01.07.1999

Skipulagsnefnd 1. Júlí

 
Skipulagsnefnd 1. Júlí 1999 Skipulagsnefnd 1. Júlí 1999 1419. fundur 1999

Ár 1999, fimmtudaginn 1. júlí kl. 17:00 var haldinn 1419. fundur skipulagsnefndar Vestmannaeyja. Þessir sátu fundinn: Sigurður
Smári Benónýsson , Helgi Bragason, Bjarni Guðjón Samúelsson, Skæringur Georgsson og Stefán Óskar Jónasson. Einnig sátu
fundinn: Ólafur Ólafsson og Ingi Sigurðsson. Ritari var Sigurður Smári Benónýsson.

Þetta gerðist:


1. Strembugata 20 - Sambýlishús, Gera innkeyrslu frá Bröttugötu.
Umsókn nr. 990092 (01.84.330.200 01)
181076-5429 Júlíus G. Ingason
Strembugötu 20 900


Júlíus G. Ingason sækir um leyfi skipulagsnefndar til að gera innkeyrslu frá Bröttugötu að húseign sinni að Strembugötu 20, skv.
meðfylgjandi afstöðumynd.
Er miðað við að innkeyrslan komi milli húsa nr. 11 og 13 á Bröttugötu og fari meðfram lóðarmörkum á lóð nr. 13.
Umsækjandi á ekki auðveldan aðgang að húseign sinni sem er í kjallara Strembugötu 20, og er inngangur á norðurhlið hússins í
gegnum núverandi innkeyrslu.

 

Nefndin er hlynnt erindinu og óskar eftir að grenndarkynning fari fram.


2. Umferðarmerkingar í Vestm.eyjum o.fl., Ábendingar um úrbætur í umferðarmerkingum.
Umsókn nr. 990040
161056-3169 Halldór Sveinsson
Túngötu 25 900


Varðar 1. mál frá fundi skipulagsnefndar þann 28. apríl s.l.
Halldór Sveinsson lögreglumaður og prófdómari, óskar eftir við skipulagsnefnd að tekin verði til skoðunar þau atriði sem hann
bendir á í bréfi sínu ásamt ljósmyndum af ákveðnum atriðum.

Nefndin fól bæjartæknifræðingi í samstarfi við lögreglu að gera úrbætur á þeim þáttum sem bent er á í erindinu. Varðandi aðra
þætti erindisins sem snúa t.a.m. að Bárustígnum, gatnamótum Kirkjuvegar og Heiðarvegar og hraðatakmörkunum á Fellavegi og
nýja hrauninu þá verður sá hluti skoðaður sérstaklega. Það er vegna þess að þau atriði eru hluti af stærri málum sem hafa verið
til umfjöllunar, þ.e. miðbæjarskipulag, úrbætur á gatnamótum ofl.

Í framhaldi af afgreiðslu þessa máls liggur fyrir tillaga frá bæjartæknifræðingi varðandi gatnamótin Heiðarvegur/Kirkjuvegur.
Bæjartæknifræðingur gerir það að tillögu sinni að sett verði stöðvunarskylda á Heiðarveg gagnvart Kirkjuvegi. Biðskylda á
frárein til austurs verður hins vegar óbreytt.
Nú þegar hafa verið settar hraðatakmarkanir á ofangreind gatnamót, að norðan og sunnan.


Nefndin samþykkir tillögu bæjartæknifræðings um að sett verði upp stöðvunarskylda sem fyrst á gatnamótum
Heiðarvegar og Kirkjuvegar eins og tillaga bæjartæknifræðings segir til um.


3. Skipulag Skansins, Lagt fram endanlegt skipulag til auglýsingar
Umsókn nr. 990099
690269-0159 Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu 902


Bygginganefnd Stafkirkju leggur fram endanlegt skipulag af svæðinu á Skansinum tengt Stafkirkjunni og Landlyst, skv.
teikningum Péturs Jónssonar landslagsarkitekts.


