10.09.1999

Skipulagsnefnd 10. September

 
Skipulagsnefnd 10. September 1999 Skipulagsnefnd 10. September 1999 1421. fundur 1999

Ár 1999, föstudaginn 10. september kl. 12:00 var haldinn 1421. fundur skipulags- og bygginganefndar Vestmannaeyja. Þessir
sátu fundinn: Ingi Sigurðsson , Helgi Bragason, Bjarni Guðjón Samúelsson, Sigurður Smári Benónýsson, Skæringur Georgsson
og Stefán Óskar Jónasson. Einnig sátu fundinn: Guðjón Hjörleifsson og Ólafur Ólafsson. Ritari var Ingi Sigurðsson.

Þetta gerðist:


1. Heiðarvegur 58, Ósk um að fjarlægja hraðatakmarkanir á Heiðarvegi fyrir neðan gatnamótin
Heiðarvegur/Kirkjuvegur.
Umsókn nr. 990123 (01.35.530.580)
200944-3649 Sigurður Guðmundsson
Heiðarvegi 58 900


Sigurður Guðmundsson og Ester Kristjánsdóttir húseigendur að Heiðarvegi 58 fara þess á leit við skipulags- og bygginganefnd
að fjarlægðar verði hraðatakmarkanir á Heiðarvegi fyrir neðan gatnamótin Heiðarvegur/Kirkjuvegur.
Kvartað er undan hávaða inn í hús þeirra og einnig bent á þá stórhættu sem skapast af því að sumir bílar sveigja framhjá
hindrununum og aka þá yfir á öfugan vegarhelming.


Nefndin hefur móttekið erindið og bendir á að hraðatakmarkanir á umræddum gatnamótum,
Heiðarvegur/Kirkjuvegur, eru enn á reynslutíma.


2. Heiðarvegur/Strandvegur/Skildingavegur, Umsókn um uppsetningu umferðarljósa og þrenging gatnamótanna
Umsókn nr. 990130
690269-0159 Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu 902


Varðar 3. mál frá fundi skipulagsnefndar þann 19. febrúar 1998.
Ólafur Ólafsson bæjartæknifræðingur, f.h. Vestmannaeyjabæjar, sækir um leyfi skipulags- og bygginganefndar til að setja upp
umferðarljós á gatnamótin Heiðarvegur/Strandvegur/Skildingavegur, skv. teikningum Teiknistofunnar Þverá.

Afgreiðsla erindis frá 19. febrúar 1998 tengt ofangreindum umferðarljósum var svohljóðandi:
"Nefndin hefur þegar samþykkt umferðarljós á gatnamótum Heiðarvegar og Strandvegar. Þegar hafa verið gerðar endurbætur á
gatnamótum Kirkjuvegar og Illugagötu, og telur nefndin ekki þörf á umferðarljósum til að auka umferðaröryggi að svo stöddu."

Breytingin á framkvæmdinni felst í breyttri lögun gatnamótanna með þrengingum, og felst núverandi umsókn aðallega í því.


Nefndin samþykkir erindið.


3. Ofanbyggjarasvæði, Tillaga að skipulagi "Ofanbyggjarasvæðis".
Umsókn nr. 990127
690269-0159 Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu 902


Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri leggur fram tillögu að skipulagi "Ofanbyggjarasvæðisins", skv. meðfylgjandi greinargerð og
afstöðumynd.


Nefndin frestar erindinu og boðar til aukafundar miðvikudaginn 15. september n.k.


4. Austurgerði 4, Umsókn um lóð að Austurgerði 4
Umsókn nr. 990125
121171-3419 Magnús Gauti Þrastarson
Hásteinsvegi 36 900


Magnús Gauti Þrastarson sækir um lóð að Austurgerði 4 til skipulags- og bygginganefndar til að byggja íbúðarhús úr bjálkum,
skv. meðfylgjandi teikningum frá Bjálkahúsum ehf.

Stærð lóðar: 810 m2


Nefndin er hlynnt erindinu en mun kynna nágrönnum fyrirhuguð áform um nýtingu lausra lóða við Austurgerði. Að því
loknu mun erindið verða tekið til endanlegrar afgreiðslu.


5. Bessahraun, Umsókn um lóð fyrir raðhús
Umsókn nr. 990128
240950-3169 Arngrímur Magnússon
Höfðavegi 49 900


Arngrímur Magnússon sækir um lóð til skipulags- og bygginganefndar austan við Bessahraun, skv. meðfylgjandi afstöðumynd.
Umsækjandi sækir um ofangreinda lóð til að byggja fimm til sex íbúða raðhús.

