24.11.1999

Skipulagsnefnd 24. Nóvember

 
Skipulagsnefnd 24. Nóvember 1999 Skipulagsnefnd 24. Nóvember 1999 1424. fundur 1999

Ár 1999, miðvikudaginn 24. nóvember kl. 16:00 var haldinn 1424. fundur skipulags- og bygginganefndar Vestmannaeyja.
Þessir sátu fundinn: Helgi Bragason, Bjarni Guðjón Samúelsson, Skæringur Georgsson og Stefán Óskar Jónasson. , Drífa
Kristjánsdóttir. Einnig sátu fundinn: Ólafur Ólafsson og Ingi Sigurðsson. Ritari var Drífa Kristjánsdóttir.

Þetta gerðist:


1. Aðalskipulag Vestmannaeyja, Endurskoðun aðalskipulags Vestmannaeyja
Umsókn nr. 990157
690269-0159 Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu 902


Skipulags- og byggingafulltrúi, f.h. Vestmannaeyjabæjar, leggur fram fyrir skipulags- og bygginganefnd bréf til
Skipulagsstofnunar dags. 02.11 1999. Þar er óskað eftir heimild til að geta hafið vinnu við endurskoðun aðalskipulags
Vestmannaeyja.


Nefndin hefur móttekið erindið.


2. Skipulag miðbæjarins, Vinnufundur með hagsmunaaðilum á miðbæjarsvæðinu
Umsókn nr. 990002
012345-6789 Skipulags- og bygginganefnd Vestm.eyja
Tangagötu 1 900


Varðar 3. mál frá fundi skipulagsnefndar þann 2. nóvember s.l.
Skipulagsnefnd Vestmannaeyja fjallar um skipulag miðbæjarins í kjölfar funda frá 14. janúar, 22. febrúar, 4. mars, 25. maí og 2.
nóvember. Einnig var haldinn vinnufundur þann 2. júní s.l.

Nú liggja fyrir upplýsingar frá þeim aðilum er send voru bréf varðandi upplýsingar um kostnað og tíma vegna vinnu við gerð
deiliskipulags fyrir miðbæinn. Alls var erindið sent til tíu aðila og bárust svör frá sjö aðilum. Tveir aðilar eru í samstarfi við aðra
er sendu inn svör, en einn aðili sendi ekki inn.

Nefndin yfirfór niðurstöður vinnuhóps, sem var skipaður af nefndinni, varðandi innsend svör skipulagsráðgjafa. Nefndin fól
vinnuhóp áframhaldandi vinnu í málinu.

Nú er þeirri vinnu lokið og hefur verið gengið til samninga við Hornsteinar - arkitektar ehf, og er samningur þess efnis lagður hér
fyrir skipulags- og bygginganefnd.


Nefndin samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.


3. Bessahraun, Umsókn um lóð fyrir raðhús
Umsókn nr. 990128
240950-3169 Arngrímur Magnússon
Höfðavegi 49 900


Arngrímur Magnússon sækir um lóð til skipulags- og bygginganefndar austan við Bessahraun, skv. meðfylgjandi afstöðumynd.
Umsækjandi sækir um ofangreinda lóð til að byggja fimm til sex íbúða raðhús.

Stærð lóðar: ca. 2.000 m2

Nefndin frestaði erindinu og fól skipulags- og byggingafulltrúa að ræða við umsækjanda.

Nú liggur fyrir niðurstaða úr grenndarkynningu, sem send var til allra íbúa í Bessahrauni.


Nefndin hafnar erindinu og bendir á skipulagðar lóðir vestan Bessahrauns.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.


