02.07.2001

Menningarmálanefnd 2. Júlí

 
Menningarmálanefnd 2. Júlí 2001 Menningarmálanefnd 2. Júlí 2001


166. fundur.

Fundur haldinn í menningarmálanefnd, mánudaginn 2. júlí 2001 kl. 16.00.

Mættir voru: Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, Guðrún Erlingsdóttir, Oktavía Andersen, auk menningarmálafulltrúa Sigurðar R. Símonarsonar, Nönnu Þ. Áskelsdóttur og Margrétar Hjálmarsdóttur varðandi 1. lið.

1. mál.
Hátíðarhöldin 17. júní 2001. Skýrsla Margrétar Hjálmarsdóttur lögð fram. Menningarmálanefnd þakkar Margréti vel unnin störf.
Fyrir lá bréf frá bæjarráði þar sem það þakkar öllum þeim sem komu að dagskrá 17. júní hátíðarhaldanna.

2. mál.
Fyrir lá bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands dags. 11. júní sl. um styrktarsjóð EBÍ þar sem kynntur er styrktarsjóðurinn.

3. mál.
Bréf bæjarráðs v/nefndarskipan, dags. 26. júní 2001, vakin er athygli á breytingum á varamanni. Oktavía Andersen kemur inn sem varamaður fyrir Gunnar Friðfinnsson.

4. mál.
Bréf Sigtryggs Helgasonar dags. 25. júní 2001 þar sem hann þakkar afnot af sýningarsölum Listaskóla Vestmannaeyja.

5. mál.
Bréf Borlänge kommune, dags. 14. júní 2001. Erindið hefur verið sent áfram til Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum.

6. mál.
Ársskýrsla Bókasafns Vestmannaeyja til Menntamálaráðuneytisins fyrir árið 2000, lögð fram til kynningar.

7. mál.
Merkingar á Safnahúsi og aðkomuleiða að því, Menningarmálanefnd vekur athygli á þörf á að merkja betur söfn bæjarins og aðkomuleiðir.

8. mál.
Vakin er athygli að á sunnudaginn 8. júlí er “Íslenski safnadagurinn” og er þá frítt í öll söfn bæjarins.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17.00.

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir
Oktavía Andersen
Guðrún Erlingsdóttir
Sigurður R. Símonarson
Nanna Þ. Áskelsdóttir
 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159