Stærð lóðar: ca. 2.000 m2


Nefndin frestar erindinu og felur skipulags- og byggingafulltrúa að ræða við umsækjanda.


6. Faxastígur 7 / Hásteinsvegur 14, Sótt um viðbótarlóð að Hásteinsvegi 14 fyrir Faxastíg 7.
Umsókn nr. 990120 (01.22.330.070)
031167-3889 Jarl Sigurgeirsson
Faxastíg 7 900


Varðar 2. mál frá fundi skipulags- og bygginganefndar þann 12. ágúst s.l.
Jarl Sigurgeirsson sækir um viðbótarlóð til skipulagsnefndar fyrir húseign sín að Faxastíg 7. Um er að ræða hluta úr auðri lóð að
Hásteinsvegi 14 sbr. meðfylgjandi afstöðumynd sýnir.
Umsækjandi er að sækjast eftir betra aðgengi að bílskúr sínum sem stendur á hluta lóðar að Hásteinsvegi 14.

Áætluð stærð viðbótarlóðar: 56,0 m2

Nefndin frestaði erindinu.


Nefndin hafnar erindinu þar sem sótt er um viðbótarlóð á lausri byggingalóð. Nefndin telur ekki mögulegt að skerða
lóð Hásteinsvegar 14 meira en stærð þeirrar lóðar er í dag.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.


7. Ofanleiti, Umsókn um svæði fyrir heilsárs orlofshús
Umsókn nr. 990126
500596-2449 Innex ehf.
Hrísum, Eyjafirði 601


Innex ehf sækir um svæði milli Ofanleitis og Stapavegar fyrir áætlaða byggingu heilsárs orlofshúsa, skv. meðfylgjandi teikningum
af slíkum húsum.
Stefna félagsins er að byggja orlofshúsasvæði í líkingu við það sem félagið gerði í Eyjafirði og síðan að tengja þessi svæði saman
ásamt fleiru í sameiginlegan pakka til markaðssetningar hérlendis sem erlendis. Beiðni þessi er vegna gífurlegrar aukningar í
ferðaiðnaði hér á landi sem annars staðar.


Nefndin frestar erindinu og boðar til aukafundar miðvikudaginn 15. september n.k.


8. Vestmannabraut 25, Sótt um viðbótarlóð vegna innkeyrslu að bílskúr/skúr.
Umsókn nr. 990117 (01.92.330.250)
130948-2949 Guðjón Róbert Sigurmundsson
Höfðavegi 43b 900


Varðar 3. mál frá fundi skipulags- og bygginganefndar þann 12. ágúst s.l.
Guðjón Róbert Sigurmundsson sækir um fyrir hönd eigenda að Vestmannabraut 25, um viðbótarlóð fyrir lóð nr. 25, samkvæmt
meðfylgjandi afstöðumynd. Sótt er um 3,0 m til vesturs inn á lóð nr. 27 svo heimkeyrsla sé möguleg að bílskúr. Áætlað er að
girða lóðarmörk að vestan og norðan ef umsókn verður samþykkt.

Áætlað stærð viðbótarlóðar: 56,0 m2

Nefndin frestaði erindinu.


Nefndin hafnar erindinu þar sem sótt er um viðbótarlóð á lausri byggingalóð. Nefndin telur ekki mögulegt að skerða
lausar lóðir við Vestmannabraut meira en stærð þeirra lóða er í dag.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

9. Landlyst við Skansinn, Endurbygging Landlystar og fyrirkomulag salerna.
Umsókn nr. 980134
690269-0159 Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu 902


Varðar 6. mál frá fundi nefndarinnar 28. apríl s.l., 1. mál frá 1. júní s.l. og 3. mál frá 1. júlí s.l.
Vestmannaeyjabær sækir um leyfi skipulags- og bygginganefndar til að endurbyggja Landlyst á því svæði sem nýtt skipulag af
svæðinu gerir ráð fyrir. Einnig er sótt um að byggja salernisaðstöðu fyrir svæðið í rústum gamla tanksins, skv. meðfylgjandi
afstöðumynd.

