25.05.1999

Skipulagsnefnd 25. Maí

 
Skipulagsnefnd 25. Maí 1999 Skipulagsnefnd 25. Maí 1999 1417. fundur 1999

Ár 1999, þriðjudaginn 25. maí kl. 17:00 var haldinn 1417. fundur skipulagsnefndar Vestmannaeyja. Þessir sátu fundinn: Drífa
Kristjánsdóttir, Skæringur Georgsson, Helgi Bragason, Bjarni Guðjón Samúelsson og Baldvin K Kristjánsson. Einnig sátu
fundinn: Ólafur Ólafsson og Ingi Sigurðsson. Ritari var Drífa Kristjánsdóttir.

Þetta gerðist:


1. Herjólfsdalur, Kynning á drögum að deiliskipulagi Herjólfsdals
Umsókn nr. 990009 (01.99.982.700)
690269-0159 Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu 902


Varðar 1. mál frá fundi skipulagsnefndar þann 22. febrúar s.l.
Vestmannaeyjabær leggur inn til afgreiðslu nefndarinnar deiliskipulag af Herjólfsdal að lokinni auglýsingu sbr. skipulags- og
byggingalög nr. 73/1997 og skipulagsreglugerð nr. 400/1998 segja til um. Tillagan er nú tekin til afgreiðslu sbr. gr. 6.3.
"Afgreiðsla skipulagstillagna" liður 6.3.3 um deiliskipulag. Alls bárust sjö athugasemdir og tvær umsagnir og eru meðfylgjandi.

Nefndin fór yfir innsendar athugasemdir og umsagnir og lagði drög að svörum við þeim erindum. Einnig skýrði byggingafulltrúi
frá næstu skrefum í málinu og var samþykkt að fresta afgreiðslu skipulagsins til næsta fundar.

Meðfylgjandi: Afrit af sjö athugasemdum og tveimur umsögnum ásamt tveimur erindum byggingafulltrúa.


Nefndin samþykkir drög að svörum við athugasemdum sem lögð voru fram á fundi þann 28. apríl s.l.
Nefndin leggur til að brú yfir tjörnina verði ekki varanleg og verði ekki á því deiliskipulagi sem er til afgreiðslu.
Nefndin leggur hins vegar til að leyfilegt sé að hafa brú uppi í 3-4 vikur á ári í kringum Þjóðhátíðina. Nefndin álítur
mikilvægi slíkrar brúar ekki það mikið að þörf sé á henni, og tekur undir mikilvægi þess að halda tjörninni í
Herjólfsdal eins lengi opinni og náttúrulegri eins og hægt er. Hins vegar er mikilvægi brúarinnar fyrir Þjóðhátíðina
eðlilegt enda hún orðin fastur póstur af heildarmynd hátíðarinnar. Nefndin telur að nauðsyn á varanlegri brú sé ekki
til staðar og einnig komi hún til með að vera of áberandi í umhverfinu.
Nefndin leggur til að göngu- og hjólastígur meðfram Dalvegi verði að hámarki 2,5 metrar á breidd í stað 3,0 metra
skv. tillögu. Einnig leggur nefndin til að stígurinn endi við veginn inn að vatnspósti en ekki við hlaupabrautina skv.
tillögu. Nefndin telur að leitast þurfi við að hafa stíginn eigi breiðari en nauðsynlegt er bæði vegna skeringa á sumum
stöðum í hlíðinni og einnig vegna þess að hér er eingöngu um göngu- og hjólastíg að ræða.

