13.07.1999

Umhverfis- og heilbrigðisnefnd

 
Umhverfis- og heilbrigðisnefnd 13. Júlí 1999 Umhverfis- og heilbrigðisnefnd 13. Júlí 1999 Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Vestmannaeyja
Fundur 13.07.99 – kl. 12.00

Mætt voru: Drífa Kristjánsdóttir (DK), Einar Steingrímsson (ES), Lára Skæringsdóttir (LS), Sigmar Hjartarson (SH), og Guðjón Hjörleifsson (GH).

1. Starfsleyfi og önnur leyfi
2.1. Fyrir lá beiðni frá sýslumanni um umsögn vegna umsóknar Sigrúnar Hjörleifsdóttur, kt. 250862-3509, um leyfi vegna gistingar á einkaheimili að Kirkjubæjarbraut 5, Vm.

Engar athugasemdir eru gerðar við leyfisveitingu.

2.2. Fyrir lá beiðni frá sýslumanni um umsögn vegna umsóknar Díönnu Þyrí Einarsdóttur, kt. 040171-3639 um leyfi vegna gistingar á einkaheimili að Illugagötu 43, Vm.

Engar athugasemdir eru gerðar við leyfisveitingu.

2.3. Fyrir lá útskrift úr fundargerð bæjarráðs frá 12/7 sl. varðandi umsókn Þjóðhátíðarnefndar ÍBV um einkaafnot af Herjólfsdal vegna Þjóðhátíðar 1999, dagana 30. og 31.júlí og 1. ágúst n.k.

Nefndin samþykkir erindið og tekur undir þau skilyrði sem sett eru. Ennfremur vill nefndin setja sem skilyrði að allt drasl/rusl verði hreinsað fyrir 5/8 n.k. og öll mannvirki fjarlægð fyrir 16/8 n.k.

2.4. Fyrir lágu til kynningar drög frá Hollustuvernd ríkisins að starfsleyfi fyrir Sorpeyðingarstöð Vestmannaeyja.

3. Lög og reglur.
Eftirfarandi er yfirlit yfir stjórnsýslugerðir sem gefnar hafa verið út frá síðasta fundi:

3.1. Viðbætur nr. 1 við yfirlit yfir plöntulyf, örgresiefni, stýriefni og útrýmingarefni nr. 3/1999 L.

4. Önnur mál.
4.1. Lögð voru fram til kynningar drög að samþykkt um uppsetningu skilta í lögsögu Vestmannaeyja. Afgreiðslu var frestað til næsta fundar.

4.2. Heilbrigðisfulltrúi kynnti framgang mála varðandi ónýtar og númerslausar bifreiðar.

4.3. Umhverfisverðlaun 1999. Kynnt var niðurstaða úr vali á snyrtilegustu eign, götu og fyrirtæki. Valið verður gert opinbert og verðlaun og viðurkenningar afhentar við athöfn á næstunni. Nánar ákveðið á næsta fundi.

4.4. Fyrir lá til umsagnar drög að samningi Vestmannaeyjabæjar og Skógræktarfélags Íslands um Landgræðsluskóga í Vestmannaeyjum.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.00

Einar Steingrímsson Sigmar Hjartarson
Drífa Kristjánsdóttir Lára Skæringsdóttir
 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159