02.11.1999

Skipulagsnefnd 2. Nóvember

 
Skipulagsnefnd 2. Nóvember 1999 Skipulagsnefnd 2. Nóvember 1999 1423. fundur 1999

Ár 1999, þriðjudaginn 2. nóvember kl. 16:00 var haldinn 1423. fundur skipulags- og bygginganefndar Vestmannaeyja. Þessir
sátu fundinn: Drífa , Helgi Bragason, Bjarni Guðjón Samúelsson, Skæringur Georgsson og Stefán Óskar Jónasson. Einnig sátu
fundinn: Guðjón Hjörleifsson, Ingi Sigurðsson, Elías Baldvinsson og Ólafur Ólafsson. Ritari var Drífa Kristjánsdóttir.

Þetta gerðist:


1. Deiliskipulag Herjólfsdals, Fornleifaskráning vegna deiliskipulags í Herjólfsdal, Vestmannaeyjum
Umsókn nr. 990136
690269-0159 Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu 902


Vestmannaeyjabær leggur fram skýrslu Bjarna F. Einarssonar fornleifafræðings um fornleifaskráningu vegna deiliskipulags í
Herjólfsdal, Vestmannaeyjum. Skipulagsstofnun óskaði eftir að slík skráning færi fram áður en tillaga að deiliskipulagi
Herjólfsdals yrði tekin til endanlegrar afgreiðslu. Pétri Jónssyni hönnuði tillögunnar, hefur verið send skýrslan til að færa inn á
uppdrátt og í greinargerð skipulagsins. Þegar þeirri vinnu er lokið fer skipulagið til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.


Nefndin hefur móttekið og yfirfarið skýrslu fornleifafræðings, og samþykkir að skýrslan fylgi við endanlega afgreiðslu
á deiliskipulagi Herjólfsdals og friðlýstar fornleifar skuli færðar inn á skipulagsuppdrátt. Einnig samþykkir nefndin að
merkja þá staði sem fundust skv. þeim tilmælum sem koma fram í skýrslunni á bls. 4 og eru skv. 17. gr. í
þjóðminjalögum.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997 og ákvæði gr. 4.20 í skipulagsreglugerð nr.
400/1998.


2. Ofanbyggjarasvæði, Tillaga að skipulagi "Ofanbyggjarasvæðis".
Umsókn nr. 990127
690269-0159 Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu 902


Varðar 1. mál frá fundi skipulags- og bygginganefndar þann 15. september s.l.
Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri leggur fram tillögu að skipulagi "Ofanbyggjarasvæðisins", skv. meðfylgjandi greinargerð og
afstöðumynd.

Nefndin samþykkti tillögu Guðjóns Hjörleifssonar bæjarstjóra að nýju deiliskipulagi fyrir Ofanbyggjarasvæðið með áorðnum
breytingum frá fundi þann 10. september s.l. Tillagan er hér meðfylgjandi þ.e. greinargerð og uppdráttur á afstöðumynd, merkt
fylgiskjöl nr. 1 og nr. 2.
Tillagan var síðan send til grenndarkynningar og niðurstöður hennar liggja nú fyrir. Kynningin var send til alls átta aðila, þ.e. sjö
húseigenda og Flugmálastjórnar. Svör bárust frá fjórum aðilum, þ.e. frá Vestra-Þorlaugargerði, Ofanleiti og Steinsstöðum og
sömuleiðis gerir Flugmálastjórn ekki athugasemdir við tillöguna.


Nefndin hefur móttekið svarbréf ofangreindra aðila á Ofanbyggjarasvæðinu. Nefndin samþykkir að halda áfram vinnu
við gerð deiliskipulags fyrir Ofanbyggjarasvæðið sbr. afgreiðsla nefndarinnar á fundi þann 15. september s.l.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.


3. Skipulag miðbæjarins, Vinnufundur með hagsmunaaðilum á miðbæjarsvæðinu
Umsókn nr. 990002
012345-6789 Skipulags- og bygginganefnd Vestm.eyja
Tangagötu 1 900


Varðar 3. mál frá fundi skipulagsnefndar þann 25. maí s.l.
Skipulagsnefnd Vestmannaeyja fjallar um skipulag miðbæjarins í kjölfar funda frá 14. janúar, 22. febrúar, 4. mars og 25. maí.
Einnig var haldinn vinnufundur þann 2. júní s.l.
Á þeim fundum hélt nefndin áfram umfjöllun um miðbæjarskipulag, farið var yfir atriði sem komu fram á fundi með
hagsmunaðilum og einnig yfirfarið núgildandi skipulag og tillögur frá árinu 1989 og 1994. Rætt var um hvernig framhaldið yrði
þannig að sem skemmstur tími liði áður en framkvæmdir gætu hafist á svæðinu, bæði hvað varðar þá sem hafa sótt um
byggingaleyfi á svæðinu og einnig til að auglýsa lóðir til umsóknar.