 


Nefndin leggur til að göngustígur milli brennustæðis og ræðustóls/setbrekku verði ekki á því deiliskipulagi sem er til
afgreiðslu. Nefndin telur ekki þörf á meiri stígagerð í Herjólfsdal en nauðsyn krefur.
Nefndin leggur til að göngustígur milli vegar inn að vatnspósti/snúningssvæði og hlaupabrautar/stóra sviðs verði ekki
á því deiliskipulagi sem er til afgreiðslu. Nefndin telur ekki þörf á meiri stígagerð í Herjólfsdal en nauðsyn krefur.
Nefndin óskar eftir að stígur út í Stafnes, þ.e. frá setbrekku og upp hlíðina yfir Dalfjallið, verði settur inn á uppdrátt
sem göngustígur. Stígurinn er til staðar og mikið notaður og því nauðsyn að hans sé getið á uppdrætti.
Ofangreindar breytingar sem nefndin leggur til að gerðar verði á deiliskipulagsuppdrætti eru óverulegar og að hluta til
í samræmi við þær athugasemdir sem bárust nefndinni til umsagnar.
Að öðru leyti samþykkir nefndin tillögu að deiliskipulagi Herjólfsdals fyrir sitt leyti og leggur til að deiliskipulagið
verði samþykkt með ofangreindum breytingum.
Meðfylgjandi: "Greinargerð vegna athugasemda við tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Herjólfsdal í
Vestmannaeyjum".
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Meðfylgjandi: Greinargerð vegna athugasemda við tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Herjólfsdal í Vestmannaeyjum.

 

 


2. Illugagata 64 og 66, Umsókn um lóðir nr. 64 og 66 til byggingar einbýlishúsa. Umsókn um lengingu Illugagötu
til austurs með byggingu einbýlishúsa í huga..
Umsókn nr. 990050
270847-2699 Valur Andersen
Túngötu 9 900


Varðar 5. mál frá fundi skipulagsnefndar 28. apríl s.l.
Valur Andersen sækir um til skipulagsnefndar lóðir nr. 64 og 66 við Illugagötu til byggingar einbýlishúsa. Einnig sækir Valur um
að lengja Illugagötu til austurs fyrir byggingu einbýlishúsa sbr. tillaga umsækjanda segir til um.

Nefndin frestaði erindinu til næsta fundar.

Nú liggur fyrir hugmynd af skipulagi svæðisins frá árinu 1989 unnin af Teiknistofu PZ ehf., "Deiliskipulag við Hábæ - tillaga nr.
3". Einnig liggur fyrir afgreiðsla bæjarstjórnar á erindinu frá 28. apríl s.l.

Nefndin samþykkir að úthluta þeim tveimur lóðum sem eru lausar skv. aðalskipulagi Vestmannaeyja 1988-2008, og
skal aðkeyrsla að þeim lóðum skal vera frá Illugagötu. Nefndin hafnar þeim hluta erindisins sem snýr að lengingu
Illugagötu til austurs.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Lóðargjöld: kr. 156.750, - pr. lóð þ.e. kr. 313.500 , - fyrir báðar lóðirnar þ.e. nr. 64 og 66 (m.v. 750 m2 pr. lóð).

 


3. Skipulag miðbæjarins, Vinnufundur með hagsmunaaðilum á miðbæjarsvæðinu
Umsókn nr. 990002
012345-6789 Skipulags- og bygginganefnd Vestm.eyja
Tangagötu 1 900


Skipulagsnefnd Vestmannaeyja fjallar um skipulag miðbæjarins í kjölfar funda frá 14. janúar, 22. febrúar og 4. mars.
Á þeim fundum hélt nefndin áfram umfjöllun um miðbæjarskipulag, farið var yfir atriði sem komu fram á fundi með
hagsmunaðilum og einnig yfirfarið núgildandi skipulag og tillögur frá árinu 1989 og 1994. Rætt var um hvernig framhaldið yrði
þannig að sem skemmstur tími liði áður en framkvæmdir gætu hafist á svæðinu, bæði hvað varðar þá sem hafa sótt um
byggingaleyfi á svæðinu og einnig til að auglýsa lóðir til umsóknar.
Á fundi 4. mars s.l. barst bókun frá fulltrúum V-lista um hugmyndir er snerta skipulag miðbæjarins. Byggingafulltrúi og
bæjartæknifræðingur lögðu fram drög að minnislista varðandi markmiðasetningu miðbæjarins.
Ofangreind bókun og drög að minnislista fylgja þessari fundargerð sem fylgiskjöl nr. A og B.
Varðandi erindi Páls Zóphóníassonar og Sigurjóns Pálssonar, 3. mál frá fundi nefndarinnar 10. desember 1998, þá er nefndin
hlynnt því að leyfð verði bygging á Baldurshagalóðinni. Nefndin heimilar því umsækjendum að leggja fram teikningar af byggingu
á áðurnefndri lóð þegar skilmálar skipulagsnefndar liggja fyrir. Áætlað er að þeir skilmálar liggi fyrir eftir 4-6 vikur og verði
kynntir umsækjendum strax og þeir verða tilbúnir. Í framhaldi af því mun deiliskipulag svæðisins verða endurskoðað og vinna að
nýju deiliskipulagi hafin og það lagt fram svo fljótt sem mögulegt er.

