27.04.2001

Skipulagsnefnd 27. Apríl

 
Skipulagsnefnd 27. Apríl 2001 Skipulagsnefnd 27. Apríl 2001 --------------------------------------------------------------------------------

Skipulags- og bygginganefnd
1444. fundur 2001


--------------------------------------------------------------------------------
Ár 2001, föstudaginn 27. apríl kl. 15:15 var haldinn 1444. fundur skipulags- og bygginganefndar Vestmannaeyja. Þessir sátu fundinn: Drífa Kristjánsdóttir , Helgi Bragason, Stefán Sigurþór Agnarsson, Skæringur Georgsson og Stefán Óskar Jónasson. Einnig sat fundinn: Ingi Sigurðsson . Ritari var Drífa Kristjánsdóttir
--------------------------------------------------------------------------------

Þetta gerðist:

--------------------------------------------------------------------------------

1. Heiðarvegur 3, Innrétta efri hæð sem setustofur og salerni fyrir veitingastað.
(Verknúmer: BN000136 01)
050246-7369 Jón Ingi Guðjónsson
Helgafellsbraut 31 900


Varðar 3. mál frá fundi skipulags- og bygginganefndar þann 12. desember 2000.
Jón Ingi Guðjónsson, f.h. Prófastsins að Heiðarvegi 3, sækir um leyfi skipulags- og bygginganefndar til að innrétta efri hæð Heiðarvegar 3 sem setustofur og salerni fyrir núverandi veitingastað, skv. teikningum Sigurjóns Pálssonar byggingatæknifræðings.

Nefndin frestaði erindinu en óskaði eftir að umsækjandi sjái um að framkvæmd verði mæling á hljóðstigi í húsnæðunum að Heiðarvegi 1 og Herjólfsgötu 4, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Þegar niðurstöður þeirra mælinga liggur fyrir mun erindið verða tekið til endanlegrar afgreiðslu.

Þann 22. mars kom sérfræðingur frá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins og framkvæmdi hljóðmælingar í húsnæðunum að Heiðarvegi 1 og 3. Niðurstöður þeirra mælinga liggja fyrir og eru hér meðfylgjandi.
Einnig er fyrirliggjandi umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 26.04.01, þar sem gefin er jákvæð umsögn til sex mánaða.

 


Nefndin samþykkir að gefa út tímabundið leyfi til notkunar á efri hæð Heiðarvegar 3 til 15. júní n.k., eða þar til að neðangreindum skilyrðum hefur verið fullnægt:
- Endurbæta skal stigann á milli hæða, þ.e. byggja hann upp þannig að unnt sé að bæta högghljóðeinangrun frá honum, sbr. bráðabirgðaskýrsla Steindórs Guðmundssonar dags. 30.03. 2001. Skila skal inn tillögu að breytingu á stiganum fyrir 15. maí n.k.
- Byggja skal upp hljóðdeyfigólf á sviði fyrir hljómsveitir og sömuleiðis koma upp þeim búnaði sem Heilbrigðiseftirlitið setur skilyrði um sbr. umsögn dags. 26.04. s.l. Skila skal inn tillögu að breytingu á sviði fyrir 15. maí n.k.
- Framkvæma skal mælingu að nýju þegar þessum úrbótum er lokið þ.e. fyrir 15. júní n.k. og eru þær sem fyrr á kostnað umsækjanda.
Nefndin mun fjalla um erindið að nýju þegar úttekt hefur farið fram á ofangreindum atriðum sem og á brunamálum. Nefndin vill einnig ítreka að mögulegt er að frekari úrbóta verði krafist, ef þær úrbætur sem mælst er til nú dragi ekki nægjanlega úr hávaða.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.


--------------------------------------------------------------------------------
 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159