11.05.2001

Skipulagsnefnd 11. Maí

 
Skipulagsnefnd 11. Maí 2001 Skipulagsnefnd 11. Maí 2001 --------------------------------------------------------------------------------

Skipulags- og bygginganefnd
1445. fundur 2001


--------------------------------------------------------------------------------
Ár 2001, föstudaginn 11. maí kl. 12:00 var haldinn 1445. fundur skipulags- og bygginganefndar Vestmannaeyja. Þessir sátu fundinn: Drífa Kristjánsdóttir , Helgi Bragason og Stefán Óskar Jónasson. Einnig sátu fundinn: Ólafur Ólafsson og Ingi Sigurðsson . Ritari var Drífa Kristjánsdóttir
--------------------------------------------------------------------------------

Þetta gerðist:

--------------------------------------------------------------------------------

1. Aðalskipulagsbreyting í Löngulág, Stækkun á svæði opinberra stofnana/félagsheimili/verslunar- og þjónustusvæði.
Verknúmer: BN010042
690269-0159 Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu 902


Varðar 1. mál frá fundi skipulags- og bygginganefndar þann 18. janúar s.l.
Umhverfisráðuneytið endursendir til skipulags- og bygginganefndar undirritaðan uppdrátt af breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 1988-2008, við vatnstankinn í Löngulág, ásamt afriti af auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.


Nefndin hefur móttekið staðfestan uppdrátt vegna breytingar á Aðalskipulagi Vestmannaeyja við vatnstankinn í Löngulág.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997

--------------------------------------------------------------------------------
2. Hafnarsvæði, Tillaga að nýrri takmörkun á hafnarsvæði á klandi
Verknúmer: BN010046
skipul-full Skipulags- og byggingafulltrúi
Tangagötu 1 900


Skipulags- og byggingafulltrúi leggur fram tillögu að nýrri takmörkun á hafnarsvæði Vestmannaeyjahafnar á landi, sbr. meðfylgjandi tillöguuppdráttur.
Í gildandi hafnarreglugerð fyrir Vestmannaeyjahöfn er takmörkun á landi skilgreind í lið 1.8 en núverandi tillaga gerir ráð fyrir talsverðri minnkun á því svæði eða sbr. eftirfarandi:
Viðlegukantur að austan og þaðan í skilin á Strandvegi og Skansvegi.
Norðan Strandvegar að Strandvegi 44 að Strandvegi 23 meðtöldum.
Norðan Tangagötu að Skildingavegi.
Vestan Skildingavegs að Strandvegi.
Norðan Strandvegar að Flötum.
Vestan Flata að Flötum 10 að meðtöldum Flötum 7, 9, 19 og Vesturvegi 46.
Sunnan Strandvegar 81-85 að Garðavegi.
Vestan Garðavegar að Garðavegi 16.
Norðan Garðavegs 16 að Hlíðarbrekkum að unanskildum Hlíðarvegi 4 og Strandvegi 101.

Tillaga þessi er lögð fram vegna þess að núverandi takmörkun á landi er ekki lengur í samræmi við þá starfsemi sem fer fram á gildandi hafnarsvæði. Allar umsóknir um breytingar og byggingar á því svæði þurfa að fara til umsagnar hafnarstjórnar vegna skilgreiningar þeirra sem hafnarlóða. Með breytingunni er mögulegt að afgreiða öll mál nefndarinnar á eðlilegan máta þ.e. þegar umræddar lóðir eru orðnar að íbúðarhúsalóðum eða iðnaðarlóðum.


Nefndin vísar erindinu til umsagnar hafnarstjórnar.


--------------------------------------------------------------------------------
3. Faxastígur 14/Hásteinsvegur 14, Beiðni um endurskoðun á lóðarmörkum.
(Verknúmer: BN010047)
081065-3659 Valur Bogason
Faxastíg 7 900


Valur Bogason óskar eftir við skipulags- og bygginganefnd að endurskoðuð verði lóðarmörk Faxastígar 7 og Hásteinsvegar 14. Umsækjandi er eigandi íbúðarhúss að Faxastíg 7 og bílskúrs að Hásteinsvegi 14, og er ekki hægt að komast að bílskúrnum án þess að fara yfir lóðina að Hásteinsvegi 14.
Óskað er eftir stækkun um 5 metra til austurs frá bílskúr við lóðarmörk Faxastígar 7 og 2 metra til austurs frá suðurhorni bílskúrs, eins og meðfylgjandi teikning sýnir.


