07.11.2000

Menningarmálanefnd 7. Nóvember

 
Menningarmálanefnd 7. Nóvember 2000 Menningarmálanefnd 7. Nóvember 2000
Fundur nr. 159.

Fundur haldinn í menningarmálanefnd þriðjudaginn 7. nóvember árið 2000 kl. 17.00.

Mætt voru: Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, Ólafur Lárusson, Hjálmfríður Sveinsdóttir, auk Sigurðar R. Símonarsonar menningarmálafulltrúa. Einnig sátu fundinn Nanna Þóra Áskelsdóttir, Hlíf Gylfadóttir og Jóna Guðmundsdóttir.


1. mál.
Skjalasafn Vestmannaeyja.
Alls bárust 28 tillögur frá 5 aðilum í hugmyndasamkeppni um merki Héraðsskjalasafns Vestmannaeyja.
Samþykkt að taka tillögu sem merkt var dulnefninu Friðrik og reyndist það vera Logi Jes Kristjánsson, Brekkuseli 30, Reykjavík.

2. mál.
Bréf frá Jóhanni Jónssyni dags. 9.10. 2000.
Forstöðumanni Safnahúss falið að svara bréfritara.

3. mál.
Rithöfundakynning á vegum bókasafnsins.
Samþykkt að stefna að rithöfundakynningu um mánaðarmótin nóvember og desember.

4. mál.
Göngudagur fjölskyldunnar.
Samþykkt að göngudagurinn verði haldinn 11. nóvember kl. 14.00 og safnast verður saman við Skansinn og gengið um svæðið og endað í Safnahúsi og drukkið kaffi og kleinur.

5. mál.
Söguminjasvæðið á Skansinum.
Rætt um samræmingu á opnunartíma svæðisins og starfsreglur svæðisins.

6. mál.
Önnur mál.

Norræn bókasafnsvika verður 13.19. nóvember 2000.

 

Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember. Mánudaginn 13. nóvember verður upplestur á bókasafninu og verður lesið úr bók Astrid Lindgren “Ný skammarstrik Emils í Kattholti”. Fimmtudaginn 16. nóvember kl. 18.00 verða lesin ljóð og kver íslenskra höfunda ætluð börnum af félögum úr Leikfélagi Vestmannaeyja og o.fl.

Fyrir lá skýrsla samstarfshóps um menningarmál á landsbyggðinni.

Borist hefur bréf frá skipulagsnefnd, þar sem skipulagsnefnd óskar eftir tillögu um staðsetningu þessara listaverka sem nefndin hefur ekki samþykkt staðsetninguna á.
Menningarmálafulltrúa verði falið að ræða við Þróunarfélagið um merkingu á þeim listaverkum er tilheyra verkefninu Hraun og menn.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.45.

Hjálmfríður Sveinsdóttir
Hlíf Gylfadóttir
Nanna Þóra Áskelsdóttir
Ólafur Lárusson
Sigurður R. Símonarson
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir
Jóna Björg Guðmundsdóttir

 

 

 


 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159