17.05.2000

Umhverfis- og heilbrigðisnefnd

 
Umhverfis- og heilbrigðisnefnd 17. Maí 2000 Umhverfis- og heilbrigðisnefnd 17. Maí 2000
4. fundur Umhverfisnefndar miðvikudag 17. maí 2000 kl. 12.

Mætt voru: Drífa Kristjánsdóttir, Einar Steingrímsson, Lára Skæringsdóttir og Kristján Bjarnason.

 

1. mál
Skipulags- og bygginganefnd óskar eftir umsögn um sjónvarpspall við Hásteinsvöll.
Nefndin samþykkir erindið en leggur áherslu á að pallurinn verði fjarlægður í lok keppnistímabils. Gætt verði að því að undirstöður skapi ekki slysahættu og falli sem best inn í umhverfið.


2. mál
Þjóðhátíðarnefnd óskar eftir að hefja uppsetningu Brekkusviðs í Herjólfsdal.
Málinu frestað og óskað eftir frekari upplýsingum.


3. mál
Heilbrigðisnefnd Suðurlands.
Drífa og Kristján sögðu frá fundi með fulltrúum Heilbrigðisnefndar Suðurlands þar sem var m.a. fjallað um hreinsunarátak vegna ónýtra og númerslausra bíla.


4. mál
Motocross.
Nefndin saknar þess að hafa ekki fengið til umsagnar umsókn vegna Íslandsmóts í Motocross austur á hrauni.

 


Fleira ekki gert og fundið slitið kl. 13.10.

 

 

 


 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159