28.05.2001

Menningarmálanefnd 28. Maí

 
Menningarmálanefnd 28. Maí 2001 Menningarmálanefnd 28. Maí 2001
165. fundur.

Fundur haldinn í menningarmálanefnd, mánudaginn 28. maí 2001, kl. 16.00.

Mættir voru: Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, Ólafur Lárusson, Hjálmfríður Sveinsdóttir auk
menningarmálafulltrúa Sigurðar R. Símonarsonar og forstöðumanns safnahúsa Nönnu Þ. Áskelsdóttur, framkvæmdarstjóra.

Dagskrá 17. júní 2001, Margrét Hjálmarsdóttir.

1. mál.
Hátíðahöldin 17. júní 2001. Rætt um dagskrá 17. júní.

2. mál.
Bréf frá félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar dagssett 4. maí 2001, varðandi erindi um stöðugildi á Bókasafni Vestmannaeyja fyrir einstakling með fötlun.
Menningarmálanefnd samþykkir erindið.

3. mál.
Bréf frá Seylan ehf. kvikmyndagerðar dagssett 1. maí 2001.
Menningarmálanefnd felur menningamálafulltrúa að ræða við bréfritara um nánari skýringar á erindinu.

4. mál.
Bréf frá Óskari Guðjónssyni dagssett 22. maí 2001.
Menningarmálanefnd getur ekki orðið við erindinu.

5. mál.
Bréf frá Einari Björnssyni barst 4. maí 2001.
Menningarmálanefnd getur ekki tekið þessa tónleika inn á haustönn.

6. mál.
Bréf frá Jóhönnu Halldórsdóttur dagssett 5. maí 2001.
Menningarmálanefnd sér sér ekki fært að standa fyrir tónleikum á þessum tíma.

7. mál.
Bréf bæjarráðs v/reksturs sameiginlegs bókasafnskerfis dagssett 21. maí 2001.
Menningarmálanefnd sér ekki aðra leið en að ganga inn í rekstur og kaup á sameiginlegu upplýsingakerfi bókasafna sem kynnt er með bréfi Menntamálaráðuneytisins dagssett 9. maí 2001. En nefndin vill taka undir það álit fulltrúa sambands íslenskra sveitarfélaga í viðræðuhópi um rekstur bókasafnskerfis, þar sem fram kemur að hlutur sveitarfélaga yrði 40 % í stað 50 % eins og áætlað er.

Önnur mál:
Fyrir lágu 3 tilboð í prentun á bæklingi um Skanssvæðið. Menningarmálanefnd samþykkir að fela forstöðumanni safnahúss að ganga til samninga við Eyjaprent sem átti lægsta tilboð.
Fyrir lá skýrsla formanns Menningarmálanefndar sem fór til Noregs á ráðstefnu um samstarf milli eyjasamfélaga á Norður-Atlandshafssvæðinu.
Fyrir lá ársskýrsla Safnahúss Vestmannaeyja.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17.45.

Ólafur Lárusson
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir
Hjálmfríður Sveinsdóttir
Nanna Þ. Áskelsdóttir
Sigurður R. Símonarson

 


 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159