12.08.1999

Skipulagsnefnd 12. Ágúst

 
Skipulagsnefnd 12. Ágúst 1999 Skipulagsnefnd 12. Ágúst 1999 1420. fundur 1999

Ár 1999, fimmtudaginn 12. ágúst kl. 16:00 var haldinn 1420. fundur skipulags- og bygginganefndar Vestmannaeyja. Þessir sátu
fundinn: Drífa , Helgi Bragason, Bjarni Guðjón Samúelsson, Baldvin K Kristjánsson og Stefán Óskar Jónasson. Einnig sátu
fundinn: Ingi Sigurðsson. Ritari var Drífa Kristjánsdóttir.

Þetta gerðist:


1. Strembugata 20 - Sambýlishús, Gera innkeyrslu frá Bröttugötu.
Umsókn nr. 990092 (01.84.330.200 01)
181076-5429 Júlíus G. Ingason
Strembugötu 20 900


Varðar 1. mál frá fundi skipulags- og bygginganefndar þann 1. júlí s.l.
Júlíus G. Ingason sækir um leyfi skipulagsnefndar til að gera innkeyrslu frá Bröttugötu að húseign sinni að Strembugötu 20, skv.
meðfylgjandi afstöðumynd.
Er miðað við að innkeyrslan komi milli húsa nr. 11 og 13 á Bröttugötu og fari meðfram lóðarmörkum á lóð nr. 13.
Umsækjandi á ekki auðveldan aðgang að húseign sinni sem er í kjallara Strembugötu 20, og er inngangur á norðurhlið hússins í
gegnum núverandi innkeyrslu.

Nefndin var hlynnt erindinu og óskaði eftir að grenndarkynning færi fram.

Svör nágranna við grenndarkynningu liggja nú fyrir.


Nefndin hafnar erindinu en varðandi frágang svæðisins þá er því vísað til tækni- og umhverfissviðs.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.


2. Faxastígur 7 / Hásteinsvegur 14, Sótt um viðbótarlóð að Hásteinsvegi 14 fyrir Faxastíg 7.
Umsókn nr. 990120 (01.22.330.070)
031167-3889 Jarl Sigurgeirsson
Faxastíg 7 900


Jarl Sigurgeirsson sækir um viðbótarlóð til skipulagsnefndar fyrir húseign sín að Faxastíg 7. Um er að ræða hluta úr auðri lóð að
Hásteinsvegi 14 sbr. meðfylgjandi afstöðumynd sýnir.
Umsækjandi er að sækjast eftir betra aðgengi að bílskúr sínum sem stendur á hluta lóðar að Hásteinsvegi 14.


Nefndin frestar erindinu.


3. Vestmannabraut 25, Sótt um viðbótarlóð vegna innkeyrslu að bílskúr/skúr.
Umsókn nr. 990117 (01.92.330.250)
130948-2949 Guðjón Róbert Sigurmundsson
Höfðavegi 43b 900


Guðjón Róbert Sigurmundsson sækir um fyrir hönd eigenda að Vestmannabraut 25, um viðbótarlóð fyrir lóð nr. 25, samkvæmt
meðfylgjandi afstöðumynd. Sótt er um 3,0 m til vesturs inn á lóð nr. 27 svo heimkeyrsla sé möguleg að bílskúr. Áætlað er að
girða lóðarmörk að vestan og norðan ef umsókn verður samþykkt.

Áætlað stærð viðbótarlóðar: 56,0 m2


Nefndin frestar erindinu.


4. Strandvegur 14A, Bréf frá Ísfélagi Vestmannaeyja varðandi ítrekun á varnarþró.
Umsókn nr. 990098 (01.84.130.141)
660169-1219 Ísfélag Vestmannaeyja hf
Strandvegi 28 900


Varðar 11. mál frá fundi skipulags- og bygginganefndar þann 1. júlí s.l.
Ísfélag Vestmannaeyja sendir inn svarbréf vegna ítrekunarbréfs byggingafulltrúa dags. 22. júní s.l., þar sem ítrekað er að
framfylgt verði afgreiðslu skipulagsnefndar frá 3. desember 1998, varðandi skilyrði fyrir byggingu lýsistanks.

Nefndin frestaði erindinu og óskaði eftir að Ísfélag Vestmannaeyja hf kæmi fram með bráðabirgðalausn varðandi varnarþró í
kringum núverandi lýsistank.