Nefndin samþykkir að úthluta umsækjanda viðbótarlóð sem verði 2,5 metra út frá bílskúr bæði til austurs og suðurs. Skipulags- og byggingafulltrúa er falið að ganga frá nýjum lóðarleigusamningi fyrir Faxastíg 7 sem inniheldur lóð fyrir íbúðarhús og samþykkta viðbót.

Lóðarréttindagjald: 4.400, -


--------------------------------------------------------------------------------
4. Klif 161605, Óskað eftir framlenginu á lóðarleigusamningi
(Verknúmer: BN010049)
561294-2409 Landssími Íslands hf.
v/Austurvöll 150


Landssími Íslands hf óskar eftir við skipulags- og bygginganefnd að samþykkt verði framlenging á lóðarleigusamningi á Klifinu, þ.e. Stóra-Klif og Litla-Klif.
Meðfylgjandi er eldri lóðarleigusamningur sem er útrunnin ásamt lóðarteikningu.

 

Nefndin frestar erindinu þar til frekari upplýsingar liggja fyrir.

--------------------------------------------------------------------------------
5. Miðstræti 28A/Miðstræti 28B/Strandvegur 55, Sameina lóðirnar í eina lóð.
(Verknúmer: BN010048)
270465-4559 Eggert Björgvinsson
Strandvegi 55 900


Eggert Björgvinsson sækir um leyfi skipulags- og bygginganefndar til að sameina þrjár lóðir að Miðstræti 28A og B og Strandvegi 55 í eina lóð.


Nefndin hafnar erindinu og vísar til afgreiðslu skipulags- og byggingafulltrúa dags. 14. ágúst 2000 vegna umsóknar um niðurrif húseignanna að Miðstræti 28A og 28B. Þar kemur skýrt fram að umrædd lóð verði áfram byggingarlóð eða eins og segir í afgreiðslunni:
"Lóðin að Miðstræti 28 mun áfram vera byggingarlóð fyrir íbúðarhús og stærð þess hluta sem fellur til Strandvegar 55 vera nægjanlegur til að bæta úr aðkomu að þeirri húseign."
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

--------------------------------------------------------------------------------
6. Norðursund 11, Ítrekun á beiðni um afnot af steyptu plani sunnan húsnæðis.
(Verknúmer: BN010032 01)
450789-6079 Tvö Þ hf.
Asavegi 23 900


Varðar 1. mál frá fundi skipulags- og bygginganefndar þann 26. mars s.l.
Þór Engilbertsson, f.h. 2-Þ ehf, ítrekar beiðni sína til skipulags- og bygginganefndar um afnot af steyptu plani sunnan húsnæðis að Norðursundi 11.
Á fundi þann 13. febrúar s.l. var umsækjanda synjað um viðbótarlóð til suðurs eins og umsókn og meðfylgjandi afstöðumynd sýndu, og gert að rýma svæðið fyrir 1. mars s.l.
Staðan í dag er sú að enn er svæðið sunnan hússins nýtt fyrir gám og annað efni.

Nefndin frestaði erindinu og fól formanni nefndarinnar, bæjarstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa að ræða við umsækjanda.

Það hefur verið gert og fór sá fundur fram þann 3. apríl s.l.


Nefndin frestar erindinu.

--------------------------------------------------------------------------------
7. Strandvegur 43A, Umsókn um viðbótarlóð til suðurs.
(Verknúmer: BN010050)
250327-3829 Friðþjófur Sturla Másson
Boðaslóð 13 900


Friðþjófur S. Másson sækir um viðbótarlóð til skipulags- og bygginganefndar Að Strandvegi 43A til suðurs eins og meðfylgjandi tillaga að stækkun sýnir.
Einungis er 1,5 m frá húsi út í lóðarmörk miðað við núgildandi lóðarleigusamning.
Samþykki meðeigenda er meðfylgjandi.


Nefndin samþykkir lóðarstækkun fyrir Strandveg 43A miðað við fyrirliggjandi tillögu dags. 11.05. 2001.
Skipulags- og byggingafulltrúa er falið að ganga frá nýjum lóðarleigusamningi fyrir Strandveg 43A.