Nefndin samþykkir að senda skipulagið til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og þaðan í auglýsingu skv. skipulags- og
byggingalögum nr. 73/1997.


4. Faxastígur 25, Umsókn um stækkun lóðar.
Umsókn nr. 990085 (01.22.330.250)
051067-4019 Sigrún Jenný Guðmundsdóttir
Faxastíg 25 900


Sigrún Jenný Guðmundsdóttir sækir um viðbótarlóð til skipulagsnefndar fyrir lóð sína að Faxastíg 25. Sótt er um stækkun að
lóðarmörkum Faxastígs 23 og Hásteinsvegar 32 skv. meðfylgjandi afstöðumynd.


Nefndin samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingafulltrúa að ganga frá nýjum lóðarleigusamningi fyrir
Faxastíg 25.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Lóðargjöld: kr. 10.450, - (m.v. 50 m2 stækkun)


5. Kirkjubæjarbraut 11, Ósk um stækkun lóðar.
Umsókn nr. 990086 (01.49.830.110)
240678-5519 Stefán Páll Kristjánsson
Kirkjubæjarbraut 11 900


Stefán Páll Kristjánsson sækir um viðbótarlóð til skipulagsnefndar fyrir lóð sína að Kirkjubæjarbraut 11. Sótt er um stækkun að
lóðarmörkum Kirkjubæjarbrautar 9 skv. meðfylgjandi afstöðumynd.


Nefndin samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingafulltrúa að ganga frá nýjum lóðarleigusamningi fyrir
Kirkjubæjarbraut 11.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Lóðargjöld: kr. 22.990, - (m.v. 110 m2)


6. Miðgerði, Umsókn um lóðir fyrir raðhús.
Umsókn nr. 990059
450789-6079 Tvö Þ hf.
Asavegi 23 900


Varðar 5. mál frá fundi skipulagsnefndar 25. maí s.l.
2-Þ ehf sækja um lóðir að Miðgerði til byggingu raðhúsa samkvæmt meðfylgjandi hugmynd.
Gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir byggingu einbýlishúsa og eins parhús í götunni. Teikning af götunni skv. gildandi
deiliskipulagi er meðfylgjandi.

Nefndin frestaði erindinu til næsta fundar.


Nefndin frestar erindinu og felur skipulags- og byggingafulltrúa að ræða við 2-Þ ehf um nýtingu annarra lóða þar sem
til staðar eru frágengnar götur, t.d. Litlagerði og Stóragerði.

7. Svæði milli Sóleyjargötu og kirkjugarðs., Umsókn um lóðir til að byggja raðhús, 6-8 íbúðir.
Umsókn nr. 990058
450789-6079 Tvö Þ hf.
Asavegi 23 900


Varðar 7. mál frá fundi skipulagsnefndar 25. maí s.l.
2-Þ ehf sækir um lóðir til skipulagsnefndar til byggingar raðhúsa á svæði milli Sóleyjargötu og kirkjugarðsins skv. meðfylgjandi
afstöðumyndum. Um er að ræða annars vegar skv. fyrri hugmynd, byggingu sex íbúða húss, og hins vegar skv. seinni hugmynd,
byggingu tveggja fjögurra íbúða húsa.

Samkvæmt aðalskipulagi Vestmannaeyja 1988-2008 er ekki gert ráð fyrir byggingarframkvæmdum á þessu svæði, sem er
flokkað sem óbyggð svæði og útivistarsvæði.

Nefndin frestaði erindinu til næsta fundar.


Nefndin hafnar erindinu þar sem nefndin telur að nýta þurfi betur þær götur sem eru frágengnar sbr. afgreiðsla 6.
máls fundarins.
Afgreiðsla þessi er skv. ákvæðum skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997.


8. Bréf frá Ferðamálaráði Íslands, Leiðbeiningarit um merkingu gönguleiða.
Umsókn nr. 990088
600600-6006 Ferðamálaráð Íslands
Strandgötu 29 600


Ferðamálaráð Íslands vekur athygli á nýútkomnu fræðsluriti ráðsins um merkingar gönguleiða.


