29.06.2001

Skipulagsnefnd 29. Júní

 
Skipulagsnefnd 29. Júní 2001 Skipulagsnefnd 29. Júní 2001 --------------------------------------------------------------------------------

Skipulags- og bygginganefnd
1447. fundur 2001


--------------------------------------------------------------------------------
Ár 2001, föstudaginn 29. júní kl. 12:45 var haldinn 1447. fundur skipulags- og bygginganefndar Vestmannaeyja. Þessir sátu fundinn: Stefán Sigurþór Agnarsson , Helgi Bragason, Bjarni Guðjón Samúelsson, Skæringur Georgsson og Stefán Óskar Jónasson. Einnig sátu fundinn: Ingi Sigurðsson . Ritari var Stefán Sigurþór Agnarsson.
--------------------------------------------------------------------------------

Þetta gerðist:

--------------------------------------------------------------------------------

1. Strandvegur 102, Fyrirspurn vegna endurbyggingar fiskvinnsluhúss o.fl.
(Verknúmer: BN010069)
660169-1219 Ísfélag Vestmannaeyja hf
Strandvegi 28 900


Ísfélag Vestmannaeyja hf gerir fyrirspurn til skipulags- og bygginganefndar um endurbyggingu fiskvinnsluhúss og frystiklefa fyrirtækisins að Strandvegi 102, sbr. ófullgerðir uppdrættir Teiknistofu PZ ehf.
Umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 28. júní s.l. er fyrirliggjandi.


Nefndin heimilar Ísfélagi Vestmannaeyja að hefja framkvæmdir skv. áfangaskiptingu þeirri sem fyrirtækið leggur fram í bréfi dags. 27. júní s.l.
Nefndinni skulu hafa borist fullgerðar bygginganefndarteikningar ásamt umsögnum allra tilskyldra aðila, þ.e. Brunamálastofnunar ríkisins, Vinnueftirlits ríkisins og hafnarstjórnar eigi síðar en 1. ágúst n.k. Framkvæmdum skal fylgt eftir þeirri verkáætlun sem liggur fyrir og á sama tíma skal fyrirtækið hraða allri þeirri vinnu sem snýr að hönnun hússins, þ.e. aðal- og sérteikningar. Húsnæðið skal uppfylla þær kröfur sem kveðið er á um í 111. og 141. gr. byggingareglugerðar nr. 441/1998.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997 og byggingareglugerð nr. 441/1998.


--------------------------------------------------------------------------------
2. Illugagata 53, Setja nýtt þak á bílskúr
(Verknúmer: BN010070 02)
180140-3609 Gunnar Jónsson
Illugagötu 53 900


Gunnar Jónsson sótti um leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að setja nýtt þak á bílskúr að Illugagötu 53, skv. teikningum Ágústs Hreggviðssonar.


Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 20. júní s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Gunnari Jónssyni að setja nýtt þak á bílskúr að Illugagötu sbr. teikningar segja til um.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld : kr. 2.937, -


--------------------------------------------------------------------------------
3. Strandvegur 14B, Endurnýjun á byggingarleyfi fyrir löndunarhús
(Verknúmer: BN010068)
660169-1219 Ísfélag Vestmannaeyja hf
Strandvegi 28 900


Ísfélag Vestmannaeyja hf sækir um endurnýjun á leyfi skipulags- og bygginganefndar til að byggja löndunarhús á nýja viðlegukantinum á Nausthamarsbryggju, skv. teikningum Teiknistofu PZ ehf.
Umsagnir Vinnueftirlits ríkisins og hafnarstjórnar liggja fyrir.
Erindið var áður afgreitt af nefndinni þann 8. mars 2000 og óskast nú endurnýjað með óbreyttum teikningum.


Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 27. júní s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Ísfélagi Vestmannaeyja að byggja löndunarhús á nýja viðlegukantinum á Nausthamarsbryggju í samræmi við afgreiðslu skipulags- og bygginganefndar þann 8. mars 2000. Skila skal inn skráningartöflu hússins eigi síðar en 10. júlí n.k.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld : kr. 75.010, -
Lóðarréttindagjöld : 14.840, -

--------------------------------------------------------------------------------
 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159