--------------------------------------------------------------------------------
8. Strembugata 13, Breyting á fyrirkomulagi bílastæða, breyttir uppdrættir varðandi útlit og grunnmyndir.
Verknúmer: BN010041
480900-2780 Karató ehf
Strembugötu 13 900


Karató ehf sækir um leyfi skipulags- og bygginganefndar til að breyta fyrirkomulagi bílastæða á lóð sinni að Strembugötu 13 í samræmi við fyrirliggjandi aðalskipulagsbreytingu er tók gildi þann 24. apríl s.l.
Um er að ræða talsverðar breytingar frá samþykktum lóðaruppdrætti er samþykktur var 31.10. 2000, en nú eru bílastæði skipulögð norðan hússins þ.e. á lóð þess og við malarvöllin með þinglýstri heimild. Aðkoma starfsfólks verður að austan, þar sem skal vera lokað hlið, og aðkoma fyrir fatlaða, rútur og leigubifreiðir að vestan.
Fyrirliggjandi uppdrættir eru unnir af ARKÍS ehf.


Nefndin samþykkir breytt fyrirkomulag bílastæða og aðkomu að veitinga- og ráðstefnuhúsinu í Löngulág, sbr. meðfylgjandi lóðaruppdráttur sýnir, uppdráttur nr. (99)1.01. Breytingin er í samræmi við staðfesta breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja á svæðinu kringum vatnstankinn í Löngulág dags. 24. apríl s.l.
Nefndin ítrekar við umsækjanda að frágangi lóðar verði lokið hið fyrsta eins og teikningar segja til um.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld : kr. 2.600, -


--------------------------------------------------------------------------------
9. Tangagata 7B, Umsókn um breytingu á bátaskýli, þ.e. viðbygging.
Verknúmer: BN010045
253253-2532 Björgunarfélag Vestmannaeyja
Faxastíg 38 900


Björgunarfélag Vestmannaeyja sækir um leyfi skipulags- og bygginganefndar til að breyta viðbyggingu við bátaskýli sitt að Tangagötu 7B, sbr. teikningar Teiknistofu PZ ehf.
Um er að ræða nánari útfærslu á þeirri tillögu sem var hafnað á fundi nefndarinnar 17. október 2000, þ.e. viðbygging tekin inn á núverandi hús um 30 cm á báðum endum og allt húsið klætt með lituðum álplötum.


Nefndin samþykkir að gerðar verði breytingar á afgreiðslu nefndarinnar frá 17. október 2000 er snéri að viðbyggingu við núverandi bátaskýli. Í stað þess að vesturhluti byggingarinnar verði byggður á sama hátt og núverandi austurhluti þá er umsækjanda heimilit að byggja vesturhlutann í samræmi við fyrirliggjandi teikningar Teiknistofu PZ ehf dags. maí 2001. Lokið skal við utanhússfrágang á núverandi húsi og viðbyggingu fyrir 1. ágúst n.k. sem og frágangi lóðar.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld: kr. 2.600, -


--------------------------------------------------------------------------------
10. Básaskersbryggja/Tangagata, Flytja Skólaveg 36 á svæði smábáta
Verknúmer: BN010053
690269-0159 Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu 902


Vestmannaeyjabær sækir um leyfi skipulags- og bygginganefndar til að flytja Skólaveg 36 á svæði smábáta til notkunar sem þjónustuhús fyrir ferðamenn o.fl.


Nefndin samþykkir erindið en felur skipulags- og byggingafulltrúa og bæjartæknifræðingi að staðsetja húsið í samræmi við þær hugmyndir sem voru viðraðar á fundinum.
Stefán Óskar Jónasson óskar eftir að bókað verði eftirfarandi: "Þjónustuhús á umræddu svæði skal vera skv. fyrirliggjandi skipulagi þar sem slíku húsi var valinn staður á hafnarkantinum. Einnig er umrætt hús ekki skv. þeim hugmyndum sem voru uppi um útlit þjónustuhúss."


--------------------------------------------------------------------------------
11. Garðavegur 13B, Fyrirspurn um mögulega viðbyggingu til austurs.
(Verknúmer: BN010029 01)
450297-2409 Vélsmiðjan Völundur ehf.
Garðavegi 13B 900


Varðar 8. mál frá fundi skipulags- og bygginganefndar þann 26. mars s.l.
Hallgrímur Tryggvason, f.h. Vélsmiðjunnar Völunds ehf, gerir fyrirspurn til skipulags- og bygginganefndar um mögulega viðbyggingu til austurs við húseignina að Garðavegi 13B, skv. meðfylgjandi teikningum sem sýna tillögu að útfærslu.

Nefndin óskaði eftir afstöðu nærliggjandi lóðarhafa, þ.e. að Garðavegi 13B, Flötum 18, 20H og 20I, og fól skipulags- og byggingafulltrúa að senda þeim aðilum kynningarbréf.