4. Miðgerði, Tillaga að frestun úthlutun lóða við Miðgerði
Umsókn nr. 990153
012345-6789 Skipulags- og bygginganefnd Vestm.eyja
Tangagötu 1 900


Skipulags- og bygginganefnd Vestmannaeyja leggur fram tillögu að frestun á úthlutun lóða að Miðgerði í Vestmannaeyjum.
Tillagan er svohljóðandi:

"Tillaga þessi miðast við frestun á úthlutun lóða við Miðgerði, þar til að meginhluta lóða í austurbæ hefur verið úthlutað, og þá
aðallega í núverandi "Gerðum". Í ljósi þeirrar ásóknar sem virðist vera inn á þetta svæði í formi umsókna um íbúðarhús, þá vill
skipulags- og bygginganefnd, stuðla að betri nýtinga þeirra gatna sem eru til staðar.

Eftirfarandi atriði liggja til grundvallar:
- Lausar lóðir við Gerðisbraut, Nýjabæjarbraut, Litlagerði og Suðurgerði. Rökstuðningur: Þar er bæði um að ræða lausar lóðir
fyrir einbýlishús og raðhús, og einnig er mögulegt ef forsendur eru til staðar að breyta hugsanlega einstaka lóðum úr lóðum fyrir
einbýli í lóðir fyrir par- eða raðhús. Slíkt væri gert með breytingu á aðalskipulagi að undangenginni auglýsingu og
grenndarkynningu. Einnig er nauðsynlegt að þétta þá byggð sem er fyrir og fá þannig heilsteyptari götumynd.


Nefndin leggur fram ofangreinda tillögu til samþykktar í bæjarstjórn.


5. Miðgerði, Umsókn um lóðir fyrir raðhús.
Umsókn nr. 990059
450789-6079 Tvö Þ hf.
Asavegi 23 900


Varðar 6. mál frá fundi skipulagsnefndar 1. júlí s.l.
2-Þ ehf sækja um lóðir að Miðgerði til byggingu raðhúsa samkvæmt meðfylgjandi hugmynd.
Gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir byggingu einbýlishúsa og eins parhús í götunni. Teikning af götunni skv. gildandi
deiliskipulagi er meðfylgjandi.

Nefndin frestaði erindinu og fól skipulags- og byggingafulltrúa að ræða við 2-Þ ehf um nýtingu annarra lóða þar sem til staðar
eru frágengnar götur, t.d. Litlagerði og Stóragerði.

Nú liggur fyrir nefndinni tillaga að samþykkt varðandi Miðgerðið.


Nefndin hafnar erindinu og vísar til afgreiðslu 4. máls hér á undan. Sú tillaga var svohljóðandi:
"Tillaga þessi miðast við frestun á úthlutun lóða við Miðgerði, þar til að meginhluta lóða í austurbæ hefur verið
úthlutað, og þá aðallega í núverandi "Gerðum". Í ljósi þeirrar ásóknar sem virðist vera inn á þetta svæði í formi
umsókna um íbúðarhús, þá vill skipulags- og bygginganefnd, stuðla að betri nýtinga þeirra gatna sem eru til staðar.

Eftirfarandi atriði liggja til grundvallar:
- Lausar lóðir við Gerðisbraut, Nýjabæjarbraut, Litlagerði og Suðurgerði. Rökstuðningur: Þar er bæði um að ræða
lausar lóðir fyrir einbýlishús og raðhús, og einnig er mögulegt ef forsendur eru til staðar að breyta hugsanlega
einstaka lóðum úr lóðum fyrir einbýli í lóðir fyrir par- eða raðhús. Slíkt væri gert með breytingu á aðalskipulagi að
undangenginni auglýsingu og grenndarkynningu. Einnig er nauðsynlegt að þétta þá byggð sem er fyrir og fá þannig
heilsteyptari götumynd."

Tillagan var samþykkt til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 


6. Ofanleiti, Sótt um svæði fyrir sumarhúsabyggð
Umsókn nr. 990159
130546-3159 Kristján Óskarsson
Illugagötu 32 900


Kristján Óskarsson sækir um svæði til skipulags- og bygginganefndar að Ofanleiti fyrir byggingu sumarhúsabyggðar, skv.
meðfylgjandi tillögu sumarhúsasvæðis á afstöðumynd.


