30.10.2000

Umhverfisnefnd 30. Október

 
Umhverfisnefnd 30. Október 2000 Umhverfisnefnd 30. Október 2000
11. fundur Umhverfisnefndar mánudag 30. október 2000 kl. 12.

Mætt voru: Drífa Kristjánsdóttir, Einar Steingrímsson, Lára Skæringsdóttir og Kristján Bjarnason.

 

1. mál
Skipulags- og bygginganefnd óskar eftir umsögn um uppsetningu fánastangar við Kinn ehf.
Nefndin er hlynnt erindinu.


2. mál
Staðardagskrá 21.
Rætt um Staðardagskrá 21, Ólafsvíkuryfirlýsinguna og kynningarfund um hreinni framleiðslutækni. Nefndin stefnir að kynningarfundi í samvinnu við Stjórnunarfélag Vestmannaeyja.


3. mál
Efnistaka í nýja hrauninu.
Óskað eftir fundi með bæjartæknifræðingi og Skipulags- og bygginganefnd um framtíðarskipan mála í nýja hrauninu.


4. mál
Herjólfsdalur.
Nefndinni þykir miður sú umræða sem fram hefur farið í bæjarstjórn um viðskilnað Þjóðhátíðarnefndar í Herjólfsdal, en vísar að öðru leyti til samþykktar nefndarinnar og bæjarstjórnar varðandi hreinsun dalsins undanfarin ár.


5. mál
Mannvirki Tals á Hánni.
Nefndin fer fram á að Tal h/f ljúki frágangi sem allra fyrst við endurvarpsstöð sína.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.10.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159