20.10.1999

Umhverfis- og heilbrigðisnefnd

 
Umhverfis- og heilbrigðisnefnd 20. Október 1999 Umhverfis- og heilbrigðisnefnd 20. Október 1999
Fundur 20.10.99, kl:12:00.

Mætt voru: Drífa Krisjánsdóttir (DK), Einar Steingrímsson (ES), Lára Skæringsdóttir (LS), Sigmar Hjartarson (SH).
1. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands
Fyrir lá til kynningar fundargerð 11. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands á Kirkjubæjarklaustri, 24.09. s.l.
2. Ný gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Suðurlands
Fyrir lágu til kynningar drög að gjaldskrá fyrir starfssvæði Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
3. Hraun og menn
Fyrir lá listi yfir listaverk og staðsetningu þeirra og óskað eftir staðfestingu á staðsetningu þeirra.
Nefndin tekur undir athugasemdir skipulagsnefndar varðandi staðsetningu tveggja verka: "Hraunpendúll í gálga" og "Uppstilling hrauns". Einnig vill nefndin gera athugasemd við staðsetningu verksins "Uppröðun hrauns" í Hlíðarbrekku og fer fram á að athugað verði hvort önnur staðsetning sé möguleg.
4. Starfsleyfi og önnur leyfi
4.1. Fyrir lágu drög að starfsleyfi fyrir Sorporkustöð Vestmannaeyja.
Frestur til að gera athugasemdir rann út 30. ágúst s.l. Hollustuvernd ríkisins bárust einungis fáar athugasemdir sem teknar hafa verið til greina við útgáfu starfsleyfis.
4.2. Fyrir lá umsókn frá "Jesús 2000" um afnot af Herjólfsdal fyrir útisamkomu dagana 19.-26. júní árið 2000.
Nefndin fagnar því að fá svo stóra samkomu til Eyjanna en óskar eftir frekari upplýsingum um stærð og fyrirkomulag samkomunnar.
5. Eftirlit, rannsóknir og umsagnir.
Eftirtalin erindi hafa borist til umsagnar hjá Heilbrigðisfulltrúa:
5.1. Gistiheimili v/Miðstræti, teikningar til umsagnar.
5.2. Áhaldageymsla Eimskipa.
5.3. Hreinlætisaðstaða við orlofshús að Ofanleiti.
6. Lög og reglur.
Eftirfarandi er yfirlit yfir stjórnsýslugerðir sem gefnar hafa verið út frá síðasta fundi:
6.1. Samþykkt um skilti í lögsögu Vestmannaeyja.
7. Önnur mál.
7.1. Ónýtar og númerslausar bifreiðar. Ákveðið var að gera átak í því að láta fjarlægja ónýtar og númerslausar bifreiðar í bænum og nágrenni.

Fundi slitið kl. 13:10.
 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159