02.05.2000

Umhverfisnefnd -

 
Umhverfis- og heilbrigðisnefnd 2. Maí 2000 Umhverfis- og heilbrigðisnefnd 2. Maí 2000 Sameiginlegur fundur Umhverfisnefndar og Landnytjanefndar haldinn í Ráðhúsinu þriðjudaginn 2. maí 2000 kl. 17.00.

Mættir:

Drífa Kristjánsdóttir, Lára Skæringsdóttir, Einar Steingrímsson, Hallgrímur Tryggvason, Jónatan G. Jónsson, Kristján Bjarnasong og Guðjón Hjörleifsson.

Fyrir tekið:

1. Girðingamál í Herjólfsdal

Eftir miklar umræður um girðingarmál í Herjólfsdal samþykkja nefndirnar að það svæði sem girt hefur verið til viðbótar er og verði útivistarsvæði og því óheimilt að nýta það til landnytja og girða það af. Nefndirnar samþykkja að girðingar verði fjarlægðar og felur garðyrkjustjóra að ræða við þá aðila er að framkvæmdinni stóðu.

2. Rafmagnsgirðingar:

Samþykkt að ekki verði leyfðar rafmagnsgirðingar við fólkvanga eins og í Herjólfsdal og við viðurkenndar gönguleiðir.
Jafnframt samþykkt að sækja þurfi sérstaklega til umhverfisnefndar eig að girða svæði af með rafmagnsgirðingu.

3. Tillaga um verndun og nýtingu lands við Ofanleitishamar:

Fyrir lá tillaga frá Kristjáni Bjarnasyni, garðyrkjustjóra og Ólafi Ólafssyni bæjartæknifræðingu um verndun og nýtingu lands ofan við Ofanleitishamar.

Nefndirnar samþykkja tillögunar með smáveægilegum breytingum á girðingarstæði miðað við uppdrátt sem kynntur var á fundinum.

4. Opið bréf til bæjaryfirvalda frá Ómari Garðarssyni, ritstjóra Frétta.

Fyrir lá opið bréf til bæjaryfirvalda frá Ómari Garðarssyni, ritstjóra Frétta sem birtist í Fréttum sl. fimmtudag.

Samþykkt að Kristján Bjarnason svari bréfritara.

 

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 18.20

Drífa Kristjánsdóttir Jónatan G. Jónsson
Einar Steingrímsson Kristján Bjarnason
Lára Skæringsdóttir Guðjón Hjörleifsson
Hallgrímur Tryggvason
 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159