af starfsmanni Vinnueftirlitsins í Vestmannaeyjum og eru niðurstöður þeirrar mælingar meðfylgjandi.
Nefndin vísaði erindinu til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands í Vestmannaeyjum og fól HS að sjá um að hljóðdempunarbúnaður yrði stilltur þ.a. kröfur heilbrigðis- og byggingareglugerðar um hljóðstig innanhús yrði uppfyllt. Óskaði nefndin eftir skriflegri staðfestingu um stillingu hljóðdempunarbúnaðs og hljóðmælingu í gistiheimilinu að Heiðarvegi 1.
Skrifleg staðfesting um stillingu hljóðdempunarbúnaðs og hljóðmælingu í gistiheimilinu að Heiðarvegi 1 liggur nú fyrir frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og er meðfylgjandi.

 

Nefndin hefur móttekið erindið og vísar í bókun nefndarinnar frá 15. nóvember 2001.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

--------------------------------------------------------------------------------
5. Hreyfanleg Steypustöð, Umsagnir Línuhönnunar vegna brotþolsprófana á steypuframleiðslu hreyfanlegrar steypustöðvar
Verknúmer: BN020005
450789-6079 Tvö Þ hf.
Asavegi 23 900


Þór Engilbertsson f.h. Tvö Þ ehf. leggur fram til skipulags- og bygginganefndar niðurstöður brotþolsprófana rannsóknarstofu Línuhönnunar á steyputegundum C25, C30 og C35 sem framleiddar hafa verið í hreyfanlegri steypustöð.

Umsagnir Línuhönnunar um brotþol steypuframleiðslunnar eru allar jákvæðar. Umsagnir varðandi veðrunarþol ættu að liggja fyrir innan þriggja mánaða.

 

Nefndin veitir bráðabirgðastarfsleyfi fyrir hreyfanlega steypustöð þar sem fyrir liggur jákvæð umsögn óháðrar rannsóknarstofu og vísar í bókun nefndarinnar frá 21. desember 2001.

Leyfið nær aðeins til þeirra steypuflokka sem umsagnir liggja fyrir um, þ.e. C25, C30 og C35. Leyfið gildir til 1. apríl 2002 en þá skal liggja fyrir endanleg umsögn óháðrar rannsóknarstofu.

Nefndin ítrekar að tekin verði sýni úr allri framleiðslu á þessu tímabili og leitað umsagnar Rannsóknarstofu Byggingariðnaðarins.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og bygginarlögum nr. 73/1997 og byggingarreglugerð nr. 44/1998.

 

 

 

 

 

 

 

 

--------------------------------------------------------------------------------
6. Steypustöð Vestmannaeyja, Steypustöð Vestmannaeyja sækir um endurnýjun starfsleyfis
Verknúmer: BN020004
410968-0109 Steypustöð Vestmannaeyja hf
Strandvegi 101 900


Atli Elíasson f.h. Steypustöðvar Vestmannaeyja, sækir um endurnýjun á starfsleyfi steypustöðvarinnar til skipulags- og bygginganefndar. Meðfylgjandi umsókninni eru niðurstöður síðustu prófana Rannsóknarstofu Byggingariðnaðarins.

Nefndin samþykkir erindið.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og bygginarlögum nr. 73/1997 og byggingarreglugerð nr. 44/1998.

--------------------------------------------------------------------------------
 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159