Fylgiskjal A - "Hugmyndir er snerta skipulag miðbæjarins."
Fylgiskjal B - "Drög að minnislista varðandi markmiðasetningu miðbæjarins".

Nú liggja fyrir svör nefndarmanna og bæjarfulltrúa við minnislista nefndarinnar og niðurstöður kynntar.

 

Nefndin hefur yfirfarið samantekt varðandi "Minnislisti varðandi markmiðssetningu miðbæjarins í Vestmannaeyjum".
Nefndin samþykkir að opna Bárustíg til norðurs frá 15. september 1999, þ.e. þann hluta sem telst til göngugötu í dag.
Varðandi fyrirliggjandi umsókn um byggingaleyfi á Baldurshagalóðinni þá skal þeim umsækjendum Páli
Zóphóníassyni og Sigurjóni Pálssyni sent afrit af niðurstöðum samantektar á ofangreindum minnislista. Einnig óskar
nefndin eftir fundi með Páli og Sigurjóni varðandi byggingaleyfi á lóðinni n.k. miðvikudag 2. júní kl. 12.00 í fundarsal
húsnæðis Bæjarveitna Vestmannaeyja.

Meðfylgjandi: Minnislisti ásamt samantekt niðurstaðna, alls 3 bls.

 

4. Hásteinsvegur 14, Umsókn um lóð.
Umsókn nr. 990062 (01.34.330.140)
031167-3889 Jarl Sigurgeirsson
Faxastíg 7 900


Jarl Sigurgeirsson sækir um lóð til skipulagsnefndar að Hásteinsvegi 14 sem viðbótarlóð við húseign sína og lóð að Faxastíg 7.
Umsækjandi hefur þegar keypt bílskúr og innkeyrslu sem er á hluta umsóttrar lóðar, en samt á sérstakri lóð.

Stærð lóðar: 236 m2 skv. lóðarl.samningi
Stærð lóðar: 415 m2 skv. mælingu.


Nefndin hafnar erindinu þar sem lóðin skal vera laus til byggingar íbúðarhúss.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

 

5. Miðgerði, Umsókn um lóðir fyrir raðhús.
Umsókn nr. 990059
450789-6079 Tvö Þ hf.
Asavegi 23 900


2-Þ ehf sækja um lóðir að Miðgerði til byggingu raðhúsa samkvæmt meðfylgjandi hugmynd.
Gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir byggingu einbýlishúsa og eins parhús í götunni. Teikning af götunni skv. gildandi
deiliskipulagi er meðfylgjandi.


Nefndin frestar erindinu til næsta fundar.

 

6. Strandvegur 47 - Sérhæfð eign/Miðstræti 22 & 24, Umsókn um viðbótarlóð fyrir Strandveg 47
Umsókn nr. 980074 (01.84.130.470 01)
490389-2459 Herjólfur stúka nr.4 I.O.O.F.
Strandvegi 45 900


Varðar 4. mál frá fundi skipulagsnefndar 6. ágúst s.l.
Herjólfur st. nr. 4 I.O.O.F. endurnýjar umsókn sína um lóð hjá skipulagsnefnd með breytingum skv. meðfylgjandi teikningu. Um
er að ræða viðbótarlóð fyrir Strandveg 47 vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar til austurs og suðurs við Oddfellowhúsið, ca. 5 m til
austurs og 0,5 m til suðurs.

