29.03.2001

Menningarmálanefnd 29. Mars

 
Menningarmálanefnd 29. Mars 2001 Menningarmálanefnd 29. Mars 2001
Fundur nr. 163 haldinn fimmtudaginn 29/3. 2001 í Safnahúsinu.

Mættir voru: Ólafur Lárusson, Hjálmfríður Sveinsdóttir, auk Sigurðar R. Símonarssonar menningarmálafulltrúa og Nönnu Þóru Áskelsdóttir forstöðumanni Safnahúss

1.mál.
Starfsmannamál: Forstöðumanni Safnahús falið að auglýsa eftir sumarafleysingarfólki til starfa í Byggðarsafni og Landlyst.

2.mál.
Opnunartími safnanna í sumar og næsta haust.

Opnunartími safnanna verður sem hér segir í sumar og haust:
Náttúrugripasafn, Byggðasafn og Landlyst frá 11:00-17:00 alla daga vikunnar frá 1.maí til 31. ágúst.

3. mál
Umsóknir um starfslaun bæjarlistamanns. Fjórar umsóknir bárust um starfslaun bæjarlistamanns.


4.mál.
Bréf frá Áshildi Haraldsdóttur dags. 19.03.2001 með ósk um að halda tónlistahátíð í Vestmannaeyjum í ágúst 2001. Menningarmálanefnd samþykkir erindið.

5.mál.
Bréf sýningarhópsins “Grafík” dagsett 29.03. 2001 sem hefur áhuga á að setja upp sýningu í Vestmannaeyjum 2002 eða 2003.
Menningarmálanefnd er hlynnt erindinu menningarmálafulltrúa er falið að ræða við bréfritara.


6.mál.
Hátíðarhöld 17 júní 2001 rædd.

7.mál.
Önnur mál.

Formaður Menningarmálanefndar og forstöðumaður Byggðarsafns fóru á ráðstefnu í Þjóðmenningarhúsi þann 16. mars “Að gera söguna sýnilega”

Fleira ekki gert, fundi slitið 18:05

Ólafur Lárusson
Hjálmfríður Sveinsdóttir
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir
Nanna Þóra Áskelsdóttir
Sigurður R. Símonarson


 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159