Á fundi þann 25. maí s.l. yfirfór nefndin samantekt varðandi "Minnislisti varðandi markmiðssetningu miðbæjarins í
Vestmannaeyjum".
Nefndin samþykkti að opna Bárustíg til norðurs frá 15. september 1999, þ.e. þann hluta sem telst til göngugötu í dag. Varðandi
fyrirliggjandi umsókn um byggingaleyfi á Baldurshagalóðinni þá var umsækjendum Páli Zóphóníassyni og Sigurjóni Pálssyni sent
afrit af niðurstöðum samantektar á ofangreindum minnislista. Einnig var haldinn fundur með Páli varðandi byggingaleyfi á lóðinni
þann 2. júní s.l.

Nú liggja fyrir upplýsingar frá þeim aðilum er send voru bréf varðandi upplýsingar um kostnað og tíma vegna vinnu við gerð
deiliskipulags fyrir miðbæinn. Alls var erindið sent til tíu aðila og bárust svör frá sjö aðilum. Tveir aðilar eru í samstarfi við aðra
er sendu inn svör, en einn aðili sendi ekki inn.


Nefndin hefur yfirfarið niðurstöður vinnuhóps, sem var skipaður af nefndinni, varðandi innsend svör
skipulagsráðgjafa. Nefndin felur vinnuhóp áframhaldandi vinnu í málinu.


4. Austurgerði 4, Umsókn um lóð að Austurgerði 4
Umsókn nr. 990125
121171-3419 Magnús Gauti Þrastarson
Hásteinsvegi 36 900


Varðar 4. mál frá fundi skipulags- og bygginganefndar þann 10. september s.l.
Magnús Gauti Þrastarson sækir um lóð að Austurgerði 4 til skipulags- og bygginganefndar til að byggja íbúðarhús úr bjálkum,
skv. meðfylgjandi teikningum frá Bjálkahúsum ehf.

Stærð lóðar: 810 m2

Nefndin var þá hlynnt erindinu en ákveðið var að kynna nágrönnum fyrirhuguð áform um nýtingu lausra lóða við Austurgerði.
Að því loknu yrði erindið tekið til endanlegrar afgreiðslu.

Grenndarkynning var send húseigendum að Austurgerði 1, Gerðisbraut 2 og Gerðisbraut 4. Frestur til að skila inn
athugasemdum rann út þann 27. september s.l., og barst skrifleg athugasemd einungis frá húseiganda Austurgerðis 1 og er hún
hér meðfylgjandi.


Nefndin getur ekki orðið við erindinu að svo stöddu og bendir umsækjanda á lausar lóðir við Stapaveg og Goðahraun
fyrir íbúðarhús úr bjálkum.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.


5. Eyjahraun og Kleifarhraun, Umsókn um lóð fyrir bjálkahús
Umsókn nr. 990147
120965-5499 Óskar Þór Kristjánsson
Foldahrauni 6 900


Bylgja Dögg Guðjónsdóttir og Óskar Þór Kristjánsson sækja um lóð til skipulags- og bygginganefndar á svæði Eyjahrauns og
Kleifarhrauns.
Lóðarumsókn í tengslum við mögulega byggingu bjálkahúss á þessu svæði, vegna nálægðar við Hamarsskólann. Annað svæði
nálægt skólanum kemur til greina.


Nefndin getur ekki orðið við erindinu að svo stöddu og bendir umsækjanda á lausar lóðir við Stapaveg og Goðahraun
fyrir íbúðarhús úr bjálkum.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

6. Eystra-Þorlaugargerði 160201 - Fjárhús, Umsókn um lóð fyrir íbúðarhúss.
Umsókn nr. 990003 (02.00.020.500 08)
110955-4139 Guðrún Garðarsdóttir
Kastelsvej 5, Kaupmannahöfn DK


Varðar 5. mál frá fundi skipulagsnefndar þann 14. janúar s.l.
Guðrún Garðarsdóttir gerði fyrirspurn til skipulagsnefndar um byggingu íbúðarhúss í landi Eystra Þorlaugargerðis. Áætluð
staðsetning er u.þ.b. 50 m aust-norðaustur af núverandi íbúðarhúsi, þar sem lambhús (fjárhús) og önnur mannvirki eru.
Umsækjandi óskaði eftir áliti nefndarinnar.