Nefndin frestaði erindinu þar til endanlegt skipulag svæðisins liggur fyrir, þ.e. lausar lóðir við Miðstræti 20 og 22 og lóð
Landlystar.

Stærð lóðar: ca. 70 m2

 

Nefndin samþykkir að úthluta umsækjanda ofangreindri viðbótarlóð.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Lóðargjöld: kr. 14.700 ,- (m.v. 70 m2 stækkun).

 

7. Svæði milli Sóleyjargötu og kirkjugarðs., Umsókn um lóðir til að byggja raðhús, 6-8 íbúðir.
Umsókn nr. 990058
450789-6079 Tvö Þ hf.
Asavegi 23 900


2-Þ ehf sækir um lóðir til skipulagsnefndar til byggingar raðhúsa á svæði milli Sóleyjargötu og kirkjugarðsins skv. meðfylgjandi
afstöðumyndum. Um er að ræða annars vegar skv. fyrri hugmynd, byggingu sex íbúða húss, og hins vegar skv. seinni hugmynd,
byggingu tveggja fjögurra íbúða húsa.

Samkvæmt aðalskipulagi Vestmannaeyja 1988-2008 er ekki gert ráð fyrir byggingarframkvæmdum á þessu svæði, sem er
flokkað sem óbyggð svæði og útivistarsvæði.


Nefndin frestar erindinu til næsta fundar.

 

8. Norræni byggingardagurinn, Ráðstefna í Reykjavík 5.-8. september 1999.
Umsókn nr. 990066
128128-1281 Samband íslenskra sveitarfélaga
Háaleitisbraut 11 128


Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynna um ráðstefnu í Reykjavík dagana 5.-8. september 1999, sem ber yfirskriftina "Norræni
byggingardagurinn", á vegum samtakanna Norræni byggingardagurinn, NBD.
Meðfylgjandi eru gögn um NBD 20 í Reykjavík 5.-8. september 1999.


Nefndin hefur móttekið erindið.

 

9. Útskrift úr fundargerð bæjarráðs, Lokun gatna vegna verkefnisins "Hraun og fólk".
Umsókn nr. 990044
690396-2709 Þróunarfélag Vestmannaeyja
Strandvegi 50 900


Varðar 4. mál frá fundi skipulagsnefndar 28. apríl s.l.
Bæjarráð Vestmannaeyja fjallaði um erindi frá Þróunarfélagi Vestmannaeyja á fundi sínum 12. apríl s.l. Þar er óskað eftir
tilteknum svæðum vegna verkefnisins "Hraun og fólk" sem verður á tímabilinu 15. júlí til 15. ágúst. Bæjarráð samþykkti afnot af
Stakkagerðistúni en vísar ákvörðun um lokun gatna til skipulagsnefndar.
Um er að ræða lokun Hilmisgötu frá Hilmisgötu 13 og að Hilmisgötu 5.

Nefndin frestaði erindinu og fól byggingafulltrúa að fá frekari upplýsingar frá Þróunarfélagi Vestmannaeyja og gera könnun á
meðal íbúa Hilmisgötunnar um mögulega lokun götunnar.

Frekari upplýsingar frá Þróunarfélagi Vestmannaeyja liggja fyrir og þar óskað eftir lokun Hilmisgötu frá Kirkjuvegi að
Arnardrangi á meðan á umferð vegna flutnings á efnivið og vinnutækjum stendur. Einnig er óskað eftir "stéttarsvæði" sem er
næst minnisvarða Oddgeirs Kristjánssonar.


Nefndin samþykkir erindið miðað við þær viðbótarupplýsingar sem koma fram í bréfi frá Þróunarfélagi
Vestmannaeyja dagsett 18. maí 1999.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

 

10. Útskrift úr fundargerð bæjarráðs, Leyfi fyrir léttvínssölu í veitingasölunni á flugvellinum.
Umsókn nr. 990078
460194-2609 Flugfélag Vestmannaeyja ehf.
Vestmannaeyjaflugvelli 900


Bæjarráð Vestmannaeyja fjallaði um erindi frá Flugfélagi Vestmannaeyja á fundi sínum 17. maí s.l.
Þar er sótt um leyfi til léttvínssölu í veitingasölunni á flugvellinum. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar ásamt
félagsmálaráði, umhverfis- og heilbrigðisnefndar, Flugmálastjórnar og sýslumannsembættisins.