Nefndin hefur móttekið erindið og vísar erindinu til tækni- og umhverfissviðs.


9. Bréf frá Umhverfisráðuneytinu., Ítrekun ráðuneytisins um vottorð frá ábyrgðaraðila byggingarvöru.
Umsókn nr. 990087
571189-1519 Umhverfisráðuneytið
Vonarstræti 4 150


Umhverfisráðuneytið beinir því til byggingafulltrúa að gengið sé úr skugga um það að lagnavörur uppfylli kröfur reglugerðar sbr.
gr. 188.


Nefndin hefur móttekið erindið.


10. Bréf frá Umhverfisráðuneytinu, Ósk um umsögn vegna umsóknar um staðbundin réttindi.
Umsókn nr. 990093
571189-1519 Umhverfisráðuneytið
Vonarstræti 4 150


Umhverfisráðuneytið óskar eftir umsögn skipulags- og bygginganefndar, vegna umsóknar Jóns Kristins Guðmundssonar
byggingariðnfræðings, sem óskar eftir að ráðherra veiti honum staðbundin réttindi í samræmi við 2. mgr. 12. gr. byggingalaga nr.
54/1978 sbr. 5. tl. í ákvæði til bráðabirgða í skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997, til að hanna séruppdrætti af loftræsti-,
hita- og vatnslagnakerfum og leggja fyrir bygginganefnd Vestmannaeyja.
Ofangreind 2. mgr. 12. gr. laga nr. 54/1978 kveður á um að ráðherra geti veitt öðrum en þeim sem falla undir 1. mgr. 12. gr.
staðbundin réttindi að fengnum meðmælum viðkomandi bygginganefndar.
Bygginganefnd Reykjavíkur mælti með staðbundinni viðurkenningu umsækjanda þann 14. apríl s.l.


Nefndin samþykkir að mæla með umsókninni við Umhverfisráðuneytið sbr. afgreiðsla bygginganefndar Reykjavíkur.
Afgreiðsla þessi er skv. ákvæðum skipulags- og byggingalaga nr. 54/1978.


11. Strandvegur 14A, Bréf frá Ísfélagi Vestmannaeyja varðandi ítrekun á varnarþró.
Umsókn nr. 990098 (01.84.130.141)
660169-1219 Ísfélag Vestmannaeyja hf
Strandvegi 28 900


Ísfélag Vestmannaeyja sendir inn svarbréf vegna ítrekunarbréfs byggingafulltrúa dags. 22. júní s.l., þar sem ítrekað er að
framfylgt verði afgreiðslu skipulagsnefndar frá 3. desember 1998, varðandi skilyrði fyrir byggingu lýsistanks.


Nefndin frestar erindinu og óskar eftir að Ísfélag Vestmannaeyja hf komi fram með bráðabirgðalausn varðandi
varnarþró í kringum núverandi lýsistank.


12. Útskrift úr fundargerð bæjarráðs, Umsagnir vegna: a) Veitingarekstur ÍBV í veitingatjaldi í Herjólfsdal. b)
Leyfi vegna gistingar á einkaheimili. c) Leyfi vegna hótelreksturs Hótels Bræðraborgar og gistiheimilis að
Bárustíg 2.
Umsókn nr. 990082
690269-0159 Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu 902


Bæjarráð Vestmannaeyja óskar eftir umsögn skipulagsnefndar varðandi eftirtalin erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum:
b) Veitingarekstur ÍBV í veitingatjaldi í Herjólfsdal.
c) Leyfi vegna gistingar á einkaheimili að Bröttugötu 15.
d) Leyfi vegna hótelreksturs Hótels Bræðraborgar og gistiheimilis, íbúðahótels, að Bárustíg 2.