Engar athugasemdir bárust fyrir tilsett tímamörk.


Nefndin heimilar umsækjanda að leggja fram fullgildar teikningar af hugsanlegri viðbyggingu við Garðaveg 13B.
Samþykki meðeigenda að Garðavegi 13B skal fylgja umsókn.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.


--------------------------------------------------------------------------------
12. Stakkagerðistún, Vatnslistaverk Stakkagerðistúni
Verknúmer: BN010043
481188-2539 Bæjarveitur Vestmannaeyja
Tangagötu 1 900


Varðar 3. mál frá fundi skipulags- og bygginganefndar þann 5. september s.l.
Bæjarveitur Vestmannaeyja óska eftir heimild skipulags- og byggingafulltrúa til að hefja framkvæmdir við uppsetningu vatnslistaverks á Stakkagerðistúni sbr., afgreiðsla nefndarinnar þann 5. september 2000 og meðfylgjandi skýringauppdrættir Kjartans Mogensen.


Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa dags. 3. apríl s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Bæjarveitum Vestmannaeyja að hefja framkvæmdir við uppsetningu vatnslistaverks á Stakkagerðistúni sbr., fyrirliggjandi gögn og fyrri samþykktir kveða á um.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.


--------------------------------------------------------------------------------
13. Garðavegur 2, Breyting á þaki og ný útveggjaklæðning
(Verknúmer: BN010044)
420786-1239 Eyjaís hf
Friðarhöfn Stakki 900


Eyjaís ehf sótti um leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að breyta þakformi og klæða útveggi með nýrri útveggjaklæðningu á ísverksmiðju fyrirtækisins að Garðavegi 2, sbr. teikningar Trausta Leóssonar byggingafræðings.


Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 2. maí s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Eyjaís ehf að breyta þakformi og klæða útveggi með nýrri útveggjaklæðningu á ísverksmiðju fyrirtækisins að Garðavegi 2, sbr. meðfylgjandi teikningar segja til um.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld: kr. 8.580, -


--------------------------------------------------------------------------------
14. Strandvegur 102, Aðstaða fyrir verkstjóra í bráðabirgðarými á 2. hæð
(Verknúmer: BN010051 04)
660169-1219 Ísfélag Vestmannaeyja hf
Strandvegi 28 900


Teiknistofa PZ ehf sótti um, f.h. Ísfélags Vestmannaeyja hf, leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að koma upp aðstöðu fyrir verkstjóra í norðausturhorni núverandi vinnslusalar og setja opnanlegan glugga á norðurvegginn, skv. teikningum Teikniustofu PZ ehf.
Framkvæmd þessi er til bráðabirgða eða á meðan verið er að undirbúa frekari framkvæmdir í kjölfar bruna á stórum hluta húsnæðisins.


Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 18. apríl s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Ísfélagi Vestmannaeyja hf að koma upp aðstöðu fyrir verkstjóra í norðausturhorni núverandi vinnslusalar og setja opnanlegan glugga á norðurvegginn sbr. teikningar segja til um. Heimild þessi er einungis til bráðbirgða eins og kemur fram í umsókn.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld : kr. 2.600, -


--------------------------------------------------------------------------------
15. Strandvegur 80, Umsókn um leyfi til að koma upp léttum skilveggjum, nýju salerni og baðaðstöðu.
(Verknúmer: BN010052 01)
520398-2449 Strandvegur 80 ehf.
Strandvegi 80 900


Strandvegur 80 ehf sótti um leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að koma upp léttum skilveggjum til að stúka af klefa fyrir sjúkraþjálfun, nýju salerni og baðaðstöðu, skv. meðfylgjandi teikningu.
Breytingar þessar eru tilkomnar vegna leigusamnings sem gerður var við Heilbrigðisstofnunina í Vestm.eyjum vegna þeirra framkvæmda sem eru fyrirhugaðar á Sólhlíð 10 á næstu 2-3 árum.


Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 9. maí s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Strandvegi 80 ehf að koma upp léttum skilveggjum til að stúka af klefa fyrir sjúkraþjálfun, nýju salerni og baðaðstöðu, sbr. meðfylgjandi teikning segir til um og með eftirfarandi skilyrðum:
- Hurðir að stigahúsi skulu vera brunahurðir þ.e. EICS-30.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld: kr. 2.600, -


--------------------------------------------------------------------------------
 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159