23.08.2000

Umhverfis- og heilbrigðisnefnd

 
Umhverfis- og heilbrigðisnefnd 23. Ágúst 2000 Umhverfis- og heilbrigðisnefnd 23. Ágúst 2000
8. fundur Umhverfisnefndar miðvikudag 23. ágúst 2000 kl. 20.

Sameiginlegur fundur Umhverfisnefndar og fulltrúa frá Rotarýklúbbi.
Mætt voru: Drífa Kristjánsdóttir, Ásta Halldórsdóttir og Kristján Bjarnason.


1. mál
Viðurkenningar Umhverfisnefndar og Rotarýklúbbs árið 2000.
Lokaskoðun garða og fasteigna. Fyrr í sumar völdu félagar í Rotarýklúbbi álitlegustu garða og fasteignir í bænum, einnig mátu og skoðuðu nemendur og flokksstjórar Vinnuskólans á annað hundrað fyrirtæki og voru niðurstöður þessar hafðar til hliðsjónar við lokaskoðun og ákvarðanir.
Eftirtaldir aðilar lentu í úrtaki: Ásavegur 1 og 7, Bessahraun 8, Birkihlíð 9 og 16, Brattagata 47, Dverghamar 36 og 40, Heiðarvegur 66, Helgafellsbraut 23, Hólagata 33, 35 og 41 og Strembugata 24.
Fyrirtæki: Eyjaís, Sparisjóðurinn, Íslandsbanki og Flugstöðin.

Umhverfisverðlaun árið 2000 hljóta:

1. Fegursti garðurinn: Hólagata 41.
2. Fegursta fyrirtækið: Íslandsbanki.
3. Fegursta húseignin: Helgafellsbraut 23.
4. Gaujulundur. Heiðursviðurkenning fyrir sérstæðan skrúðgarð.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22.50.

 

 

 

 

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159