Nefndin tekur ekki afstöðu til erindisins.

 

11. Útskrift úr fundargerð bæjarráðs, Leyfi fyrir gistiheimilið Heimi.
Umsókn nr. 990079
240446-3249 Þorkell Andersen
Hrauntúni 29 900


Bæjarráð Vestmannaeyja fjallaði um erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum á fundi sínum 17. maí s.l. Þar er sótt um leyfi
vegna gistiheimilisins Heimis v/Heiðarveg.
Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar ásamt umhverfis- og heilbrigðisnefndar.


Nefndin hefur móttekið erindið og vísar til umsagnar slökkviliðsstjóra dagsett 17. maí s.l. og þeim skilmálum sem
settir eru fram þar varðandi úrbætur í brunavörnum hússins.

 

12. Útskrift úr fundargerð bæjarráðs, Leyfi fyrir skemmtistaðinn Höfðann.
Umsókn nr. 990080
050246-7369 Jón Ingi Guðjónsson
Helgafellsbraut 31 900


Bæjarráð Vestmannaeyja fjallaði um erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum á fundi sínum 17. maí s.l. Þar er sótt um leyfi
vegna skemmtistaðarins Höfðans v/Heiðarveg.
Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar ásamt umhverfis- og heilbrigðisnefndar.


Nefndin hefur móttekið erindið og vísar til umsagnar slökkviliðsstjóra dagsett 17. maí s.l. og þeim skilmálum sem
settir eru fram þar varðandi úrbætur í brunavörnum hússins.


13. Búhamar 48, Byggja bílskúr.
Umsókn nr. 990071 (01.16.330.480)
081155-5699 Haukur Hauksson
Búhamri 48 900


Haukur Hauksson sækir um leyfi skipulagsnefndar til að byggja bílskúr á lóð sinni að Búhamri 48, samkvæmt teikningum og
skráningartöflu Teiknistofu PZ ehf.
Samþykki nágranna að Búhamri 46 liggur fyrir.


Nefndin samþykkir erindið enda verði farið eftir ákvæðum í 113. gr. byggingareglugerðar varðandi bílageymslur, þ.e.
eftirfarandi:
"113.4 Ef bílageymsla er nær lóðarmörkum en 1 m skal veggurinn sem snýr að lóðarmörkum vera eldvarnarveggur
REI-M120.
113.6 Aðskilnaður á milli húss og bílageymslu skal vera EI60, hvort sem um er að ræða sérstæða bílageymslu eða
bílageymslu sambyggða húsi. Hurð á milli húss og bílageymslu sem er sambyggð húsi skal vera EI-CS30 og skal hurðin
ekki opnast beint inn í íbúðarrými, heldur anddyri eða annað sambærilegt rými.
113.7 Loft- og veggklæðningar bílageymslu skulu vera í flokki 1.
113.8 Í hverri bílageymslu skal vera handslökkvitæki af viðurkenndri gerð."

Byggingaleyfisgjöld kr. 7.200, -

 

14. Eiði, Byggja fiskverkunar- og útgerðarhús.
Umsókn nr. 990075
010756-3679 Viðar Elíasson
Strembugötu 8 900


Viðar Elíasson sækir um leyfi skipulagsnefndar að byggja fiskverkunar- og útgerðarhús á lóð sinni við Eiði, samkvæmt
teikningum Sigurjóns Pálssonar byggingatæknifræðings.
Umsagnir Vinnueftirlits ríkisins, heilbrigðisfulltrúa Vestmannaeyja og Brunamálstofnunar liggja fyrir.