Nefndin samþykkir liði b) og c) og einungis þann hluta liðar d) sem snýr að Hótel Bræðraborg, með fyrirvara að
slökkviliðsstjóri geri sínar athugasemdir varðandi brunamál hússins skv. brunavarnarskýrslu frá árinu 1997.
Nefndin hafnar hins vegar leyfisveitingu vegna íbúðahótels að Bárustíg 2, þar sem eigandi þess hefur ekki skilað inn til
skipulags- og byggingafulltrúa umbeðnum teikningum varðandi lagnir innanhúss og burðarþol garðskála, þrátt fyrir
ítrekaðar óskir þar um.
Afgreiðsla þessi er skv. ákvæðum skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997 og byggingareglugerðar nr. 441/1998.


13. Útskrift úr fundargerð bæjarráðs, Óskað eftir umsögn um umsókn vegna gistingar á einkaheimili.
Umsókn nr. 990091
040171-3639 Díanna Þyrí Einarsdóttir
Illugagötu 43 900


Bæjarráð Vestmannaeyja óskar eftir umsögn skipulagsnefndar varðandi erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum um leyfi
vegna gistingar á einkaheimili að Illugagötu 43.

Þann 18. júní s.l. var óskað eftir umsögn skipulags- og byggingafulltrúa varðandi sama erindi. Sú umsögn er hér meðfylgjandi.


Nefndin vísar til afgreiðslu skipulags- og byggingafulltrúa á sama erindi dags. 18. júní 1999.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.


14. Útskrift úr fundargerð bæjarráðs, Ósk um umsögn vegna: a)léttvínsleyfis í flugstöðinni hjá Flugfélagi
Vestmannaeyja. b)endurnýjun leyfis til reksturs hótels og gistiheimilis frá Heiðmundi Sigurmundssyni.
Umsókn nr. 990084
690269-0159 Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu 902


Bæjarráð Vestmannaeyja óskar eftir umsögn skipulagsnefndar varðandi:
a)léttvínsleyfi í flugstöðinni hjá Flugfélagi Vestmannaeyja.
b)endurnýjun á leyfi til reksturs hótels Þórshamars og gistiheimilisins Sunnuhóls frá Heiðmundi Sigurmundssyni.


Nefndin tekur ekki afstöðu til liðar a). Hins vegar samþykkir nefndin endurnýjun á leyfi til reksturs hótels Þórshamars
og gistiheimilisins Sunnuhóls skv. lið b), svo framarlega að slökkviliðsstjóri geri sínar athugasemdir varðandi
brunamál húsanna skv. brunavarnarskýrslu frá árinu 1997.
Afgreiðsla þessi er skv. ákvæðum skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997.


15. Útskrift úr fundargerð bæjarráðs, Ósk um umsögn v/bréfs Hestamannafélagsins Gáska.
Umsókn nr. 990083
690269-0159 Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu 902


Bæjarráð Vestmannaeyja óskar eftir umsögn skipulagsnefndar varðandi bréf frá Hestamannafélaginu Gáska. Þar er óskað eftir
að skipulagt verði svæði undir fyrirhugaða hesthúsabyggð og einnig eftir landi fyrir sumarbeit hrossa.


Nefndin frestar erindinu.


16. Búhamar 33, Byggja bílskúr með vinnuaðstöðu.
Umsókn nr. 990029 (01.16.330.330)
220353-4439 Hjálmar Brynjólfsson
Búhamri 33 900


Varðar 4. mál frá fundi skipulagsnefndar 22. mars s.l.
Hjálmar Brynjúlfsson sækir um leyfi skipulagsnefndar um að byggja bílskúr með vinnuaðstöðu á lóð sinni að Búhamri 33 miðað
við meðfylgjandi tillögur.
Samþykki nágranna á Búhamri nr. 29, 31 og 35 liggur fyrir og samþykki eiganda að Búhamri 35 miðast við að mænishæð
bílskúrs verði eigi hærri en miðað við miðja glugga á vesturhlið nr. 35. Fullnægjandi teikningar eru í vinnslu af Björgvini
Björgvinssyni byggingatæknifræðingi og miðast þá við að botnkóti bílskúrsplötu verði 70-80 cm fyrir neðan botnplötu
íbúðarhúss.

