27.05.1999

Umhverfisnefnd -

 
Umhverfis- og heilbrigðisnefnd 27. Maí 1999 Umhverfis- og heilbrigðisnefnd 27. Maí 1999
Fundur 27. maí 1999, kl. 17.00.

Mætt voru: Drífa Kristjánsdóttir, Einar Steingrímsson, Lára Skæringsdóttir, Sigmar Hjartarson.

1. mál.
Staða samninga milli Vestmannaeyjabæjar og Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

Sigmar Hjartarson gerði grein fyrir stöðu mála í samningum milli Vestmannaeyjabæjar og Heilbrigðisnefndar/eftirlits Suðurlands varðandi heilbrigðiseftirlit í Vestmannaeyjum.

2. mál.
Starfsleyfi og önnur leyfi.

2.1. Fyrir lá beiðni frá sýslumanni um umsögn vegna umsóknar Þorkels Húnbogasonar, kt. 240446-3249, um leyfi til reksturs Gistiheimilisins Heimis, kt. 510393-2369, Heiðarvegi 1, Vm.

Heilbrigðisfulltrúi hefur skoðað staðinn og gerir engar athugasemdir við leyfisveitingu.

2.2. Fyrir lá beiðni frá sýslumanni um umsögn vegna umsóknar Jóns Inga Guðjónssonar, kt. 050246-7369, um leyfi til reksturs skemmtistaðarins Höfðans, kt. 551298-2139, Heiðarvegi 1, Vm.

Heilbrigðisfulltrúi hefur skoðað staðinn og gerir engar athugasemdir við leyfisveitingu.

2.3. Fyrir lá beiðni frá sýslumanni um umsögn vegna umsóknar Aðalsteins Sigurjónssonar f.h. Í.B.V. íþróttafélags, kt. 680197-2029, um leyfi til reksturs veitingatjalds í Herjólfsdal, Vm.

Nefndin samþykkir erindið og felur heilbrigðisfulltrúa að fylgja því eftir að öllum kröfum til slíks reksturs sé fullnægt.

3. mál.
Eftirlit og rannsóknir.

Heilbrigðisfulltrúi vinnur að því að safna myndum af númerslausum bifreiðum, drasli og fleiru sem betur má fara í Vestmannaeyjum. Bréf verða send til eigenda með áskorun um úrbætur.

4. mál.
Lög og reglur.

Eftirfarandi er yfirlit yfir lög og reglugerðir sem gefnar hafa verið út á heilbrigðis- og mengunarsviði það sem af er ársins 1999:

4.1. Lög nr. 44/1999 um náttúruvernd (22.03.99).
4.2. Reglugerð nr. 77/1999 um breytingu á reglugerð nr. 236/1990, um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda sem innihalda slík efni, ásamt síðari breytingum (29.01.99).
4.3. Reglugerð nr. 150/1999 um breytingu á reglugerð nr. 236/1990, um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda sem innihalda slík efni, ásamt síðari breytingum (05.03.99).
4.4. Reglugerð nr. 187/1999 um halónsslökkvikerfi.
4.5. Reglugerð nr. 191/1999 um breytingu á reglugerð nr. 533/1994 um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla (10.03.99).
4.6. Reglugerð nr. 209/1999 um breytingu á reglugerð nr. 531/1993 um efni og hluti úr plasti sem ætlað er að snerta matvæli, sbr. breytingar nr. 576/1997 OG 705/1998 (22.03.99).
4.7. Reglugerð nr. 252/1999 um varnir við losun rokgjarna lífrænna efnasambanda (VOC), við geymslu á bensíni og dreifingu þess frá birgðastöðvum til bensínstöðva.

5. mál.
Viðurkenningar fyrir snyrtimennsku.

Heilbrigðisnefnd hefur ákveðið í samráði við Rotary í Vestmannaeyjum að veita viðurkenningar fyrir snyrtilegustu götu, hús og fyrirtæki í bænum fyrir árið 1999. Val og afhending viðurkenninga verður kynnt síðar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.00.

Drífa Kristjánsdóttir
Einar Steingrímsson
Lára Skæringsdóttir
Sigmar Hjartarson

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159