Nefndin frestaði erindinu þar til niðurstöður úr túnsamningum lægju fyrir, sem og skipulag svæðisins.

Nú ítrekar umsækjandi umsókn sína sem og umsókn um leyfi nefndarinnar til að byggja ofangreint hús.


Nefndin samþykkir úthlutun lóðar með fyrirvara um staðfestingu Skipulagsstofnunar á nýju deiliskipulagi
"Ofanbyggjarasvæðisins". Nefndin áréttar að allar framkvæmdir eru óheimilar á svæðinu þar til staðfest skipulag
liggur fyrir. Þegar það liggur fyrir verður erindið tekið til endanlegrar afgreiðslu.
Stefán Jónasson lýsir yfir andstöðu sinni við ofangreinda afgreiðslu, og tekur undir tillögu V-listans á fundi
bæjarstjórnar dags. 11. október s.l. Tillagan er svohljóðandi: "Bæjarstjórn samþykkir að í framhaldi af samþykkt
deiliskipulags fyrir Ofanbyggjarasvæðið verði lóðir undir íbúðarhús þar auglýstar lausar til úthlutunar. Eftir að
umsóknarfrestur er liðinn verði síðan tekin afstaða til úthlutunarinnar."


7. Ofanbyggjarasvæði, Umsókn um lóð fyrir íbúðarhús úr bjálkum.
Umsókn nr. 990150
040355-7749 Einar Hallgrímsson
Heiðarvegi 60 900


Einar Hallgrímsson og Margrét Grétarsdóttir sækja um lóð til skipulags- og byggingarnefndar á byggingarreit á
Draumbæjarlandinu skv. tillögu að skipulagi svæðisins. Áætla umsækjendur að byggja þar íbúðarhús úr bjálkum.


Nefndin samþykkir úthlutun lóðar með fyrirvara um staðfestingu Skipulagsstofnunar á nýju deiliskipulagi
"Ofanbyggjarasvæðisins". Nefndin áréttar að allar framkvæmdir eru óheimilar á svæðinu þar til staðfest skipulag
liggur fyrir. Þegar það liggur fyrir verður erindið tekið til endanlegrar afgreiðslu.
Stefán Jónasson lýsir yfir andstöðu sinni við ofangreinda afgreiðslu, og tekur undir tillögu V-listans á fundi
bæjarstjórnar dags. 11. október s.l. Sú tillaga var svohljóðandi: "Bæjarstjórn samþykkir að í framhaldi af samþykkt
deiliskipulags fyrir Ofanbyggjarasvæðið verði lóðir undir íbúðarhús þar auglýstar lausar til úthlutunar. Eftir að
umsóknarfrestur er liðinn verði síðan tekin afstaða til úthlutunarinnar."


8. Ofanbyggjarasvæði, Umsókn um lóð fyrir sumarhús
Umsókn nr. 990151
140334-4569 Ingibjörg Jónsdóttir
Eystra-Þorlaugargerði 900


Ingibjörg Jónsdóttir sækir um lóð til skipulags- og bygginganefndar fyrir byggingu sumarhús á landi Eystra-Þorlaugargerðis, skv.
tillögu að skipulagi svæðisins.


Nefndin samþykkir úthlutun lóðar með fyrirvara um staðfestingu Skipulagsstofnunar á nýju deiliskipulagi
"Ofanbyggjarasvæðisins". Nefndin áréttar að allar framkvæmdir eru óheimilar á svæðinu þar til staðfest skipulag
liggur fyrir. Þegar það liggur fyrir verður erindið tekið til endanlegrar afgreiðslu.
Stefán Jónasson lýsir yfir andstöðu sinni við ofangreinda afgreiðslu, og tekur undir tillögu V-listans á fundi
bæjarstjórnar dags. 11. október s.l. Tillagan er svohljóðandi: "Bæjarstjórn samþykkir að í framhaldi af samþykkt
deiliskipulags fyrir Ofanbyggjarasvæðið verði lóðir undir íbúðarhús þar auglýstar lausar til úthlutunar. Eftir að
umsóknarfrestur er liðinn verði síðan tekin afstaða til úthlutunarinnar."