Nefndin var hlynnt erindinu en frestaði því þar til fullnægjandi teikningar af bílskúr lægju fyrir. Einnig skal tekið tillit til nágranna
og að botnplata bílskúrs sé a.m.k. 70 cm lægri en botnplata íbúðarhúss nr. 33.

Teikningum hefur verið breytt þ.a. þak bílskúrsins verður nánast lárétt með lágmarkshalla til að vatn hreinsi sig af þakinu og
tekið tillit til nágranna að Búhamri 35 varðandi skilyrði þeirra um hæð bílskúrsins.

Afgreiðsla byggingafulltrúa frá 31. maí s.l.
Byggingafulltrúi heimilar Hjálmari Brynjólfssyni að byggja bílskúr með vinnuaðstöðu á lóð sinni að Búhamri 33 miðað við
afgreiðslu skipulagsnefndar frá 22. mars s.l., samþykki nágranna á Búhamri nr. 29, 31 og 35 og skv. teikningum Björgvins
Björgvinssonar byggingatæknifræðings dags. apríl 1999, breyting dags. 02.06. 1999.
Ítrekað er að byggt verði nákvæmlega skv. teikningum þ.a. tekið verði tillit til íbúa að Búhamri 35 varðandi hæð bílskúrs upp í
miðjan stofuglugga. Einnig skal miða við 113. gr. byggingareglugerðar varðandi frágang bílskúrs m.t.t. brunamála.
Hurð á milli húss og bílskúrs skal vera EI-CS30 og aðskilnaður húss og bílskúr, þ.e. veggir, vera EI60.
Veggur á lóðarmörkum skal vera eldvarnarveggur REI-M120, þ.e. byggja skal þann vegg 0,30 m upp fyrir þak eða þak er gert
EI60, 1,20 m út frá vegg, eða A-EI60, 0,60 m út frá vegg. Innri klæðning skal vera í flokki 1 og vandlega fest.
Loft og veggklæðningar skulu vera í flokki 1 og í bílskúrnum skal vera handslökkvitæki af viðurkenndri gerð.
Veggur milli bílskúrs og vinnuaðstöðu skal vera EI60 á sama hátt og aðskilnaður við íbúðarhúsið. Það sama á við um
inngangshurð í vinnuaðsröðuna en hún skal vera EI-CS30.
Eitt af opnanlegum fögum í vinnuaðstöðu skal vera nothæft sem björgunarop skv. 159. gr. byggingareglugerðar nr. 441/1998.
Opnanlega fagið skal vera a.m.k. 0,50*0,50 m að stærð og aldrei minna en 0,50 m á breiddina.
Afgreiðsla þessi er skv. ákvæðum skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997 og byggingareglugerðar nr. 441/1998.

Byggingaleyfisgjöld: kr. 7.453, -

 

17. Faxastígur 14 - Geymsla, Fjarlægja núverandi geymslu og byggja bílskúr í staðinn.
Umsókn nr. 990095 (01.22.330.140 02)
101159-4509 Jón Garðar Einarsson
Faxastíg 14 900


Jón Garðar Einarsson sækir um leyfi skipulagsnefndar til að fjarlægja geymslu á lóð sinni á Faxastíg 14 og byggja nýjan bílskúr
á sama stað, skv. teikningum Hönnunar hf., Reynir Elíesersson byggingatæknifræðingur.
Samþykki nágranna að Faxastíg 16 liggur fyrir.


Nefndin frestar erindinu og felur skipulags- og byggingafulltrúa að ræða við umsækjanda.