Svar fyrirtækisins liggur fyrir í bréfi dagsett 20. júlí s.l.


Nefndin getur ekki fallist á tillögu Ísfélags Vestmanneyja hf og ítrekar afgreiðslu nefndarinnar frá 3. desember 1998.
Nefndin ítrekar að varnarþró ásamt tilheyrandi búnaði verði byggð hið fyrsta og eigi síðar en fyrir 1. maí árið 2000.
Ef þeim framkvæmdum verður ekki lokið fyrir þau tímamörk þá munu leggjast dagsektir á fyrirtækið kr. 50.000 pr.
dag sbr. 210. gr. byggingareglugerðar nr. 441/1998.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.


5. Faxastígur 14 - Geymsla, Fjarlægja núverandi geymslu og byggja bílskúr í staðinn.
Umsókn nr. 990095 (01.22.330.140 02)
101159-4509 Jón Garðar Einarsson
Faxastíg 14 900


Varðar 17. mál frá fundi skipulags- og bygginganefndar þann 1. júlí s.l.
Jón Garðar Einarsson sækir um leyfi skipulagsnefndar til að fjarlægja geymslu á lóð sinni á Faxastíg 14 og byggja nýjan bílskúr
á sama stað, skv. teikningum Hönnunar hf., Reynir Elíesersson byggingatæknifræðingur.
Samþykki nágranna að Faxastíg 16 liggur fyrir.

Nefndin frestaði erindinu og fól skipulags- og byggingafulltrúa að ræða við umsækjanda.

Skipulags- og byggingafulltrúi hefur rætt við umsækjanda og tjáð honum að útveggir bílskúrs á lóðarmörkum skuli vera steyptir
eða sambærilegir, þ.e. eldvarnarveggir REI-M120. Umsækjandi samþykkir þá tilhögun og teikningum breytt í samræmi við
þessa breytingu.

Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 6. júlí s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Jóni Garðari Einarssyni að fjarlægja geymslu og byggja bílskúr á lóð sinni að Faxastíg 14,
skv. breyttum teikningum Ragnars Elíeserssonar byggingatæknifræðings.
Útveggir bílskúrs á lóðarmörkum skulu vera steyptir eða sambærilega frágengnir timburveggir með tvöföldu gifsi að utan sem
innan, þ.e. eldvarnarveggir REI-M120.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld: kr. 4.565, -

 

6. Miðstræti 22, Byggja gistiheimili og íbúð
Umsókn nr. 990118 (01.61.630.220)
260651-2189 Ólafur Guðjónsson
Illugagötu 7 900


Ólafur Guðjónsson sækir um leyfi skipulags- og bygginganefndar til að byggja tveggja hæða hús á lóð að Miðstræti 22 og 20,
þar sem áætlað er gistiheimili á 1. hæð, íbúð á 2. hæð ásamt morgunverðarsal fyrir gistiheimili og svefnpokagistingu í risi,
samkvæmt teikningum Teiknistofu PZ ehf.

Upphaf þessa erindis er frá 25. júní 1998, 2. mál, þar sem umsækjandi sótti um lóð á ofangreindu svæði fyrir slíka starfsemi.
"Ólafur Guðjónsson sækir um lóð hjá skipulagsnefnd að Miðstræti 22 sbr. meðfylgjandi uppdráttur.
Umsækjandi áætlar að byggja á lóðinni tveggja hæða hús sem muni hýsa gistiheimili á neðri hæð og hluta efri hæðar, og íbúð á
efri hæð. Umsækjandi óskar eftir nægilega stórri lóð fyrir þessa fyrirhuguðu starfsemi, þ.e. allt að 220-240 m2 grunnflötur og þá
hugsanlega lóð að Miðstræti 20 ef nefndin álítur að það þurfi.

Lóðarstærð Miðstræti 22 : 788 m2
Lóðarstærð Miðstræti 20 : 123 m2"

Nefndin frestaði erindinu en í framhaldinu var Ólafi gefið leyfi til að láta hanna hús á lóðina svo hægt væri að gera drög að
skipulagi lóðarinnar miðað við fleiri atriði, s.s. bílastæði fyrir Reynistað, stækkun Strandvegar 47, stækkun lóðar fyrir Valhöll
o.fl.


