11.01.2001

Menningarmálanefnd 11. Janúar

 
Menningarmálanefnd 11. Janúar 2001 Menningarmálanefnd 11. Janúar 2001
Fundur haldinn í menningarmálanefnd 11. janúar 2001, fundur nr. 160, kl. 16.00 í Ráðhúsinu.

Mætt voru: Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, Hjálmfríður Sveinsdóttir, Ólafur Lárusson, auk Nönnu Þóru Áskelsdóttur og Sigurðar R. Símonarsonar.


1. mál.
Skjalasafn Vestmannaeyja - greinargerð um stöðu mála.
Menningarmálanefnd vekur athygli á þörf á auknu samstarfi á milli stofnana og héraðsskjalavarðar um skráningu og varðveislu gagna.

2. mál.
Bréf frá Bjarna Jónassyni frá 15. nóvember 2000.
Erindinu vísað til forstöðumanns Safnahúss til afgreiðslu.

3. mál.
Bréf frá Báru Grímsdóttur frá 28. nóvember 2000.
Menningarmálafulltrúa falið að ræða við bréfritara.

4. mál.
Bréf nemenda Listaháskóla Íslands.
Menningarmálanefnd getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.

5. mál.
Umsagnir um frumvörp.
Menningarmálanefnd vekur athygli skipulagsnefndar á frumvarpi til laga um húsafriðun.

6. mál.
Bréf frá Rithöfundasambandi Íslands dags. 14. desember 2000.

7. mál.
Tilboð um tónleika á vormisseri í samstarfi F.Í.T.
Menningarmálafulltrúa falið að velja flytjanda í samráði við skólastjóra tónlistarskóla.

8. mál.
Staðsetning útilistaverka.
Rætt um staðsetningu útilistaverka í eigu Vestmannaeyjabæjar.

9. mál.
Önnur mál.

Bréf hefur borist um skilafrest í ljósmyndasamkeppninni “2000 góðar minningar”, þ.e. ljósmyndir frá viðburðum menningarársins. Skilafrestur er til 20. janúar og ljósmyndasýningin verður í Kringlunni 3.-12. febrúar.

Menntamálaráðuneytið hefur styrkt Bókasafnið um kr. 300.000.- til kaupa á tölvum til almenningsnota.

Fyrir liggur áætlun um framhald á myndlistarvori í Eyjum í umsjón Benedikts Gestssonar. Um er að ræða fjórar sýningar á tímabilinu 3. mars til 6. júní í Vélasal Listaskólans.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.40.

Ólafur Lárusson
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir
Hjálmfríður Sveinsdóttir
Nanna Þóra Áskelsdóttir
Sigurður R. Símonarson

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159