18. Litlagerði 1-7, Umsókn um lóð fyrir byggingu raðhúss.
Umsókn nr. 990031
550294-2499 Steini og Olli ehf.
Helgafellsbraut 23 A 900


Varðar 7. mál frá fundi skipulagsnefndar 22. mars s.l.
Steini og Olli ehf. sækja um leyfi skipulagsnefndar til að byggja raðhús að Litlagerði 1-7 skv. gildandi deiliskipulagi og
samkvæmt teikningum Teiknistofu PZ ehf.
Nefndin samþykkti erindið með fyrirvara um að fullnægjandi teikningar lægju fyrir áður en framkvæmdir hefjast sem og
skráningartafla.

Steini og Olli ehf. sækja nú um leyfi skipulagsnefndar til að fá að breyta byggingu raðhúsa í byggingu tveggja parhúsa skv.
teikningum Teiknistofu PZ ehf. Einnig fylgir því að stækka þarf lóðina til vesturs um sex metra svo hægt sé að umfylla kröfur um
lágmarksfjarlægð milli húsanna.


Nefndin samþykkir erindið að breyta fjögurra íbúða raðhúsi í tvö parhús og þá lengja lóð að Litlagerði 1-7 um sex
metra til vesturs. Nefndin felur skipulags- og byggingafulltrúa að ganga frá nýjum lóðarleigusamningi í samræmi við
ofangreinda breytingu lóðar.
Hæðarkóti botnplötu skal vera 44,70 m og opnanleg fög í risi skulu vera manngeng sem björgunarop skv. 159. gr.
byggingareglugerðar nr. 441/1998, þar sem herbergi koma til með að verða staðsett. Einnig skulu opnanleg fög í
herbergjum á 1. hæð vera eigi minni en 0,5*0,5 m að stærð skv. sömu gr. reglugerðarinnar.
Afgreiðsla þessi er skv. ákvæðum skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997 og byggingareglugerð nr. 441/1998.

Byggingaleyfisgjöld: kr. 62.210, - (m.v. bæði parhúsin)

 

19. Heiðarvegur 19 - Sérhæfð eign, Lagfæringar og endurbætur innanhúss á félagsheimilinu.
Umsókn nr. 990094 (01.35.530.190 01)
690269-0159 Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu 902


Vestmannaeyjabær sækir um leyfi skipulagsnefndar til að gera lagfæringar og endurbætur innanhúss á Félagsheimilinu að
Heiðarvegi 19, skv. teikningum Gunnars Borgarssonar arkitekts.
Lagfæringar og endurbætur eru aðallega eftirfarandi, skv. greinargerð hönnuðar:
1. Lagður niður stigagangur í norð-austurhorni hússins og þar sett lyfta og lagnaleiðir. Lyftan nær milli allra hæða og er einkum
ætluð hreyfihömluðum.
2. Gerður nýr stigagangur fyrir félagsmiðstöðina á 3. hæð, í suð-austurhorni hússins. Stiginn er 120 cm breiður, uppstig 15,25
cm og innstig í göngulínu um 31 cm. Útihurðarblað 80 cm.
3. Bakdyr eru settar á þriðju hæð, salernisaðstaða aukin á 3. hæð og kynskipt, sett um forsala og setustofa á 2. hæð fyrir
hátíðarsal, endurbætt aðstaða á 1. hæð m.t.t. til inngangs og aðstöðu Leikfélags Vestm.eyja o.fl.

Umsagnir Brunamálastofnunar ríkisins og Vinnueftirlits ríkisins liggja fyrir.


Nefndin samþykkir erindið.
Afgreiðsla þessi er skv. ákvæðum skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997 og byggingareglugerðar nr.441/1998.

Byggingaleyfisgjöld: kr. 2.500, -


20. Strandvegur 47 - Sérhæfð eign, Breyta aðalinngangi til suðurs við hús Oddfellow
Umsókn nr. 990097 (01.84.130.470 01)
490389-2459 Herjólfur stúka nr.4 I.O.O.F.
Strandvegi 45 900


Herjólfur st. nr. 4 I.O.O.F. sækir um leyfi skipulagsnefndar til að færa aðalinngang á suðurhlið væntanlegrar viðbyggingar við
félagsheimili sitt að Strandvegi 47 og gera bílastæði tengd húsinu að sunnan, skv. teikningum Sigurjóns Pálssonar
byggingatæknifræðings.