Nefndin samþykkir erindið.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld: kr. 106.918, -

 

15. Hamarsskóli, Byggja viðbyggingu fyrir lyftuhús með tilheyrandi aðkomu.
Umsókn nr. 990053 (01.24.130.000)
690269-0159 Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu 902


Vestmannaeyjabær sækir um leyfi skipulagsnefndar til að byggja viðbyggingu fyrir lyftuhús með tilheyrandi aðkomu við
Hamarsskólann, samkvæmt fyrirspurnarteikningum og módeli ARKÍS ehf.
Lögð er fram fyrirspurnarteikning samkvæmt húsrýmisáætlun. Eftir er að yfirfara endanlega heildarstærð viðbyggingar.


Nefndin samþykkir erindið.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld: kr. 10.938, -

 

16. Landlyst við Skansinn, Endurbygging Landlystar og fyrirkomulag salerna.
Umsókn nr. 980134
690269-0159 Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu 902


Varðar 6. mál frá fundi nefndarinnar 28. apríl s.l.
Vestmannaeyjabær sækir um leyfi skipulagsnefndar til að byggja norska stafkirkju á svæðinu við Skansinn, þar sem fiskeldisker
ÍSNÓ var til skamms tíma, samkvæmt teikningum Andersen og Irgens A/S frá Noregi. Einnig er óskað eftir afgreiðslu
nefndarinnar á tillögum að skipulagi svæðisins sem fylgja teikningum, sem og staðsetningu annarra mannvirkja.

Erindið var tekið fyrir áður sem fyrirspurn þann 10. desember 1998 og þá afgreiddi nefndin erindið þannig að hún væri hlynnt
því að fyrirliggjandi tillögur Andersen og Irgens A/S frá Noregi yrðu notaðar sem drög að skipulagi svæðisins. Nefndin lagði
einnig til að gert verði ráð fyrir salernisaðstöðu á svæðinu, sem nýtist þeim sem koma til með að heimsækja svæðið þ.e.
ferðamenn ofl.

Nefndin ítrekaði að hún er hlynnt erindinu sbr. afgreiðsla á 2. máli frá 10. desember 1998. Nefndin óskaði hins vegar eftir
frekara skipulagi af svæðinu þannig að hægt sé að fá svör við þeim spurningum sem eru uppi um þetta svæði. Nefndin óskaði
eftir fundi með bygginganefnd stafkirkjunnar ásamt landslagsarkitekt sem fyrst.

Óskað er eftir breytingu á síðustu bókun frá 28. apríl, þ.e. að Bygginganefnd Stafkirkju sækir um leyfi til skipulagsenfndar en
ekki Vestmannaeyjabær.


Nefndin samþykkir breytta bókun varðandi umsækjanda fyrir byggingu stafkirkju.

 

17. Vesturvegur 31, Bygging bílskúrs.
Umsókn nr. 990070 (01.93.330.310)
120554-3879 Bjarni Kristmundsson
Vesturvegi 31 900


Bjarni Kristmundsson og Nongluck Vongsasom gera fyrirspurn til skipulagsnefndar um mögulega byggingu bílskúrs úr timbri á
lóð Vesturvegar 31, samkvæmt meðfylgjandi hugmynd á lóðarblaði.


Nefndin hafnar tillögu að staðsetningu bílskúrs, en vísar á staðsetningu sunnan húss og aðkeyrslu þá frá Herjólfsgötu.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

 


18. Heiðarvegur 6 - Versl/skrifstofuhús, Fyrirspurn um tröppur fyrir 2. hæð.
Umsókn nr. 990063 (01.35.530.060 01)
140841-3159 Grétar Þórarinsson
Heiðarvegi 45 900


Grétar Þórarinsson gerir fyrirspurn til skipulagsnefndar varðandi mögulegt aðgengi að efri hæð húseignar sinnar að Heiðarvegi 6,
samkvæmt meðfylgjandi hugmynd á útlitsteikningu.


Nefndin er jákvæð fyrir erindinu en óskar eftir grenndarkynningu. Í framhaldinu er óskað eftir fullnægjandi
teikningum.