Nefndin er hlynnt erindinu, en bendir jafnframt á að annar aðili hefur sótt um sama svæði fyrir sumarhúsabyggð á
fundi þann 15. september s.l. Jafnframt leggur nefndin til að fram fari heildarskipulagning á fyrirhuguðu svæði fyrir
sumarhúsabyggð, og að því máli komi núverandi umsækjendur ásamt Vestmannaeyjabæ. Sú vinna skal hefjast sem
fyrst þannig að nýtt skipulag svæðisins líti dagsins ljós sem fyrst.


7. Ofanleiti, Umsókn um svæði fyrir heilsárs orlofshús
Umsókn nr. 990126
500596-2449 Innex ehf.
Hrísum, Eyjafirði 601


Varðar 3.mál frá fundi skipulags- og bygginganefndar þann 15. september s.l.
Innex ehf sækir um svæði milli Ofanleitis og Stapavegar fyrir áætlaða byggingu heilsárs orlofshúsa, skv. meðfylgjandi teikningum
af slíkum húsum.
Stefna félagsins er að byggja orlofshúsasvæði í líkingu við það sem félagið gerði í Eyjafirði og síðan að tengja þessi svæði saman
ásamt fleiru í sameiginlegan pakka til markaðssetningar hérlendis sem erlendis. Beiðni þessi er vegna gífurlegrar aukningar í
ferðaiðnaði hér á landi sem annars staðar.

Nefndin var hlynnt umsókn Innex ehf um svæði fyrir byggingu heilsárshúsa sbr. bréf dags. 1. september s.l. Nefndin lagði fram
tillögu að svæði fyrir slík orlofshús og heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að skipulagi orlofshúsa á því svæði sem lagt
er til. Afstöðumynd af ofangreindu svæði "Tillaga að svæði fyrir sumarhús" er hér meðfylgjandi og merkt sem fylgiskal nr. 3.
Þegar tillaga að skipulagi svæðisins liggur fyrir þá mun málið verða tekið fyrir að nýju til frekari afgreiðslu.

Nú liggja fyrir hugmyndir umsækjanda að skipulagi svæðisins sem og niðurstöður úr grenndarkynningu. Alls var 16 aðilum sent
erindið til kynningar og bárust svör frá þremur aðilum, þar af sameiginlegt svar tveggja aðila.


Nefndin hefur móttekið tillögu að skipulagi svæðisins en bendir jafnframt á að í umsókn umsækjanda hafi verið sótt
um 10 sumarhús og við það sé miðað enn í dag.
Jafnframt leggur nefndin til að fram fari heildarskipulagning á fyrirhuguðu svæði fyrir sumarhúsabyggð, þar sem
umsókn annars aðila liggur fyrir sbr. 6. mál hér að framan, og að því máli komi núverandi umsækjendur ásamt
Vestmannaeyjabæ. Sú vinna skal hefjast sem fyrst þannig að nýtt skipulag svæðisins líti dagsins ljós sem fyrst.


8. Stapavegur, Umsókn um lóð fyrir íbúðarhús
Umsókn nr. 990152
140675-4239 Samúel Sveinn Bjarnason
Vallengi 4 112


Samúel Sveinn Bjarnason og Elín Jóhannesdóttir sækja um lóð til skipulags- og bygginganefndar að Stapavegi, sbr.
meðfylgjandi afstöðumynd sýnir.


Nefndin er hlynnt erindinu en bendir á að öðrum lóðum nær núverandi byggð, verður úthlutað fyrst til bygginga.
Nefndin vill einnig benda á að eftir er að vinna deiliskipulag af íbúðarsvæðinu.


9. Strandvegur 74 - Iðnaðarhús, Fjarlægja slipphúsið í austur-slipp og setja upp bílaplan í austur-slipp
Umsókn nr. 990163 (01.84.130.740 01)
690269-0159 Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu 902


Vestmannaeyjabær sækir um leyfi skipulags- og bygginganefndar til að fjarlægja slipphús austur-slippsins og útbúa bílaplan í
slippnum, skv. teikningu Teiknistofu PZ ehf.