Nefndin er hlynnt erindinu þ.e. skipulagi lóðar og útliti hússins, og óskar eftir umsögnum Brunamálastofnunar ríkisins,
Vinnueftirlits ríksins og heilbrigðisfulltrúa ásamt skráningartöflu fyrir húsið. Einnig skal senda erindið í
grenndarkynningu og þegar umsagnir og frekari gögn liggja fyrir þá mun erindið verða formlega afgreitt.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.


7. Ofanleitisvegur 161248 - Vörugeymsla/Skrifsto, Byggja frystigeymslu við hús sitt
Umsókn nr. 990121 (01.67.331.000 01)
450271-0129 Heildverslun Karls Kristmanns
Ofanleitisvegi 900


Heildverslun Karls Kristmanns sækir um leyfi skipulags- og bygginganefndar til að byggja frystigeymslu við húsnæði sitt við
Ofanleitisveg, skv. teikningum Teiknistofu PZ ehf.


Nefndin samþykkir erindið og óskar eftir að skráningartöflu verði skilað inn fyrir allt húsið.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld: kr. 14.013, -


8. Vesturvegur 31, Bygging bílskúrs.
Umsókn nr. 990070 (01.93.330.310)
120554-3879 Bjarni Kristmundsson
Vesturvegi 31 900


Varðar 17. mál frá fundi skipulags- og bygginganefndar þann 25. maí s.l.
Bjarni Kristmundsson og Nongluck Vongsasom gera fyrirspurn til skipulagsnefndar um mögulega byggingu bílskúrs úr timbri á
lóð Vesturvegar 31, samkvæmt meðfylgjandi hugmynd á lóðarblaði.

Nefndin hafnaði tillögu að staðsetningu bílskúrs, en vísaði á staðsetningu sunnan húss og aðkeyrslu þá frá Herjólfsgötu.

Umsækjandi sækir nú um leyfi fyrir bílskúr sbr. tilmæli nefndarinnar sögðu til um.


Nefndin er hlynnt erindinu og óskar eftir grenndarkynningu vegna samþykkis meðeiganda Vesturvegar 31 og
nágranna að Herjólfsgötu 12.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.


9. Höfðavegur 57,59,61,63,65, Breyta hluta Höfðavegar í Stapaveg skv. tillögu.
Umsókn nr. 990104 (01.46.030.570)
180655-7519 Guðjón Hjörleifsson
Asavegi 26 900


Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri leggur fram tillögu til skipulags- og bygginganefndar varðandi nafna- og númerabreytingu á
fasteignunum að Höfðavegi 57, 59, 61, 63 og 65. Umsækjandi leggur til að Höfðavegur 57 verði að Stapavegi 1, Höfðavegur
59 að Stapavegi 3 o.s.frv.
Samþykki eigenda ofangreindra húseigna er meðfylgjandi.


Nefndin samþykkir erindið og er Lögmönnum Vestmannaeyja ehf falinn framgangur og lok erindisins
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.


10. Strandvegur 30 , Setja upp skilti af PH-Viking.
Umsókn nr. 990065 (01.84.130.300)
690597-3499 Lubba ehf.
Strandvegi 81 900


Varðar 20. mál frá fundi skipulags- og bygginganefndar þann 25. maí s.l.
Hlutafélagið Lubba ehf sækir um leyfi til að fá að setja upp tvö skilti með fallegri mynd af PH-Viking og Heimaey í baksýn.
Endanleg staðsetning hefur ekki verið endanlega ákveðin, en hugmynd hefur verið viðruð við forráðamenn Ísfélagsins um að
staðsetja annað þeirra á suðurgafli Strandvegar 30, og var þeirri málaleitan vel tekið. Hin staðsetning á skilti hefur ekki verið
ákveðin. Um er að ræða skilti sem eru 1,0 * 1,20 metrar sbr. meðfylgjandi mynd sýnir.

Nefndin frestaði erindinu til næsta fundar.

Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 15. júlí s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Jóhanni Jónssyni f.h. Lubbu ehf að setja upp skilti með fallegri mynd af PH-Viking og
Heimaey í baksýn, á suðurgafli Strandvegar 30 miðað við þær forsendur sem koma fram í umsókn dagsett 05.05. 1999.
Skipulags- og bygginganefnd hefur áður fjallað um erindið en frestað því þar til samþykkt fyrir skilti í lögsögu Vestmannaeyja
yrði tilbúin
Leyfi þetta tekur mið af þeirri afgreiðslu og er því um bráðabirgðaleyfi að ræða til 15. október þessa árs þegar ofangreind
samþykkt verður tilbúin. Þá verður erindið tekið að nýju fyrir hjá skipulags- og bygginganefnd og afgreitt miðað við þá
samþykkt varðandi endanlegt leyfi á uppsetningu umsóttra skilta.
Afgreiðsla þessi er í samræmi við skipulags- og byggingalög nr. 73/1997 og byggingareglugerð nr. 441/1998.