 

19. Herjólfsdalur, Uppsetning leiktækja á flöt neðan Fjósakletts.
Umsókn nr. 990060 (01.99.982.700)
690269-0159 Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu 902


Vestmannaeyjabær sækir um leyfi skipulagsnefndar til að setja upp leiktæki á flötina fyrir neðan Fjósaklett í Herjólfsdal,
samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Gert er ráð fyrir að umrædd tæki verði staðsett í samræmi við skipulag Herjólfsdals og nákvæm staðsetning verði endanlega
ákveðin og mæld út af byggingafulltrúa.


Nefndin samþykkir erindið.

Framkvæmdaleyfisgjöld kr. 2.500, -

 

20. Strandvegur 30 , Setja upp skilti af PH-Viking.
Umsókn nr. 990065 (01.84.130.300)
690597-3499 Lubba ehf.
Strandvegi 81 900


Hlutafélagið Lubba ehf sækir um leyfi til að fá að setja upp tvö skilti með fallegri mynd af PH-Viking og Heimaey í baksýn.
Endanleg staðsetning hefur ekki verið endanlega ákveðin, en hugmynd hefur verið viðruð við forráðamenn Ísfélagsins um að
staðsetja annað þeirra á suðurgafli Strandvegar 30, og var þeirri málaleitan vel tekið. Hin staðsetning á skilti hefur ekki verið
ákveðin. Um er að ræða skilti sem eru 1,0 * 1,20 metrar sbr. meðfylgjandi mynd sýnir.


Nefndin frestar erindinu til næsta fundar.

 

21. Ásavegur 20 - Einbýlishús, Breyta gluggum.
Umsókn nr. 990064 (01.03.530.200 01)
060372-3579 Una Sigrún Ástvaldsdóttir
Ásavegi 20 900


Una Sigrún Ástvaldsdóttir sótti um leyfi byggingafulltrúa til að breyta gluggum á húseign sinni að Ásavegi 20, samkvæmt
teikningum Teiknistofu PZ ehf.

Afgreiðsla byggingafulltrúa frá 11. maí s.l.
Byggingafulltrúi heimilar Unu Sigrúnu Ástvaldsdóttur að breyta og endurnýja glugga á húseign sinni að Ásavegi 20 sbr.
teikningar segja til um, utan tveggja breytinga. Í herbergjum í norðurhluta svefnálmu skulu opnanleg fög vera stærri svo þau séu
manngeng sem björgunarop skv. 159. gr. byggingareglugerðar nr. 73/1997. Í gr. 159.2 segir svo: "Samanlögð hæð og breidd
björgunarops skal a.m.k. vera 1,50 m. Ef um er að ræða hliðarhengdan glugga, hlera eða renniglugga skal breidd opsins vera
a.m.k. 0,50 m. Í öðrum tilvikum skal breiddin vera a.m.k. 0,60 m. Hæð má aldrei vera minni en 0,60 m. Þar sem neðri brún
björgunarops er minna en 2,0 m yfir jörð skal lágmarksstærð þess vera 0,50 * 0,50 m."
Afgreiðsla þessi miðast við að björgunarop verði færð í réttar stærðir skv. ákvæðum reglugerðarinnar.
Afgreiðsla þess er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld kr. 2.500, -

 


22. Áshamar 41 - Sérbýlishús, Innrétta ris, setja upp hringstiga og fjóra þakglugga, tvo á hvorri þekju.
Umsókn nr. 990072 (01.04.130.410 01)
240558-2549 Jóhannes Ólafsson
Kirkjubæjarbraut 3 900


Jóhannes Ólafsson sótti um leyfi byggingafulltrúa til að innrétta ris, setja upp hringstiga og fjóra þakglugga, tvo á hvorri þekju að
Áshamri 41, samkvæmt teikningu Teiknistofu PZ ehf.

