17.10.2001

Umhverfisnefnd 17. Október

 
Umhverfisnefnd 17. Október 2001 Umhverfisnefnd 17. Október 2001
22. fundur umhverfisnefndar miðvikudag 17. okt. 2001 kl. 12.00

Mætt voru: Drífa Kristjánsdóttir, Einar Steingrímsson, Hulda Sigurðardóttir og Kristján Bjarnason.

Láru Skæringsdóttur þökkuð vel unnin störf og ánægjulegt samstarf. Hulda Sigurðardóttir boðin velkomin til starfa.

 

1. mál
Borist hefur bréf frá skipulags- og byggingafulltrúa dags. 3. okt. 2001 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um lóð fyrir flugskýli á flugvallarsvæði.
Nefndin samþykkir staðsetninguna fyrir sitt leyti með því skilyrði að sem minnst röskun verði á landi umhverfis flugskýlið.

2. mál
Steypa á Þrælaeiði.
Borist hafa ábendingar um losun steypuúrgangs á Eiði vestan Heimakletts. Að því tilefni áréttar nefndin samþykkt frá 22. sept. 1998 og ítrekar að öll losun úrgangs á Eiðinu er bönnuð.

3. mál
Fyrirhugað athafnasvæði Skeljungs og Olíudreifingar undir Heimakletti.
Nefndin óskar eftir að fá að vera með í ráðum um endanlega staðsetningu olíustöðvar undir Heimakletti.

4. mál
Heimaklettur lýstur upp.
Nefndin fagnar hugmynd Friðbjörns Ó. Valtýssonar um lýsingu á suðurhlið Heimakletts.
(Sbr. 10.gr. fundargerðar skipulags- og bygginganefndar 8. ágúst 2001).

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.10.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159