Ef ekki verður staðið við skilmála í heimild þessari, fellur þetta bráðabirgðaleyfi úr gildi þegar í stað.

Byggingaleyfisgjöld: kr. 2.500, -

 

11. Faxastígur 33 - Sambýlishús, Setja upp líkan af háhyrningi á vesturgafl.
Umsókn nr. 990103 (01.22.330.330 01)
080135-3519 Sigurgeir Scheving
Faxastíg 33 900


Sigurgeir Scheving sótti um leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að setja upp líkan af háhyrningi á vesturgafl húseignar sinnar að
Faxastíg 33, samkvæmt meðfylgjandi tölvuunninni ljósmynd.

Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 14. júlí s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Sigurgeiri Scheving að setja upp líkan af háhyrningi á vesturhlið Faxastígs 33 sbr. þær
forsendur sem koma fram í umsókn dagsett 09.07. 1999. Hér er bráðabirgðaleyfi að ræða til 15. október þessa árs þegar
samþykkt fyrir skilti í lögsögu Vestmannaeyja verður tilbúin. Þá verður erindið tekið að nýju fyrir hjá skipulags- og
bygginganefnd og afgreitt miðað við þá samþykkt varðandi endanlegt leyfi á uppsetningu umsótts líkans.
Afgreiðsla þessi er í samræmi við skipulags- og byggingalög nr. 73/1997 og byggingareglugerð nr. 441/1998.

Ef ekki verður staðið við skilmála í heimild þessari, fellur þetta bráðabirgðaleyfi úr gildi þegar í stað.

Byggingaleyfisgjöld: kr. 2.500, -

 

12. Flugvöllur 161593 - Flugturn, Endurnýja glerturn með stáli, áli og gleri, og einangra og klæða hús að utan með
viðhaldsléttum plötum
Umsókn nr. 990114 (01.99.982.510 05)
550169-6819 Flugmálastjórn
Reykjavíkurflugvelli 101


Flugmálastjórn sótti um leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að endurnýja glerturn með stáli, áli og gleri, og einangra og klæða
hús að utan með viðhaldsléttum plötum, samkvæmt teikningum Hilmars Þórs Björgvinssonar arkitekts.

Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 9. ágúst s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Flugmálastjórn að endurnýja glerturn með stáli, áli og gleri, og einangra og klæða hús að
utan með viðhaldsléttum plötum, sbr. ofangreindar teikningar segja til um.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld: kr. 3.900, -

 

13. Garðavegur 15, Setja upp tilraunaspjöld innan lóðar sinnar
Umsókn nr. 990113 (01.26.730.150)
460195-2179 Húsey ehf
Garðavegi 15 900


Húsey ehf, byggingavöruverslun, sótti um leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að setja upp tilraunaspjöld innan lóðar sinnar að
Garðavegi 15, samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd gerð af Teiknistofu PZ ehf.
Í samráði við Rannsóknastofnun byggingaiðnaðarins er áformað að koma upp prufum af stálplötum til að kanna tæringu málma.

Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 9. ágúst s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Húsey ehf, byggingavöruverslun, að setja upp tilraunaspjöld innan lóðar sinnar að
Garðavegi 15, sbr. meðfylgjandi afstöðumynd segir til um.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld: kr. 2.500, -

 

14. Hólagata 42 - Sambýlishús, Breyta gluggum í eldhúsi á 1. hæð og í þvottarhúsi í kjallara
Umsókn nr. 990115 (01.40.230.401 01)
424242-4242 Prestseturssjóður
Hólagötu 42 900


Prestsetrasjóður sótti um leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að breyta gluggum í eldhúsi á 1. hæð og í þvottarhúsi í kjallara,
samkvæmt teikningu Teiknistofu PZ ehf.

Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 9. ágúst s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Prestsetrasjóði að breyta gluggum í eldhúsi á 1. hæð og í þvottarhúsi í kjallara, sbr.
teikningar segja til um.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld: kr. 2.500, -


15. Hrauntún 69 - Raðhús, Klæða útveggi með Stenex-klæðningu og breyta gluggum
Umsókn nr. 990109 (01.43.330.670 02)
290448-3529 Guðlaugur Jóhannsson
Hrauntúni 69 900


Guðlaugur Jóhannsson sótti um leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að einangra og klæða útveggi með Steni-klæðningu og
breyta gluggum og þakkassa, skv. teikningu Björgvins Björgvinssonar byggingatæknifræðings.

Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 2. júlí s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Guðlaugi Jóhannssyni að einangra og klæða útveggi með Steni-klæðningu og breyta
gluggum og þakkassa, sbr. teikning segir til um.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld: kr. 2.500, -

 

16. Hvítingavegur 12 - Bílskúr/skúr, Fjarlægja geymslu/skúr
Umsókn nr. 990112 (01.45.030.120 02)
211013-2579 Sigurbjörg S. Böðvarsdóttir
Hvítingavegi 12 900


Sigurbjörg S. Böðvarsdóttir sótti um leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að fjarlægja geymslu/skúr á lóð sinni að Hvítingavegi
12, skv. meðfylgjandi afstöðumynd.

Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 6. ágúst s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Sigurbjörgu S. Böðvarsdóttur að fjarlægja geymslu/skúr á lóð sinni að Hvítingavegi 12,
sbr. afstöðumynd segir til um.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld: kr. 2.500, -

 

17. Kirkjubæjarbraut 5 - Einbýlishús - Íbúðarherb í kjall, Breyta íbúðarherbergjum í kjallara í gistiheimili með
þremur tveggja manna herbergjum.
Umsókn nr. 990106 (01.49.830.050 01)
250862-3509 Sigrún Hjörleifsdóttir
Kirkjubæjarbraut 5 900


Sigrún Hjörleifsdóttir sótti um leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að breyta íbúðarherbergjum í kjallara í gistiheimili með
þremur tveggja manna herbergjum að Kirkjubæjarbraut 5, skv. teikningu frá júlí 1951.

Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 15. júlí s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Sigrúnu Hjörleifsdóttur að breyta notkun kjallara Kirkjubæjarbrautar 5 til reksturs
gistiheimilis með þremur herbergjum, skv. teikningum dags. júlí 1951. Eitt af opnanlegum fögum í norðvestur herbergi
gistiaðstöðunnar skal vera nothæft sem björgunarop sem fyrst, sem og björgunarop af sömu stærð í norðaustur herbergi, skv.
159. gr. byggingareglugerðar nr. 441/1998. Opnanlega fagið skal vera a.m.k. 0,50*0,50 m að stærð og aldrei minna en 0,50 m
á breiddina.
Afgreiðsla þessi er skv. ákvæðum skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997 og byggingareglugerðar nr. 441/1998.

Byggingaleyfisgjöld: kr. 2.500, -

 


18. Kirkjubæjarbraut 7 - Einbýlishús, Gera séríbúð í kjallara
Umsókn nr. 990108 (01.49.830.070 01)
200722-3889 Fanney Armannsdóttir
Kirkjubæjarbraut 7 900


Fanney Ármannsdóttir sótti um leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að gera séríbúð í kjallara húseignar sinnar að
Kirkjubæjarbrautar 7, skv. meðfylgjandi teikningu.

Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 28. júlí s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Fanneyju Ármannsdóttur að gera séríbúð í kjallara húseignar sinnar að
Kirkjubæjarbrautar 7, sbr. teikning segir til um.
Afgreiðsla þessi er skv. 96. gr. byggingareglugerðar nr. 441/1998 og skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld: kr. 2.500, -

 

19. Kirkjuvegur 20, Breyta notkun hluta húss og bílskúrs í gistiheimili.
Umsókn nr. 990116 (01.50.630.200)
020839-4499 Brynjar Karl Stefánsson
Kirkjuvegi 20 900


Brynjar Karl Stefánsson sótti um leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að breyta húseign sinni að Kirkjuvegi 20, samkvæmt
teikningu Teiknistofu PZ ehf. Breytingar felast í því að efri hæð íbúðarhúss verður notuð sem gistiheimili og vesturhluti bílskúrs
sömuleiðis.

Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 10. ágúst s.l.
Skipulags - og byggingafulltrúi heimilar Brynjari Karli Stefánssyni að breyta notkun efri hæðar húss og vesturenda bílskúrs í
gistiheimili, sbr. teikningar segja til um. Björgunarop skulu uppfylla ákvæði 159. gr. byggingareglugerðar nr. 441/1998, þ.e. þar
sem neðri brún björgunaropa er meira en 2,0 metrum yfir jörðu. Í herbergjum í svefnálmu skulu opnanleg fög vera manngeng
sem björgunarop skv. ofangreindri grein. Þar sem neðri brún björgunarops er minna en 2,0 m yfir jörð skal lágmarksstærð þess
vera 0,50 * 0,50 m."
Afgreiðsla þessi miðast við að björgunarop verði færð í réttar stærðir skv. ákvæðum reglugerðarinnar og teikningum.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld kr. 2.500, -

 


20. Nýjabæjarbraut 8B - Einbýlishús, Innrétta kjallara og saga ný gluggaop
Umsókn nr. 990102 (01.65.030.082 01)
200966-3339 Guðmundur Jón Valgeirsson
Skólavegi 8 900


Guðmundur Jón Valgeirsson sótti um leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að innrétta kjallara og saga ný gluggaop á húseign
sinni að Nýjabæjarbraut 8B, samkvæmt meðfylgjandi uppkasti af innra skipulagi.
Umsækjandi tilkynnti að Björgvin Björgvinsson byggingatæknifræðingur væri að vinna fullnaðarteikningar, þ.e. grunnmynd, útlit
ofl., og myndu þær teikningar berast svo fljótt sem auðið er.

Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 8. júlí s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Guðmundi Jóni Valgeirssyni að innrétta kjallara og gera glugga á suður- og austurhlið
kjallarans að Nýjabæjarbraut 8B, miðað við þau ákvæði sem kveðið er á um í heimild til byrjunarframkvæmda sem er hér
meðfylgjandi.
Teikningar af breytingunum skulu vera tilbúnar og komnar til embættis skipulags- og byggingafulltrúa fyrir 1. september 1999.
Afgreiðsla þessi er í samræmi við skipulags- og byggingalög nr. 73/1997 og byggingareglugerð nr. 441/1998.

Hljóti erindið ekki samþykkt skipulags- og byggingafulltrúa eða ef ekki verður staðið við skilmála í heimild þessari, fellur þetta
leyfi til byrjunarframkvæmda úr gildi þegar í stað.

Byggingaleyfisgjöld: kr. 2.500, -


21. Ofanleitisvegur 161251 - Ofanleitisvegur, Innrétta salernisaðstöðu fyrir orlofssvæði
Umsókn nr. 990101 (01.67.334.000 01)
020244-4619 Valgeir Jónasson
Ofanleitisvegur 2 900


Valgeir Jónasson sótti um leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að innrétta salernisaðstöðu fyrir orlofssvæði að Ofanleiti,
samkvæmt teikningu Valgeirs Jónassonar.

Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 8. júlí s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Valgeiri Jónassyni að innrétta salernisaðstöðu fyrir orlofssvæði að Ofanleiti, sbr.
meðfylgjandi teikning segir til um.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld: kr. 2.500, -

 

22. Stapavegur 2 - Einbýlishús, Breyta og endurnýja glugga.
Umsókn nr. 990107 (01.82.230.020 01)
261157-7649 Gunnar Andersen
Stapavegi 2 900


Gunnar Andersen sótti um leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að breyta og endurnýja glugga á húseign sinni að Stapavegi 2,
skv. teikningum Björgvins Björgvinssonar byggingatæknifræðings.

Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 15. júlí s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Gunnari Andersen að breyta gluggum á húseign sinni að Stapavegi 2, sbr. teikningar segja
til um. Björgunarop skulu uppfylla ákvæði 159. gr. byggingareglugerðar nr. 441/1998, þ.e. þar sem neðri brún björgunaropa er
minna en 2,0 metrum yfir jörðu. Í herbergjum í svefnálmu skulu opnanleg fög vera manngeng sem björgunarop skv. ofangreindri
grein. Þar sem neðri brún björgunarops er minna en 2,0 m yfir jörð skal lágmarksstærð þess vera 0,50 * 0,50 m."
Afgreiðsla þessi miðast við að björgunarop verði færð í réttar stærðir skv. ákvæðum reglugerðarinnar og teikningum.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld kr. 2.500, -

 