9. Strandvegur 47, Viðbótarlóð v/fyrirhugaðrar stækkunar félagsheimilis.
Umsókn nr. 990144 (01.84.130.470)
690395-2079 Oddfellow, húsfélag
Strandvegi 45 900


Oddfellow, húsfélag, sækir um viðbótarlóð til skipulags- og bygginganefndar til suðurs frá lóð sinni að Strandvegi 47, sbr.
meðfylgjandi afstöðumynd sýnir.
Áætlað er að byggja viðbyggingu 7 metra til suðurs frá núverandi suðurgafli félagsheimilisins og einnig til austurs.
Samþykki nágranna að Miðstræti 24 liggur fyrir afsölun hluta lóðar sinnar til Oddfellow húsfélags, ásamt samþykki fyrir
fyrirhugaðri viðbyggingu, sbr. meðfylgjandi afrit af samningi Oddfellow húsfélags og eigenda að Miðstræti 24 sýnir.
Oddfellow húsfélag hefur áður fengið úthlutað viðbótarlóð á fundi skipulags- og bygginganefndar þann 25. maí s.l., þ.e. sex
metra til austurs og 0,5 metra til suðurs.

Umsótt lóðarstærð : 66,4 m2


Nefndin samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingafulltrúa að ganga frá nýjum lóðarleigusamningi fyrir
Strandveg 47.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Lóðargjöld : 13.878, -


10. Vestmannabraut 61, Umsókn um lóð fyrir íbúðarhús.
Umsókn nr. 990139 (01.92.330.610)
211148-4469 Páll Agústsson
Smáragötu 14 900


Páll G. Ágústsson sækir um lóð til skipulags- og bygginganefndar að Vestmannabraut 61 sbr. meðfylgjandi afstöðumynd sýnir.
Lóðinni var úthlutað í fyrsta skiptið 26. júlí 1995, aftur 4. október 1995, og loks þann 29. júlí 1998 en lóðarhafar hafa allir
afsalað sér lóðinni.

Stærð lóðar: 472 m2


Nefndin samþykkir erindið.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Lóðargjöld : kr. 98.648, -


11. Vesturvegur 18 - Sambýlishús - Verslunarhús, Stækkun á athafnasvæði verslunarinnar Vöruval.
Umsókn nr. 990138 (01.93.330.180 01)
660393-2779 Vöruval hf
Vesturvegi 18 900


Ingimar Georgsson f.h. verslunarinnar Vöruval sækir um viðbótarlóð fyrir verslun sína að Vesturvegi 18, sbr. meðfylgjandi
afstöðumynd sýnir.
Sótt er um stækkun athafnasvæðis verslunarinnar og jafnframt mun umsækjandi heimila eiganda Vesturvegar 20 afnot að lóðinni
eins og þurfa þykir.


Nefndin frestar erindinu og felur skipulags- og byggingafulltrúa að ræða við umsækjanda.


12. Útskrift úr fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja, Bréf Skipulagsstofnunar vegna breytingar á aðalskipulagi
Vestmannaeyja v/Brekkuhúss.
Umsókn nr. 990143
690269-0159 Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu 902


Bæjarráð Vestmannaeyja vísar bréfi Skipulagsstofnunar dags 11. október s.l. til skipulags- og bygginganefndar, varðandi
breytingu á aðalskipulagi Vestmannaeyja v/Brekkuhúss, frá fundi sínum þann 18. október s.l.


Nefndin hefur móttekið erindið, varðandi staðfestingu á breytingu á aðalskipulagi Vestmannaeyja í kringum
Brekkuhús. Breytingin var undirrituð af umhverfisráðherra þann 4. október 1999.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.


13. Útskrift úr fundargerð bæjarstjórnar, Fundir skipulags- og bygginganefndar: a) 10. september s.l., 1. mál. b) 15.
september s.l., 1. mál.
Umsókn nr. 990142
690269-0159 Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu 902


Bæjarstjórn Vestmannaeyja vísar tveimur málum til skipulags- og bygginganefndar frá fundi sínum þann 11. október s.l.
a)Bæjarstjórn Vestmannaeyja vísar til skipulagsnefndar tillögu varðandi 1. mál fundar þann 10. september s.l., bréf íbúa að
Heiðarvegi 58 vegna hraðatakamarkana.
Tillaga minnihluta bæjarstjórnar Vestmannaeyja er svohljóðandi:
"Bæjarstjórn samþykkir að settar verði annarskonar hraðahindranir á þeim stöðum þar sem þær hafa valdið íbúum verulegum
óþægindum."