Á fundi nefndarinnar þann 1. júlí samþykkti nefndin tillögu nr. 2 varðandi skipulag svæðisins og einnig byggingu stafkirkjunnar
miðað við fyrirliggjandi teikningar Andersen og Irgens A/S frá Noregi. Tvö atriði voru ekki endanlega ákveðin í þeirri tillögu þ.e.
staðsetning Blátinds og salernisaðstaða á svæðinu. Nefndin lagði til að salernisaðstaða fyrir svæðið verði í kjallara sem verði
byggður undir Landlyst við endurbyggingu hennar. Skal sá kjallari vera niðurgrafinn fyrir utan inngang og glugga á salernin.
Nefndin lagði einnig til að Blátindur verði staðsettur á því svæði sem hann er sýndur og þá jafnvel talsvert vestar og standi á
þurru sbr. áætlanir útvegsbænda.


Nefndin samþykkir endurbyggingu Landlystar og óskar eftir skráningartöflu hússins. Nefndin samþykkir einnig
staðsetningu salernisaðstöðu í rústum gamla tanksins, en með þeim fyrirvara að útlit hans verði óskert og inngangur
verði á vesturhluta rústanna. Nefndin óskar eftir að innangur verði útfærður þannig að hann verði ekki í gegnum
veggi rústanna heldur fyrir utan og inn í hraunið.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld: kr. 7.300, -


10. Strandvegur 14A, Bréf v/afgreiðslu á byggingarleyfi lýsistanks.
Umsókn nr. 990122 (01.84.130.141)
660169-1219 Ísfélag Vestmannaeyja hf
Strandvegi 28 900


Varðar 4. mál frá fundi skipulags- og bygginganefndar þann 12. ágúst s.l.
Ísfélag Vestmannaeyja sendir inn svarbréf vegna afgreiðslu skipulags- og bygginganefndar dags. 12. ágúst s.l., þar sem ítrekað
er að framfylgt verði afgreiðslu skipulagsnefndar frá 3. desember 1998, varðandi skilyrði fyrir byggingu lýsistanks.
Nefndin féllst ekki á tillögu Ísfélags Vestmanneyja hf í bréfi dags. 20. júlí s.l., og ítrekaði afgreiðslu nefndarinnar frá 3. desember
1998. Nefndin ítrekaði að varnarþró ásamt tilheyrandi búnaði verði byggð hið fyrsta og eigi síðar en fyrir 1. maí árið 2000. Ef
þeim framkvæmdum verður ekki lokið fyrir þau tímamörk þá munu leggjast dagsektir á fyrirtækið kr. 50.000 pr. dag sbr. 210.
gr. byggingareglugerðar nr. 441/1998.

 

 

Nú liggur fyrir bréf Ísfélags Vestmannaeyja hf varðandi tillögu að bráðabirgðalausn á varnargirðingu í kringum nýjan lýsistank.


Nefndin samþykkir ofangreinda tillögu að bráðabirgðalausn og tekur afgreiðslan gildi þegar úttekt skipulags- og
byggingafulltrúa á framkvæmdunum liggur fyrir. Þegar sú úttekt liggur fyrir þá tekur gildi sú verk- og tímaáætlun sem
Ísfélag Vestmannaeyja hf lagði til í bréfi sínu dags. 29.06. 1999, og er sem hér segir:
" 1. Jafna út og gera svæðið tilbúið til framkvæmda á nýrri uppfyllingu. Lokið fyrir næstu áramót (1999-2000).
2. Flutningur á tönkum. Lokið fyrir 01.09. 2000.
3. Varnargirðing og frágangur á botnplötu. Lokið fyrir 01.09. 2001."
Ef úttekt skipulags- og byggingafulltrúa liggur ekki fyrir, þá er afgreiðsla nefndarinnar frá fundi 12. ágúst s.l. í fullu
gildi.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.


11. Vesturvegur 26 - Bílskúr/skúr, Breyta bílskúr í skóvinnustofu
Umsókn nr. 990131 (01.93.330.260 03)
180270-5079 Magnús Benónýsson
Faxastíg 33 900


Magnús Benónýsson sækir um leyfi skipulags- og bygginganefndar til að breyta bílskúr að Vesturvegi 26 í skóvinnustofu, skv.
meðfylgjandi teikningu.


Nefndin frestar erindinu þar til grenndarkynning liggur fyrir.


12. Ýmsar staðsetningar, Sótt um staðsetningar fyrir listaverk listamanna í verkefninu "Hraun og fólk".
Umsókn nr. 990119
690269-0159 Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu 902


Vestmannaeyjabær og Þróunarfélag Vestmannaeyja sækja um leyfi skipulags- og bygginganefndar til að staðsetja listaverk
listamanna í verkefninu "Hraun og fólk" á þeim stöðum sem getið er á lista meðfylgjandi bréfi dagsett 10. ágúst s.l.


