27.09.2001

Menningarmálanefnd 27. September

 
Menningarmálanefnd 27. September 2001 Menningarmálanefnd 27. September 2001

167. fundur.

Fundur haldinn í Menningarmálanefnd í Safnahúsinu, 27. sept. 2001 kl. 16.30.

Mættir voru: Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, Sigurður R. Símonarson, Hjálmfríður Sveinsdóttir, auk þess var Nanna Þ. Áskelsdóttir, ritari var Ólafur Lárusson.

1. mál.
Í upphafi fundar minntist Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir Jóhanns Friðfinnssonar fyrrum starfsmanns Safnahús sem lést fyrr í mánuðinum.

2. mál.
Rætt um starfsmannamál er varða Menningarmálanefnd.

3. mál.
Bréf frá bæjarráði v/ Jakobs Erlingssonar dags. 11. júlí 2001.
Samþykkt að veita kynningarstyrk.

4. mál.
Bréf frá Selmu Ragnarsdóttur dags. 26. sept. 2001.
Menningarmálanefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir 2002.

5. mál.
Rætt um nánasta umhverfi Safnahúss.

6. mál.
Kynnt bréf frá Páli Zóphoníassyni vegna vinnu við aðalskipulag Vestmannaeyjabæjar.

7. mál.
Norræn bókasafnsvika 12.-18. nóvember.
Þema bókasafnsdaganna er Norræn vísnasöngur “Orð og tónar í norðri.”

8. mál.
Kynningarbæklingur Skanssvæðis:
Komið hefur í ljós að ekki er um sambærileg gæði að ræða í prentun á bæklingnum, leggur Menningarmálanefnd til að hætt verði við núverandi prentun og gengið til samninga við Svansprent.

 

 


9. mál.
Ljósmyndasafnið.
Menningarmálanefnd samþykkir að sótt verði um átaksverkefni til frágangs Ljósmyndasafni Vestmannaeyja til þess að koma því í skráningarhæft ástand.

10. mál.
Önnur mál.
Lögð fram skýrsla um yfirlit á útlánum Bókasafns Vestmannaeyja. Þar sem kemur fram að útlán á íbúa er að meðaltali 12 bækur á ári.
Menningarmálanefnd samþykkir að óska eftir að lengja tímabil vetraropnunar á bókasafni sem nemur 1 mánuð á ári frá 15. sept.-15. maí.

Borist hefur bréf frá Ragnhild Randal um áframhaldandi samstarf Eyjasamfélaga á Norður Atlandshafinu.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.15.

Ólafur Lárusson
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir
Hjálmfríður Sveinsdóttir
Nanna Þóra Áskelsdóttir
Sigurður R. Símonarsson
 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159