15.06.1999

Umhverfis- og heilbrigðisnefnd

 
Umhverfis- og heilbrigðisnefnd 15. Júní 1999 Umhverfis- og heilbrigðisnefnd 15. Júní 1999
Fundur 15.06.99, kl:17:15.

Mætt voru: Drífa Krisjánsdóttir (DK), Einar Steingrímsson (ES), Lára Skæringsdóttir (LS), Sigmar Hjartarson (SH) og Guðjón Hjörleifsson (GH).
1. Staða samninga milli Vestmannaeyjabæjar og Heilbrigðisnefndar Suðurlands.
Guðjón Hjörleifsson gerði grein fyrir stöðu mála í samningum milli Vestmannaeyjabæjar og Heilbrigðisnefndar Suðurlands varðandi heilbrigðiseftirlit í Vestmannaeyjum.
2. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands
Fyrir liggur fundargerð 7. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands á Selfossi, 25.05. s.l.
3. Starfsleyfi og önnur leyfi
3.1. Fyrir lá beiðni frá bæjararáði um umsögn vegna umsóknar Ingibjargar F. Bernódusdóttur kt. 261052-5559, f.h. Flugfélags Vestmannaeyja, kt. 460194-2609 um leyfi til sölu á bjór og léttvíni í veitingasölunni á Flugvellinum í Vestmannaeyjum.
Engar athugasemdir eru gerðar við leyfisveitingu með fyrirvara um endanlega úttekt heilbrigðisfulltrúa á aðstöðu til sölunnar, enda virðist það vera þróunin að slík sala sé leyfð á flugvöllum landsins.
3.2. Fyrir lá beiðni frá sýslumanni um umsögn vegna umsóknar Heiðmundar Sigurmundssonar, kt. 230235-2609, um endurnýjun á starfsleyfi fyrir Hótel Þórshamar, Vestmannabraut 28,Vm. og Gistiheimilisins Sunnhóls, Vm.
Samþykkt með fyrirvara um úttekt heilbrigðisfulltrúa.
3.3. Fyrir lá beiðni frá sýslumanni um umsögn vegna umsóknar Þrastar Johnsen, kt. 130557-5389 um starfsleyfi fyrir Hótel Bræðraborg, Herjólfsgötu 4, Vm. og gistiheimilis/íbúðahótels að Bárustíg 2 Vm.
Hótel Bræðraborg: Samþykkt.
Bárustígur 2: Samþykkt með fyrirvara um úttekt heilbrigðisfulltrúa.
3.4. Fyrir lá beiðni frá sýslumanni um umsögn vegna umsóknar Ágústu Þyrí Friðriksdóttur, kt. 271044-4619 um leyfi til sölu gistingar á einkaheimili að Bröttagötu 15, Vm.
Samþykkt með fyrirvara um úttekt heilbrigðisfulltrúa.
4. Eftirlit og rannsóknir.
4.1. Fyrir liggja niðurstöður úr gerlamælingum á sandi úr sandkössum leikskólanna Sóla, Rauðagerðis og Kirkjugerðis. Niðurstöðurnar hafa verið sendar skólamálafulltrúa og á leikskólana.
5. Lög og reglur.
Heilbrigðisfulltrúi lagði fram yfirlit yfir stjórnsýslugerðir sem gefnar hafa verið út frá síðasta fundi:
5.1. Yfirlit yfir plöntulyf, örgresiefni, stýriefni og útrýmingarefni nr. 3/1999 L.
5.2. Auglýsing um takmörkun áinnflutningi tiltekinna matvæla frá Belgíu (11.06.99).
6. Önnur mál.
6.1. Rætt var um framkvæmd hreinsunar á ónýtum og númerslausar bifreiðum, rusli og öðrum óþrifnaði víða um eyjuna. Bæjarbúar eru eindregið hvattir til þess að taka til og fegra eignir sínar.
6.2. Rætt var um veitingu Umhverfisverðlauna fyrir árið 1999. Samþykkt að veita þrenn verðlaun:
a) Snyrtilegasta eignin.
b) Snyrtilegasta gatan.
c) Snyrtilegasta fyrirtækið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl: 18:30.

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159