Nefndin er hlynnt því að rífa slipphúsið en óskar eftir nánari upplýsingum varðandi frágang og nýtingu svæðisins sem
og umferð um svæðið.


10. Garðavegur 15, Ítrekun á uppsetningu auglýsingaskiltis
Umsókn nr. 990160 (01.26.730.150)
460195-2179 Húsey ehf
Garðavegi 15 900


Varðar 10. mál frá fundi skipulagsnefndar þann 26. mars 1998
Þá var Húsey heimilað að setja upp auglýsingaskilti á horni Strandvegar og Garðavegar.
Nú er hins vegar búið að setja niður eitt af listaverkunum þar niður í verkefninu "Hraun og fólk".
Umsækjandi óskar nú eftir upplýsingum hvernig skuli standa að uppsetningu skiltisins.


Nefndin frestar erindinu til næsta fundar og felur formanni nefndarinnar að ræða við hluteigandi aðila, þ.e.
Vestmannaeyjabæ og umsækjanda.


11. Klettsvík, Strengja net milli Ystakletts og Heimakletts
Umsókn nr. 990141
600798-2009 Ocean Futures samtökin (Lögmenn sf.)
Skólavörðustíg 6B 121


Varðar 17. mál frá fundi skipulags- og bygginganefndar þann 2. nóvember s.l.
Ocean Futures samtökin sækja um leyfi skipulags- og bygginganefndar til að strengja net milli Ystakletts og Heimakletts og
girða þannig Klettsvíkina af, sbr. meðfylgjandi teikningar sýna.
Netið verður lítt sýnilegt ofansjávar en reka þarf fleyga í sjávarbotn og klettana að austan og vestan, til þess að fá festingu fyrir
netið. Fleygar þessir eru ekki sjáanlegir utan þeir efstu.

Nefndin frestaði erindinu og óskaði eftir áliti hafnarstjórnar.

Nú liggur afreiðsla hafnarstjórnar fyrir og þar er þessi framkvæmd samþykkt.


Nefndin samþykkir erindið.

Byggingaleyfisgjöld : kr. 2.500, -


12. Torfmýri/Mormónapollur, Reisa minnismerki fyrir ofan Mormónapoll
Umsókn nr. 990129
200020-0020 Utah Icelandic Association
Springville, Utah 84663


Íslenska mormónafélagið í Utah í Bandaríkjunum sækir um leyfi skipulags- og bygginganefndar til að reisa minnismerki á svæði
við Torfmýri fyrir ofan svonefndan Mormónapoll, skv. meðfylgjandi afstöðumynd.
Minnismerki þetta mun verða um 3,7 m á hæð og sjálf styttan er 2,1 m á hæð sbr. meðfylgjandi teikningar sýna. Á fæti
minnismerkisins mun verða árituð nöfn þeirra Vestmannaeyinga sem héldu í víking til Ameríku og settust að í Spanish Fork í
Utah á árunum 1850-1890. Þetta fólk var það eina sem hefur yfirgefið Ísland af trúarlegum ástæðum og ferðuðust 6000 mílur til
að hefja nýtt líf og byggja Síon.
Áætlað er að minnismerkið verði komið upp eigi síðar en 1. júlí árið 2000 eða á þeim tíma sem hópur fólks frá Utah mun
heimsækja Eyjarnar í tilefni aldamótanna.


Nefndin er hlynnt erindinu en óskar eftir umsögn umhverfisnefndar og golfklúbbsins, sem og nánara skipulagi að og
við minnismerkið.

 

 

 


13. Hrauntún 19, Gera bílastæði á lóð sinni
Umsókn nr. 990164 (01.43.330.190)
070257-2549 Guðmundur Gunnar Erlingsson
Hrauntúni 19 900


Guðmundur G. Erlingsson sótti um leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að útbúa bílastæði á lóð sinni að Hrauntúni 19, skv.
meðfylgjandi breytingu á afstöðumyndum.

Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 23. nóvember s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Guðmundi G. Erlingssyni að útbúa bílastæði á lóð sinni að Hrauntúni 19, sbr.
meðfylgjandi gögn segja til um. Ganga skal frá bílastæðum þannig að ekki sé hætta á foki efnis í nærliggjandi hús.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld : kr. 2.500, -

 

14. Höfðavegur 35 - Einbýlishús, Breyta gluggum, byggja sólpall og breyta bílskúr í herbergi.
Umsókn nr. 990155 (01.46.030.350 01)
030964-2339 Íris Þórðardóttir
Höfðavegi 35 900


Íris Þórðardóttir og Valur Örn Gíslason sóttu um leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að breyta gluggum, byggja sólpall og
breyta bílskúr í herbergi að Höfðavegi 35, skv. teikningum Björgvins Björgvinssonar byggingatæknifræðings.

Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 10. nóvember s.l.
"Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Írisi Þórðardóttur og Vali Erni Gíslasyni að breyta gluggum, byggja sólpall og breyta
bílskúr í herbergi að Höfðavegi 35, sbr. teikningar segja til um. Björgunarop skulu uppfylla ákvæði 159. gr. byggingareglugerðar
nr. 441/1998, þ.e. þar sem efri brún björgunaropa er meira en 2,0 metrum yfir jörðu. Í gr. 159.2 segir svo: "Samanlögð hæð og
breidd björgunarops skal a.m.k. vera 1,50 m. Ef um er að ræða hliðarhengdan glugga, hlera eða renniglugga skal breidd opsins
vera a.m.k. 0,50 m. Í öðrum tilvikum skal breiddin vera a.m.k. 0,60 m. Hæð má aldrei vera minni en 0,60 m. Þar sem neðri
brún björgunarops er minna en 2,0 m yfir jörð skal lágmarksstærð þess vera 0,50 * 0,50 m."
Afgreiðsla þessi miðast við að björgunarop verði færð í réttar stærðir skv. ákvæðum reglugerðarinnar.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997."

Byggingaleyfisgjöld : kr. 2.500, -

 

 

15. Höfðavegur 40 - Einbýlishús, Fjarlægja skorstein v/leka
Umsókn nr. 990165 (01.46.030.400 01)
010450-3069 Geir Sigurlásson
Höfðavegi 40 900


Geir Sigurlásson sótti um leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að fjarlægja skorstein á húseign sinni að Höfðavegi 40,
samkvæmt meðfylgjandi teikningum.

Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 23. nóvember s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Geir Sigurlássyni að fjarlægja skorstein á húseign sinni að Höfðavegi 40, sbr. teikning
segir til um.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld kr. 2.500, -

 


16. Kirkjubæjarbraut 10 - Einbýlishús, Gera íbúð í kjallara, þ.e. einbýli í tvíbýli.
Umsókn nr. 990154 (01.49.830.100 01)


Sigurjón Ingvarsson sótti um leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að gera íbúð í kjallara, þ.e. breyta einbýli í tvíbýli, skv.
teikningum Teiknistofu PZ ehf.

Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 3. nóvember s.l.
"Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Sigurjóni Ingvarssyni að gera séríbúð í kjallara húseignar sinnar að Kirkjubæjarbrautar
10, sbr. teikning segir til um, en með eftirfarandi fyrirvörum:
a. Gera skal glugga á vesturhlið stofu eigi síðar en innan árs frá dagsetningu þessarar tilkynningar. Ákvæði þetta er sbr. gr. 96.3.
í byggingareglugerð nr. 441/1998 sem hljóðar svo: "Heimilt er að gera íbúðir á jarðhæð ef stofa snýr móti suðaustri, suðri eða
vestri, enda sé sú hlið íbúðarinnar ekki niðurgrafin".
b. Ganga skal frá vegg milli íbúða, þ.e. þar sem stigi var fyrir, á þann hátt sem ákvæði byggingareglugerðar segja til um í gr.
103.6: "Léttir útveggir (ekki berandi) skulu vera a.m.k. EI30." Dæmi um slíka uppbyggingu er: Blikkstoðir 35*70mm c/c
600mm, 50mm þéttull og 13mm gifsklæðning á báðum hliðum.
Afgreiðsla þessi er skv. 96. og 103. gr. byggingareglugerðar nr. 441/1998 og skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld : kr. 2.500, -

