11.12.2001

Menningarmálanefnd 11. Desember

 
Menningarmálanefnd 11. Desember 2001 Menningarmálanefnd 11. Desember 2001

168 fundur.

Fundur haldinn í Menningarmálanefnd 11. desember 2001 kl: 17:00

Mættir voru: Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, Ólafur Lárusson, Hjálmfríður Sveinsdóttir, auk Sigurðar R. Símonarsonar, menningarfulltrúa.
Jóna Björg Guðmundsdóttir héraðskjalavörður, Nanna Þóra Áskelsdóttir forstöðumaður Safnahúss Vestmannaeyja, Hlíf Gylfadóttir safnvörður Byggðarsafns og Kristján Egilsson forstöðumaður Náttúrugripasafns.


1. mál.
Starfsmannamál.

2. mál.
Starfsemi safnanna:
Lagt fram yfirlit um notkun á bókasafninu, þar sem kom fram aukning á heimsóknum.
Aðrir forstöðumenn greindu frá starfsemi sinna safna.

3. mál.
Endurskoðun á Aðalskipulagi Vestmannaeyja:
Borist hefur bréf frá teiknistofu Páls Zóphaníassonar dags. 14.11.2001 varðandi aðalskipulag Vestmannaeyja 2002-2014.
Lagðar voru fram tillögur að texta hvað varðar Safnahús.


4. mál.
Bréf frá Drífanda stéttarfélagi sem er afrit af bréfi félagsins til Svæðisvinnumiðlun Suðurlands dags 07.12.2001.
Menningarmálanefnd er hlynnt því að verkið verði unnið í Héraðsskjalasafni undir stjórn héraðsskjalavarðar. Kristján og Jóna Björg viku af fundi.

5. mál.
Bréf frá F.Í.T. vegna samnings um tónlistarflutning á landsbyggðinni.
Lagður var fram listi yfir styrkþega frá félagi F.Í.T. um tónlistarflutning á
landsbyggðinni 2001-2002

6. mál.
Bréf frá Áshildi Haraldsdóttur v/Masterclass 2001,dagsett 15.október 2001, þar sem lögð er fram skýrsla Tónlistarskóla Vestmannaeyja og Masterclass,og þar sem óskað er eftir áframhaldandi samstarfi. Menningarmálanefnd er hlynnt erindinu.

 

 

7. mál.
Bréf frá Rósönnu Ingólfsdóttur frá 9. október 2001.
Erindinu er vísað til skólastjóra grunnskólanna.

8. mál.
Bréf frá Skýrr h/f, dagsett 18. október 2001 v /gjaldskrábreytinga Fengs.

9. mál.
Örykjasamningur:
Menningarmálanefnd samþykkir að framlengja ráðningarsamning öryrkja tímabundið í
50% stöðu.

10. mál.
Bréf frá Kristjáni Egilssyni frá 29. október 2001.
Menningarmálanefnd getur ekki orðið við erindinu.


Önnur mál.
Fram kom að Bókasafn Vestmannaeyja verður 140 ára í júní 2002 og Byggðasafn Vestmannaeyja verður 70 ára á næsta ári.
Listasafni Vestmannaeyja hefur borist eftirfarandi gjöf frá Björgu Símonardóttur frá Miðey: listaverk eftir Ragnar Engilb,Eirík Smith,og Jón Jónsson.
Menningarmálanefnd þakkar höfðingjalega gjöf.

Fleira ekki gert, fundi slitið 17:47

Ólafur Lárusson
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir
Hjálmfríður Sveinsdóttir
Hlíf Gylfadóttir
Sigurður R. Símonarsson
Nanna Þóra Áskelsdóttir

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159