Nefndin samþykkir staðsetningar listaverka sbr. bréf dags. 10. ágúst s.l., utan tveggja staðsetninga, þ.e.
"Hraunpendúll í gálga" og "Uppstilling hrauns". Nefndin óskar eftir tillögu að nýjum staðsetningum fyrir þessi tvö
listaverk þar sem núverandi staðsetningar eru ekki ásættanlegar. Erindinu er að öðru leyti vísað til umhverfis- og
heilbrigðisnefndar.


13. Flugvöllur 161593 - Flugstöðvarbygging, Fyrirkomulag bílastæða
Umsókn nr. 990132 (01.99.982.510 04)
550169-6819 Flugmálastjórn
Reykjavíkurflugvelli 101


Varðar 5. mál frá fundi skipulagsnefndar 30. apríl 1998.
Flugmálastjórn sótti þá um leyfi skipulagsnefndar til að stækka flugstöðina og breyta herbergjaskipan í húsnæðinu samkvæmt
teikningum Teiknistofunnar ehf. dags. 12.03. 1998. Um var að ræða stækkun um 218 m2 komusal, lagfæra salerni,
veitingaaðstöðu, koma fyrir nýjum innritunarborðum og lagfæra aðstöðu starfsfólks. Einnig á að endurnýja plötuklæðningu á
þaki og þakköntum.

Nefndin samþykkti breytingar á húsnæðinu en frestaði erindinu um skipulag lóðar vegna frekari upplýsinga varðandi bílastæði.

Nú liggur fyrir endanleg tillhögun lóðarinnar, þ.e. fyrirkomulag bílastæða, skv. afstöðumynd Teiknistofunnar hf dags. 03.08.
1999. Umsækjandi hefur haft samráð við bæjartæknifræðing um fyrirliggjandi tillögu að bílastæðum.

Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 8. september s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Flugmálastjórn að ganga frá bílastæðum við flugstöðina sbr. meðfylgjandi afstöðumynd
segir til um. Afgreiðsla þessi er í kjölfar afgreiðslu nefndarinnar á erindi Flugmálastjórnar á viðbyggingu stöðvarinnar.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

 

14. Skansinn, Staðsetja bát hjá væntanlegri stafkirkju.
Umsókn nr. 990034
560371-0209 Útvegsbændafélag Vestmannaeyja
Pósthólf 87 902


Varðar 2. mál frá fundi skipulagsnefndar þann 22. mars. s.l. og 3. mál frá fundi 1. júlí s.l.
Útvegsbændafélag Vestmannaeyja sækir um leyfi skipulagsnefndar um að gert verði ráð fyrir að koma fyrir bát hjá væntanlegri
stafkirkju við skipulag á Skansinum. Umsækjandi hefur hug á að koma fyrir bát á þessu svæði sem gæti verið safn- og
minjagripur um útgerð hér í Eyjum fyrr og síðar. Nánari útfærsla yrði unnin í samvinnu við skipulagsyfirvöld.

 

 

 

 

 

 

Nefndin fól byggingafulltrúa að ræða við bréfritara varðandi frekari upplýsingar vegna umfjöllunar þann 22. mars s.l.

Þann 1. júlí samþykkti nefndin skipulag svæðisins og þar er gert ráð fyrir staðsetningu Blátinds sbr. skipulagsuppdráttur sýnir.

Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 7. september s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja að koma fyrir bát á því svæði sem nýtt skipulag á
svæðinu kringju norsku stafkirkjuna gerir ráð fyrir, sbr. afgreiðsla skipulags- og bygginganefndar frá 1. júlí segir til um.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld: kr. 2.500, -

 

15. Túngata 27 - Einbýlishús, Fjarlægja skorstein
Umsókn nr. 990124 (01.88.930.270 01)
020565-3149 Ívar Atlason
Túngötu 27 900


Ívar Atlason sótti um leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að fjarlægja skorstein á húseign sinni að Túngötu 27, skv.
meðfylgjandi teikningu.

Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 17. ágúst s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilarÍvari Atlasyni að fjarlægja skorstein að Túngötu 27, sbr. meðfylgjandi teikningar segja til
um.

Byggingaleyfisgjöld: kr. 2.500, -

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159