15.09.1999

Skipulagsnefnd 15. September

 
Skipulagsnefnd 15. September 1999 Skipulagsnefnd 15. September 1999 1422. fundur 1999

Ár 1999, miðvikudaginn 15. september kl. 17:00 var haldinn 1422. fundur skipulags- og bygginganefndar Vestmannaeyja.
Þessir sátu fundinn: Helgi Bragason, Bjarni Guðjón Samúelsson, Skæringur Georgsson og Stefán Óskar Jónasson. , Drífa
Kristjánsdóttir. Einnig sátu fundinn: Guðjón Hjörleifsson, Ólafur Ólafsson og Ingi Sigurðsson. Ritari var Drífa Kristjánsdóttir.

Þetta gerðist:


1. Ofanbyggjarasvæði, Tillaga að skipulagi "Ofanbyggjarasvæðis".
Umsókn nr. 990127
690269-0159 Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu 902


Varðar 3. mál frá fundi skipulags- og bygginganefndar þann 10. september s.l.
Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri leggur fram tillögu að skipulagi "Ofanbyggjarasvæðisins", skv. meðfylgjandi greinargerð og
afstöðumynd.
Nefndin frestaði erindinu og boðaði til sérstaks aukafundar.


Nefndin samþykkir tillögu Guðjóns Hjörleifssonar bæjarstjóra að nýju deiliskipulagi fyrir Ofanbyggjarasvæðið með
áorðnum breytingum frá fundi þann 10. september s.l. Tillagan er hér meðfylgjandi þ.e. greinargerð og uppdráttur á
afstöðumynd, merkt fylgiskjöl nr. 1 og nr. 2.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.


2. Svæði fyrir byggingu íbúðarhúsa úr bjálkum, Tillaga að svæði fyrir byggingu bjálkahúsa sem íbúðarhús.
Umsókn nr. 990133
690269-0159 Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu 902


Skipulags- og bygginganefnd fjallar um möguleg svæði fyrir byggingu bjálkahúsa sem íbúðarhús/heilsárshús. Umfjöllun er í
kjölfar sífellt fleiri fyrirspurna um byggingu slíkra íbúðarhúsa á Heimaey.

Á fundi nefndarinnar þann 10. september s.l., 4. mál, var ein slík umsókn tekin fyrir. Í afgreiðslu nefndarinnar á því erindi var
lögð fram tillaga að svæði fyrir bjálkahús í austurbænum,sem verður kynnt nágrönnum, og að því loknu mun niðurstaða liggja
fyrir.


Nefndin samþykkir að gert verði ráð fyrir byggingu timburhúsa/bjálkahúsa á íbúðasvæði merkt ÍB-5.2 á
aðalskipulagsuppdrætti. Um er að ræða svæðið austan Höfðavegar og sunnan Stapavegar sbr. meðfylgjandi skipulag
sýnir, merkt fylgiskjal nr. 3.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.


3. Ofanleiti, Umsókn um svæði fyrir heilsárs orlofshús
Umsókn nr. 990126
500596-2449 Innex ehf.
Hrísum, Eyjafirði 601


Varðar 7. mál frá fundi skipulags- og bygginganefndar þann 10.september s.l.
Innex ehf sækir um svæði milli Ofanleitis og Stapavegar fyrir áætlaða byggingu heilsárs orlofshúsa, skv. meðfylgjandi teikningum
af slíkum húsum.
Stefna félagsins er að byggja orlofshúsasvæði í líkingu við það sem félagið gerði í Eyjafirði og síðan að tengja þessi svæði saman
ásamt fleiru í sameiginlegan pakka til markaðssetningar hérlendis sem erlendis. Beiðni þessi er vegna gífurlegrar aukningar í
ferðaiðnaði hér á landi sem annars staðar.
Nefndin frestaði erindinu og boðaði til sérstaks aukafundar.


Nefndin er hlynnt umsókn Innex ehf um svæði fyrir byggingu heilsárshúsa sbr. bréf dags. 1. september s.l. Nefndin
leggur fram tillögu að svæði fyrir slík orlofshús og heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að skipulagi orlofshúsa
á því svæði sem lagt er til. Afstöðumynd af ofangreindu svæði "Tillaga að svæði fyrir sumarhús" er hér meðfylgjandi
og merkt sem fylgiskal nr. 3. Þegar tillaga að skipulagi svæðisins liggur fyrir þá mun málið verða tekið fyrir að nýju til
frekari afgreiðslu.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.


 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159