Nefndin hafnar erindinu og álítur að Miðstræti anni ekki þeirri umferð sem myndi fylgja slíkri breytingu. Einnig álítur
nefndin að nægjanlegur fjöldi bílastæða til handa Strandvegi 47 verði ekki til staðar að sunnan, þar sem nú þegar
hefur verið ákveðið að nýta svæðið til bílastæða fyrir Reynistað og fyrirhugað gistiheimili að Miðstræti 20 við
endurskipulagningu svæðisins.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.


21. Drög að reglugerð um skilti, Reglugerð um skilti fyrir Vestmannaeyjar
Umsókn nr. 980020
012345-6789 Skipulags- og bygginganefnd Vestm.eyja
Tangagötu 1 900


Varðar 9. mál frá fundi skipulagsnefndar 19. febrúar 1998.
Lögð fram drög að verklagsreglum fyrir uppsetningu skilta í Vestmananeyjum. Fyrir liggja tillögur og athugasemdir
nefndarmanna miðað við gildandi reglugerð Akureyrarbæjar.
Nefndin frestaði erindinu.
Nú liggja fyrir drög að "Samþykkt um skilti í lögsögu Vestmannaeyja".


Nefndin samþykkir að senda "drögin" til umsagnar umhverfis og heilbrigðisnefndar og Skipulagsstofnunar.


22. Búastaðabraut 1 - Sérhæfð eign, Lyfta austurhluta þaks og fjarlægja skorstein.
Umsókn nr. 990090 (01.15.930.010 01)
081069-3369 Kristleifur Guðmundsson
Búastaðabraut 1 900


Kristleifur Guðmundsson sótti um endurnýjun á leyfi hjá byggingafulltrúa til að lyfta austurhluta þaks og fjarlægja skorstein að
Búastaðabraut 1, skv. meðfylgjandi teikningum sem voru samþykktar í bygginganefnd 29.10. 1969.

Afgreiðsla byggingafulltrúa frá 24. júní s.l.
Byggingafulltrúi heimilar Kristleifi Guðmundssyni að lyfta austurhluta þaks og fjarlægja skorstein að Búastaðabraut 1, sbr.
meðfylgjandi teikningar segja til um.
Opnanleg fög í glugga/gluggum á austurhliðinni skulu vera skv. 159. gr. byggingareglugerðar nr. 441/1998, þ.e. samanlögð
breidd og hæð opsins skal vera a.m.k. 1,50 m, þar sem lágmarksbreidd skal vera 0,60 m.
Afgreiðsla þessi er skv. ákvæðum skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997 og byggingareglugerðar nr. 441/1998.

Byggingaleyfisgjöld: kr. 3.725, -

 

23. Friðarhöfn 160710 - Vöruafgreiðsla, Setja gönguhurð á norðurgafl.
Umsókn nr. 990081 (01.25.733.050 01)
510169-1829 Eimskipafélag Íslands hf
Pósthússtræti 2 101


Eimskipafélag Íslands sótti um leyfi byggingafulltrúa til að setja upp gönguhurð á norðurgafl vöruskemmu sinnar við Friðarhöfn,
samkvæmt meðfylgjandi teikningum Teiknistofu PZ ehf.

Afgreiðsla byggingafulltrúa frá 7. júní s.l.
Byggingafulltrúi heimilar Eimskipafélagi Íslands hf að setja upp gönguhurð á norðurgafl vöruskemmu sinnar við Friðarhöfn, sbr.
meðfylgjandi teikningar segja til um.