b)Bæjarstjórn Vestmannaeyja vísar til skipulagsnefndar tillögu varðandi 1. mál fundar þann 15. september s.l., tillaga
bæjarstjóra að skipulagi Ofanbyggjarasvæðis.
Tillaga minnihluta bæjarstjórnar Vestmannaeyja er svohljóðandi:
"Bæjarstjórn samþykkir að í framhaldi af samþykkt deiliskipulags fyrir Ofanbyggjarasvæðið verði lóðir undir íbúðarhús þar
auglýstar lausar til úthlutunar. Eftir að umsóknarfrestur er liðinn verði síðan tekin afstaða til úthlutunarinnar."


Nefndin ítrekar fyrri afgreiðslur sínar á ofangreindum erindum þ.e.:
a) "Nefndin hefur móttekið erindið og bendir á að hraðatakmarkanir á umræddum gatnamótum,
Heiðarvegur/Kirkjuvegur, eru enn á reynslutíma."
b) "Nefndin samþykkir tillögu Guðjóns Hjörleifssonar bæjarstjóra að nýju deiliskipulagi fyrir Ofanbyggjarasvæðið
með áorðnum breytingum frá fundi þann 10. september s.l. Tillagan er hér meðfylgjandi þ.e. greinargerð og
uppdráttur á afstöðumynd, merkt fylgiskjöl nr. 1 og nr. 2." Einnig vísar nefndin til afgreiðslu 6., 7. og 8. máls hér að
framan.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.


14. Vesturvegur 31, Bygging bílskúrs.
Umsókn nr. 990070 (01.93.330.310)
120554-3879 Bjarni Kristmundsson
Vesturvegi 31 900


Varðar 8. mál frá fundi skipulags- og bygginganefndar þann 12. ágúst s.l.
Bjarni Kristmundsson og Nongluck Vongsasom sækja um leyfi skipulags- og bygginganefndar til að byggja bílskúr úr timbri á
lóð Vesturvegar 31, samkvæmt meðfylgjandi teikningum Teiknistofu PZ ehf.

Nefndin hafnaði upphaflegri tillögu að staðsetningu bílskúrs vestan húss, en vísaði á staðsetningu sunnan húss og aðkeyrslu þá
frá Herjólfsgötu.
Umsækjandi sækir nú um leyfi fyrir bílskúr sbr. tilmæli nefndarinnar sögðu til um.

Nefndin var hlynnt erindinu þann 12. ágúst s.l. og óskaði eftir grenndarkynningu vegna samþykkis meðeiganda Vesturvegar 31
og nágranna að Herjólfsgötu 12.

Grenndarkynning var send húseigendum að Vesturvegi 31 og Herjólfsgötu 12. Frestur til að skila inn athugasemdum rann út
þann 21. september s.l., og bárust engar skriflegar athugasemdir.


Nefndin samþykkir erindið. Bílgeymslan skal vera útbúin sbr. 112. og 113. gr. byggingareglugerðar nr. 441/1998, þ.e.
gr. 113.3: "Ef bílageymsla er nær lóðarmörkum en 3m skal veggur sá er snýr að lóðarmörkum vera REI-90.
Veggurinn skal vera án opa og ná upp að ystu þakklæðningu." Skila skal inn teikningu af endanlegu útliti
bílgeymslunnar með ofangreindum atriðum, þ.e. uppbygging útveggja og endanlegt útlit. Skila skal einnig inn
skráningartöflu fyrir bílgeymsluna.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld : kr. 5.220, -


15. Vesturvegur 5a - Baldurshagi, Umsókn um byggingaleyfi fyrir nýbyggingu við Vesturveg 5a, Baldurshagalóðin.

Umsókn nr. 980133
120742-3379 Páll Hjaltdal Zóphóníasson
Smáragötu 15 900


Varðar 3. mál frá fundi bygginganefndar þann 23.11. 1994 og 5. mál frá fundi skipulagsnefndar þann 10. desember 1998.
Þá sóttu Páll Zóphóníasson og Sigurjón Pálsson um að nefndin tæki upp tillögur þeirra að byggingu á Vesturvegi 5a
(Baldurshagalóðin). Tillaga að byggingu og skipulagi á svæðinu er eftir Pál Zóphóníasson. Páll Zóphóníasson og Sigurjón
Pálsson sóttu þá um leyfi skipulagsnefndar til að byggja á Baldurshagalóðinni, Vesturvegur 5a, samkvæmt teikningum,
hugmyndum að skipulagi svæðisins og erindi frá ofangreindum aðilum þann 10.11. 1994.