23. Umsagnir vegna veitingasölu, a)Umsókn ÍBV-íþróttafélags v/veitingastofu-greiðasölu í veitingatjaldinu í
Herjólfsdal. b)Umsókn Lundans ehf v/sölu á léttum réttum ofl. á Lundanum, Kirkjuvegi 21.
Umsókn nr. 990110
690269-0159 Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu 902


Vestmannaeyjabær óskaði umsagnar skipulags- og byggingafulltrúa vegna neðangreindra umsókna:
a) Umsókn ÍBV-íþróttafélags v/veitingastofu-greiðasölu í veitingatjaldinu í Herjólfsdal.
b) Umsókn Lundans ehf v/sölu á léttum réttum ofl. á Lundanum, Kirkjuvegi 21.
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum óskar umsagnar bæjarstjórnar Vestmannaeyja á ofangreindum umsóknum.

Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 28. júlí s.l.
a) Skipulags- og byggingafulltrúi Vestmannaeyja upplýsir hér með að fyrirliggjandi teikningar af veitingatjaldinu í Herjólfsdal gera
ráð fyrir veitingasölu í tjaldinu, sbr. teikningar Sigurjóns Pálssonar byggingatæknifræðings frá árinu 1998 og samþykktar af
skipulagsnefnd 25.06. 1998.
Meðfylgjandi er afrit af samþykktum teikningum af veitingatjaldinu í Herjólfsdal, alls tvö eintök.
b) Skipulags- og byggingafulltrúi Vestmannaeyja upplýsir hér með að fyrirliggjandi teikningar af Kirkjuvegi 21 gera ráð fyrir
veitingasölu í húsinu, sbr. teikningar Teiknistofu PZ ehf frá árinu 1993 og samþykktar af bygginganefnd 09.02. 1994.
Meðfylgjandi er afrit af samþykktum teikningum af íbúðarhúsinu að Kirkjuvegi 21, alls tvö eintök.

Umsagnir skipulags- og byggingafulltrúa eru jákvæðar fyrir leyfisveitingu beggja umsókna.

 


24. Umsögn um gistiheimili, Umsókn Sigrúnar Hjörleifsdóttur vegna leyfis til reksturs gistiheimilisins Rós
Umsókn nr. 990111
690269-0159 Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu 902


Vestmannaeyjabær óskaði umsagnar skipulags- og byggingafulltrúa vegna neðangreindrar umsóknar:
a) Umsókn Sigrúnar Hjörleifsdóttur vegna leyfis til reksturs gistiheimilisins Rós.
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum óskar umsagnar bæjarstjórnar Vestmannaeyja á ofangreindri umsókn.

Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 15. júlí s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi Vestmannaeyja upplýsir hér með að fyrirliggjandi teikningar af Kirkjubæjarbraut 5 eru í lagi vegna
reksturs gistiheimilis í kjallara húseignarinnar. Undirritaður hefur einnig farið á staðinn og skoðað húseignina ásamt
slökkviliðsstjóra og gert þær athugasemdir sem kveðið er á um hér að neðan varðandi breytingu á notkun húsnæðis.
Undirritaður afgreiddi umsókn Sigrúnar Hjörleifsdóttur þann 15. júlí s.l., varðandi það að breyta notkun kjallarans úr
íbúðarhúsnæði í gistiheimili. Afgreiðsla undirritaðs var sem hér segir:
"Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 15. júlí s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Sigrúnu Hjörleifsdóttur að breyta notkun kjallara Kirkjubæjarbrautar 5 til reksturs
gistiheimilis með þremur herbergjum, skv. teikningum dags. júlí 1951. Eitt af opnanlegum fögum í norðvestur herbergi
gistiaðstöðunnar skal vera nothæft sem björgunarop sem fyrst, sem og björgunarop af sömu stærð í norðaustur herbergi, skv.
159. gr. byggingareglugerðar nr. 441/1998. Opnanlega fagið skal vera a.m.k. 0,50*0,50 m að stærð og aldrei minna en 0,50 m
á breiddina.
Afgreiðsla þessi er skv. ákvæðum skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997 og byggingareglugerðar nr. 441/1998."
Meðfylgjandi er afrit af samþykktum teikningum af íbúðarhúsinu að Kirkjubæjarbraut 5.

Umsögn skipulags- og byggingafulltrúa er jákvæð fyrir leyfisveitingu umsóknar.

 


 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159