 

17. Kirkjubæjarbraut 15 - Einbýlishús - Íbúð í kjallara, Breyta íbúð í kjallara í gistiheimili
Umsókn nr. 990162 (01.49.830.150 01)


Erna Þórsdóttir sótti um leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að breyta neðri hæð húss síns að Kirkjubæjarbraut 15 í
gistiheimili, skv. teikningum Teiknistofu PZ ehf.

Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 22. nóvember s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Ernu Þórsdóttur að breyta neðri hæð húss síns að Kirkjubæjarbraut 15 í gistiheimili, sbr.
teikningar segja til um.
Afgreisðla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld : kr. 2.500, -

 

18. Kirkjubæjarbraut 5 - Einbýlishús - Íbúðarherb í kjall, Innrétta séríbúð í kjallara
Umsókn nr. 990161 (01.49.830.050 01)
071256-4050 Magnús Guðmundsson
Kirkjubæjarbraut 5 900


Magnús Guðmundsson sótti um leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að innrétta séríbúð í kjallara í húsi sínu að
Kirkjubæjarbraut 5, skv. teikningum Sigurjóns Pálssonar byggingatæknifræðings.

Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 19. nóvember s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Magnúsi Guðmundssyni að innrétta séríbúð í kjallara í húsi sínu að Kirkjubæjarbraut 5,
sbr. teikningar segja til um. Óskað er eftir skráningartöflu fyrir húsnæðið og skal hún hafa borist fyrir lok ársins.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld : kr. 2.500, -

 

19. Kirkjuvegur 100, Uppsetning veðurstöðvar á lóð Landakirkju
Umsókn nr. 990158 (01.50.631.000)
681088-7339 Barnaskóli Vestmannaeyja
Skólavegur 40 900


Barnaskóli Vestmannaeyja sótti um leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að setja upp litla veðurstöð á lóð Landakirkju, skv.
meðfylgjandi afstöðumynd.
Samþykki sóknarnefndar fyrir leyfisveitingu þessari er hér meðfylgjandi, þar sem gefið er leyfi til að setja upp þessa stöð á
ákveðnum hluta lóðarinnar.
Framkvæmdir þessar eru hluti af alþjóðlegu umhverfisverkefni GLOBE sem Barnaskóli Vestmannaeyja er þátttakandi í að
beiðni bæjarstjórnar Vestmannaeyja og menntamálaráðuneytisins.

 

 

 

 

Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 19. nóvember s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Barnaskóla Vestmannaeyja að setja upp litla veðurstöð á lóð Landakirkju, sbr.
meðfylgjandi gögn segja til um.
Afgreiðsla þessi er skv. sipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld : kr. 2.500, -

 

20. Kirkjuvegur 31 - Sambýlishús - Íbúð í kjallara, Breyta gluggum á vesturhlið og bogaglugga neðstu hæðar.
Umsókn nr. 990156 (01.50.630.310 01)
140673-4639 Steingrímur Jóhannesson
Kirkjuvegi 31 900


Steingrímur Jóhannesson sótti um leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að breyta gluggum á vesturhlið og bogaglugga neðstu
hæðar Kirkjuvegar 31, skv. teikningu Sigurjóns Pálssonar byggingatæknifræðings.
Samþykki meðeigenda að Kirkjuvegi 31 er meðfylgjandi.

Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 19. nóvember s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Steingrími Jóhannessyni að breyta gluggum á vesturhlið og bogaglugga neðstu hæðar
Kirkjuvegar 31, sbr. teikning segir til um.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld : kr. 2.500, -

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159