Þann 10. desember óskaði nefndin eftir fundi sem fyrst með hagsmunaðilum á miðbæjarsvæðinu.
Á fundi nefndarinnar þann 4. mars s.l. var erindi Páls Zóphóníassonar og Sigurjóns Pálssonar tekið fyrir, 3. mál, þar er nefndin
hlynnt því að leyfð verði bygging á Baldurshagalóðinni. Nefndin heimilaði þar umsækjendum að leggja fram teikningar af
byggingu á áðurnefndri lóð þegar skilmálar skipulagsnefndar lægju fyrir. Þeir skilmálar lágu fyrir um miðjan maí og voru kynntir
umsækjendum strax þann 2. júní s.l.

Nú leggja umsækjendur fyrir umbeðnar teikningar af húsi sem og umsókn um leyfi til að byggja á umræddri lóð.


Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um lausn á fyrirkomulagi bílastæða sbr. 64. gr. byggingareglugerðar og
lækkun á risi hússins. Í framhaldinu verður erindið sent í grenndarkynningu sbr. gr. 12.5 í byggingareglugerð nr.
73/1997.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

 

16. Vesturvegur 26 - Bílskúr/skúr, Breyta bílskúr í skóvinnustofu
Umsókn nr. 990131 (01.93.330.260 03)
180270-5079 Magnús Benónýsson
Faxastíg 33 900


Varðar 11. mál frá fundi skipulags- og bygginganefndar þann 10. september s.l.
Magnús Benónýsson sækir um leyfi skipulags- og bygginganefndar til að breyta bílskúr að Vesturvegi 26 í skóvinnustofu, skv.
meðfylgjandi teikningu.

Nefndin frestaði erindinu þar til niðurstöður grenndarkynningar væru ljósar.

Grenndarkynning var send húseigendum að Vesturvegi 18, 19, 20, 21, 22, 23, 27, 28, 29, 30, 32 og 34, alls 15 eigendur.
Frestur til að skila inn athugasemdum rann út þann 27. september s.l., og bárust engar skriflegar athugasemdir.


Nefndin samþykkir erindið, og skulu vera tvær óháðar útgönguleiðir úr rýminu sbr. 158. gr. byggingareglugerðar nr.
73/1997. Skv. eldri teikningum eru tvær óháðar útgönguleiðir að norðan og að sunnan. Skila skal inn grunnmynd af
rýminu þar sem kemur fram skipulag innanhúss og útgönguleiðir merktar inn á. Sömuleiðis skal merkja þar inn á
bílastæði fyrir starfsemina, en skv. 64. gr. byggingareglugerðar skal sjá fyrir a.m.k. 1 bílastæði pr. 50 m2 húsnæðis.
Ofangreind gögn skulu hafa borist fyrir 15. nóvember n.k.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld : kr. 2.500, -

 

17. Klettsvík, Strengja net milli Ystakletts og Heimakletts
Umsókn nr. 990141
600798-2009 Ocean Futures samtökin (Lögmenn sf.)
Skólavörðustíg 6B 121


Ocean Futures samtökin sækja um leyfi skipulags- og bygginganefndar til að strengja net milli Ystakletts og Heimakletts og
girða þannig Klettsvíkina af, sbr. meðfylgjandi teikningar sýna.
Netið verður lítt sýnilegt ofansjávar en reka þarf fleyga í sjávarbotn og klettana að austan og vestan, til þess að fá festingu fyrir
netið. Fleygar þessir eru ekki sjáanlegir utan þeir efstu.


Nefndin frestar erindinu og óskar eftir áliti hafnarstjórnar.


18. Áshamar 32 - Sambýlishús, Rífa húseigina
Umsókn nr. 990146 (01.04.130.320 01)
690269-0159 Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu 902


Vestmannaeyjabær sótti um leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að rífa húseigina Áshamar 32. Um er að ræða húseign sem
brann og er óskað eftir heimild til að rífa það sem eftir stendur.

Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 26. október s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Vestmannaeyjabæ að rífa húseigina Áshamar 32. Ganga skal frá sökkli þ.a. ekki skapist
hætta af og skilja snyrtilega við svæðið þ.e. ekkert lauslegt skilið eftir.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld : kr. 2.500, -

 

19. Brekastígur 19 - Sambýlishús, Klæða hús að utan með bárujárni
Umsókn nr. 990134 (01.14.030.190 01)
270169-3769 Hörður Arsæll Ólafsson
Brekastíg 19 900


Hörður Ársæll Ólafsson sótti um leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að klæða húseign sína að utan, að Brekastíg 19, með
bárujárni skv. teikningum Teiknistofu PZ ehf. Einnig er sótt um að settur verði stigapallur af 1. hæð fyrir inngang á 2. hæð.

Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 15. september s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Herði Á. Ólafssyni að klæða húseign sína að utan að Brekastíg 19 og setja upp stigapall
fyrir inngang á 2. hæð, sbr. teikningar segja til um.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld: kr. 2.500, -

 

20. Dalavegur 160560 - Bílskúr/skúr, Breyta og lyfta þaki á bílskúr/skúr
Umsókn nr. 990140 (01.17.034.800 02)
220946-7899 Kristín Valtýsdóttir
Dalaveg (Lukka) 900


Kristín Valtýsdóttir sótti um leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að breyta og lyfta þaki á bílskúr/skúr við Dalaveg (Lukku),
skv. meðfylgjandi teikningu.

Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 30. september s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Kristínu Valtýsdóttur að breyta og lyfta þaki á bílskúr/skúr við Dalaveg (Lukku), sbr.
teikning segir til um.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld kr. 3.619, -

 

21. Fífilgata 5 - Sambýlishús - Íbúð á hæð, Byggja kvist í norður og breyta gluggum.
Umsókn nr. 990135 (01.22.730.050 01)
250658-4869 Valdimar Guðmundsson
Fífilgötu 5 900


Valdimar Guðmundsson og Matthildur Sveinsdóttir sóttu um leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að byggja kvist í norður á
rishæð og breyta gluggum á 2. og rishæð Fífilgötu 5, skv. teikningum Ágústs Hreggviðssonar.

Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 27. september s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Valdimari Guðmundssyni og Matthildi Sveinsdóttur að byggja kvist í norður á rishæð og
breyta gluggum á 2. og rishæð Fífilgötu 5, sbr. teikningar segja til um. Björgunarop skulu uppfylla ákvæði 159. gr.
byggingareglugerðar nr. 441/1998, þ.e. þar sem efri brún björgunaropa er meira en 2,0 metrum yfir jörðu. Í gr. 159.2 segir svo:
"Samanlögð hæð og breidd björgunarops skal a.m.k. vera 1,50 m. Ef um er að ræða hliðarhengdan glugga, hlera eða
renniglugga skal breidd opsins vera a.m.k. 0,50 m. Í öðrum tilvikum skal breiddin vera a.m.k. 0,60 m. Hæð má aldrei vera
minni en 0,60 m. Þar sem neðri brún björgunarops er minna en 2,0 m yfir jörð skal lágmarksstærð þess vera 0,50 * 0,50 m."
Afgreiðsla þessi miðast við að björgunarop verði færð í réttar stærðir skv. ákvæðum reglugerðarinnar.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld : kr. 3.301, -

 

22. Friðarhöfn, Byggja verkfærahús
Umsókn nr. 990145 (01.25.736.000)
510169-1829 Eimskipafélag Íslands hf
Pósthússtræti 2 101


Eimskipafélag Íslands hf sótti um leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að byggja verkfærahús á lóð sinni á Binnabryggju við
Friðarhöfn, skv. teikningum Teiknistofu PZ ehf.

Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 30. september s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Eimskipafélagi Íslands hf að byggja verkfærahús á lóð sinni á Binnabryggju við
Friðarhöfn, sbr. teikningar segja til um.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld : kr. 4.565, -

 

23. Hásteinsvegur 5 - Sambýlishús - Íbúð í risi, Innanhússbreytingar, breytingar á gluggum og nýir þakgluggar.
Umsókn nr. 990148 (01.34.330.500 01)
070664-4299 Sigurbjörn Arnarson
Hásteinsvegi 5 900


Sigurbjörn Arnarson sótti um leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að gera innanhússbreytingar, breyta gluggum og setja nýja
þakglugga á rishæð Hásteinsvegar 5, skv. teikningu Valgeirs Jónassonar.

Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 29. október s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Sigurbirni Arnarsyni að gera breytingar innanhúss, breyta gluggum og setja nýja
þakglugga á rishæð Hásteinsvegar 5, sbr. teikningar segja til um. Björgunarop skulu uppfylla ákvæði 159. gr.
byggingareglugerðar nr. 441/1998, þ.e. þar sem efri brún björgunaropa er meira en 2,0 metrum yfir jörðu. Í gr. 159.2 segir svo:
"Samanlögð hæð og breidd björgunarops skal a.m.k. vera 1,50 m. Ef um er að ræða hliðarhengdan glugga, hlera eða
renniglugga skal breidd opsins vera a.m.k. 0,50 m. Í öðrum tilvikum skal breiddin vera a.m.k. 0,60 m. Hæð má aldrei vera
minni en 0,60 m."
Afgreiðsla þessi miðast við að björgunarop verði færð í réttar stærðir skv. ákvæðum reglugerðarinnar.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld : kr. 2.500, -


24. Höfðaból, Byggja tvö lítil hús á lóð Höfðabóls, þ.e. hlaðin hús úr grjóti og torfi með innri tréramma og forhlið
úr sama efni.
Umsókn nr. 990137
010344-4259 Árni Johnsen
Höfðabóli 900


Árni Johnsen sótti um leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að byggja tvö lítil hús á lóð Höfðabóls, þ.e. hlaðin hús úr grjóti og
torfi með innri tréramma og forhlið úr sama efni.
Annað húsið er ætlað sem fjölnota smiðja, liðlega 30 m2 að grunnfleti með hlöðnum veggjum úr grjóti. Staðsetning hússins er
áætluð u.þ.b. 25 metra norðnorðvestan við Höfðaból í slakka á milli hóla þ.a. húsið falli inn á milli hólanna, sem eru norðan,
austan og sunnan við hússtæðið.
Hitt húsið er hugsað sem lítil kapella úr torfi, grjóti og timbri, u.þ.b. 8 m2 að stærð, hlaðið úr steinum. Byggingin er hugsuð í
sama anda og kapellur sem talið er að hafi verið bæði á Kirkjubæ og Ofanleiti fyrr á öldum. Staðsetning kapellunnar er ætluð
10-20 m sunnan við tjörnina, nálægt miðju í landi Höfðabóls.

Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 20. september s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Árna Johnsen að byggja tvö lítil hús á lóð Höfðabóls, þ.e. hlaðin hús úr grjóti og torfi
með innri tréramma og forhlið úr sama efni, sem að ofan greinir. Leyfi þetta er háð því að teikning af fyrirhuguðum húsum ásamt
afstöðumynd verði skilað inn til skipulags- og byggingafulltrúa, sem og endanleg staðsetning húsanna verði í samráði við
skipulags- og byggingafulltrúa.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld : kr. 2.500, -

 

25. Sjóveitutankur á Skansinum, Innrétta salernisaðstöðu fyrir stafkirkju og Landlyst
Umsókn nr. 990149
690269-0159 Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu 902


Vestmannaeyjabær sækir um leyfi skipulags- og bygginganefndar til að innrétta salernisaðstöðu í gamla sjóveitutankinum, fyrir
stafkirkju og Landlyst, skv. teikningum Teiknistofu PZ ehf.

Á fundi nefndarinnar þann 10. september s.l. var tekin fyrir endurbygging Landlystar sem og staðsetning salerna. Afgreiðslan var
sem hér segir:
"Nefndin samþykkir endurbyggingu Landlystar og óskar eftir skráningartöflu hússins. Nefndin samþykkir einnig staðsetningu
salernisaðstöðu í rústum gamla tanksins, en með þeim fyrirvara að útlit hans verði óskert og inngangur verði á vesturhluta
rústanna. Nefndin óskar eftir að inngangur verði útfærður þannig að hann verði ekki í gegnum veggi rústanna heldur fyrir utan og
inn í hraunið."

Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 1. október s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Vestmannaeyjabæ að innrétta salernisaðstöðu í gamla sjóveitutankinum, fyrir stafkirkju
og Landlyst, sbr. meðfylgjandi teikningar segja til um. Ítrekað er ákvæði nefndarinnar frá afgreiðslu nefndarinnar þann 10.
september s.l., þ.e. "að innangur verði útfærður þannig að hann verði ekki í gegnum veggi rústanna heldur fyrir utan og inn í
hraunið." Þarna er átt við að sjálfur tankurinn líti út fyrir að vera óskertur en í kringum innganginn verði sett hraungrjót í
útveggina til að uppfylla ofangreint ákvæði.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld : kr. 5.113, -

 


 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159