Byggingaleyfisgjöld: kr. 2.500, -

 

24. Hásteinsvegur 33, Gera innkeyrslu frá Boðaslóð.
Umsókn nr. 990076 (01.34.330.330)
141047-7019 Fríða Eiríksdóttir
Fjólugötu 2 900


Fríða Eiríksdóttir sótti um leyfi byggingafulltrúa til að gera innkeyrslu inn á lóð sína að Hásteinsvegi 33 frá Boðaslóð sbr.
meðfylgjandi tillaga á lóðarblaði.

Afgreiðsla byggingafulltrúa frá 21. maí s.l.
Byggingafulltrúi heimilar Fríðu Eiríksdóttur að gera innkeyrslu inn á lóð sína að Hásteinsvegi 33 frá Boðaslóð sbr. meðfylgjandi
tillaga á lóðarblaði. Innkeyrslan skal ekki vera nær gangbraut en 5 metrar.

Framkvæmdaleyfisgjöld: kr. 2.500, -

 

25. Löggilding í húsasmíði., Sótt um leyfi til að standa fyrir byggingarframkvæmdum í lögsagnarumdæmi
Vestmannaeyja
Umsókn nr. 990096
061265-3769 Sigurbjörn Ófeigur Hallgrímsson
Bröttugötu 11 900


Sigurbjörn Ófeigur Hallgrímsson sótti um leyfi byggingafulltrúa til að standa fyrir byggingarframkvæmdum í lögsagnarumdæmi
Vestmannaeyja sem húsasmíðameistari, skv. gr. 37.2 í byggingareglugerð nr. 441/1998.
Afrit af sveinsbréfi og sveinsprófabók frá 23. júní 1987 og meistarabréfi frá 22. nóvember 1994 fylgja umsókninni.

Afgreiðsla byggingafulltrúa frá 29. júní s.l.
Byggingafulltrúi samþykkir Sigurbjörn Ófeig Hallgrímsson sem löggiltan húsasmíðameistara með staðbundna viðurkenningu í
Vestmannaeyjum. Húsasmíðameistari ber ábyrgð á þeim verkþáttum framkvæmdar sem kveðið er á um í 38. gr.
byggingareglugerðar nr. 441/1998, og einnig skal iðnmeistari starfa í samræmi við 2. kafla reglugerðarinnar, 31. - 61. gr.
Afgreiðsla þessi er skv. ákvæðum skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997 og byggingareglugerðar nr. 441/1998.

 

26. Strembugata 26 - Einbýlishús, Breyta stofuglugga.
Umsókn nr. 990069 (01.84.330.260 01)
140833-2159 Ólafur Rósinkrans Guðnason
Strembugötu 26 900


Ólafur R. Guðnason sótti um leyfi byggingafulltrúa til að breyta stofuglugga á húseign sinni að Strembugötu 26, skv.
meðfylgjandi teikningu.

Afgreiðsla byggingafulltrúa frá 26. maí s.l.
Byggingafulltrúi heimilar Ólafi R. Guðnasyni að breyta stofuglugga á húseign sinni að Stembugötu 26, sbr. meðfylgjandi teikning
segir til um.

Byggingaleyfisgjöld: kr. 2.500, -

 


27. Vallargata 12 - Einbýlishús, Setja upp hurð á vesturhlið, svalahurð.
Umsókn nr. 990089 (01.90.430.120 01)
280167-4199 Þorvaldur J. Kristjánsson
Vallargötu 12 900


Þorvaldur J. Kristjánsson sótti um leyfi byggingafulltrúa til að setja upp hurð á vesturhlið, svalahurð, á húseign sinni að
Vallargötu 12, samkvæmt meðfylgjandi teikningu.

Afgreiðsla byggingafulltrúa frá 4. júní s.l.
Byggingafulltrúi heimilar Þorvaldi J. Kristjánssyni að setja upp hurð á vesturhlið, svalahurð, á húseign sinni að Vallargötu 12,
sbr. meðfylgjandi teikning segir til um.

Bygginagleyfisgjöld: kr. 2.500, -

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159