Afgreiðsla byggingafulltrúa frá 17. maí s.l.
Byggingafulltrúi heimilar Jóhannesi Ólafssyni að innrétta ris, setja upp hringstiga og fjóra þakglugga, tvo á hvorri þekju að
Áshamri 41, sbr. teikning segir til um.
Áður höfðu nágrannar samþykkt sömu breytingar fyrir hús nr. 45 og 47 sbr. afgreiðslur frá 16.02. og 26.03. 1998. Einnig skal
tryggt að þakgluggar séu manngengir sbr. 159. gr. byggingareglugerðar nr. 441/1998.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld kr. 2.500, -

 


23. Bessahraun 24 - Einbýlishús, Breyta gluggum, reisa skýli við bakinngang og skjólgirðingu fyrir fram húsið að
suðvestan.
Umsókn nr. 990056 (01.08.030.240 01)
060556-5209 Stefán Sigurðsson
Bessahrauni 24 900


Stefán Sigurðsson og Guðrún Gísladóttir sóttu um leyfi byggingafulltrúa til að breyta gluggum, reisa skýli við bakinngang og
skjólgirðingu fyrir fram húsið að suðvestan, samkvæmt teikningum Björgvins Björgvinssonar byggingatæknifræðings.

Afgreiðsla byggingafulltrúa frá 29. apríl s.l.
Byggingafulltrúi heimilar Stefáni Sigurðssyni að breyta gluggum, reisa skýli við bakinngang og skjólgirðingu fyrir fram húsið að
suðvestan, sbr. teikningar segja til um. Skila skal inn sérteikningu af frágangi skýlis við þak og útvegg húss.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld kr. 2.500, -

 


24. Brimhólabraut 4 - Einbýlishús, Breyta gluggum og stækka kvist á austurhlið.
Umsókn nr. 990077 (01.14.930.040 01)
080550-3329 Guðjón Ragnar Rögnvaldsson
Brimhólabraut 4 900


Guðjón R. Rögnvaldsson sótti um leyfi byggingafulltrúa til að breyta gluggum og stækka kvist á austurhlið á húseign sinni að
Brimhólabraut 4, samkvæmt teikningum Teiknistofu PZ ehf.

Afgreiðsla byggingafulltrúa frá 21. maí s.l.
Byggingafulltrúi heimilar Guðjóni R. Rögnvaldssyni að breyta gluggum og stækka kvist á austurhlið á húseign sinni að
Brimhólabraut 4, sbr. ofangreindar teikningar segja til um.
Stærð opnanlegra faga sem björgunaropa skal vera skv. 159. gr. byggingareglugerðar nr. 441/1998, þ.e. að lágmarki 0,50 m á
breidd ef um er að ræða hliðarhengdan glugga, hlera eða renniglugga, en í öðrum tilvikum a.m.k. 0,60 m. Þetta á við um glugga
á efri hæð en á neðri hæð þar sem neðri brún björgunarops er minna en 2,0 m yfir jörðu skal lágmarksstærð þess vera 0,5 *
0,5 m.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld kr. 4.000, -

 


25. Fjólugata 15 - Einbýlishús, Breyta gluggum.
Umsókn nr. 990073 (01.23.330.150 01)
071252-4269 Sigurvin Marinó Sigursteinsson
Fjólugötu 15 900


Sigurvin Marinó Sigursteinsson sótti um leyfi byggingafulltrúa til að breyta gluggum á húseign sinni að Fjólugötu 15, samkvæmt
teikningum Teiknistofu PZ ehf.

Afgreiðsla byggingafulltrúa frá 19. maí s.l.
Byggingafulltrúi heimilar Sigurvin Marinó Sigursteinssyni að breyta gluggum á húseign sinni að Fjólugötu 15, sbr. teikning segir til
um. Björgunarop skulu uppfylla ákvæði 159. gr. byggingareglugerðar nr. 441/1998, þ.e. þar sem neðri brún björgunaropa er
minna en 2,0 metrum yfir jörðu.
Í herbergjum í svefnálmu skulu opnanleg fög vera manngeng sem björgunarop skv. ofangreindri grein. Í gr. 159.2 segir svo:
"Samanlögð hæð og breidd björgunarops skal a.m.k. vera 1,50 m. Ef um er að ræða hliðarhengdan glugga, hlera eða
renniglugga skal breidd opsins vera a.m.k. 0,50 m. Í öðrum tilvikum skal breiddin vera a.m.k. 0,60 m. Hæð má aldrei vera
minni en 0,60 m. Þar sem neðri brún björgunarops er minna en 2,0 m yfir jörð skal lágmarksstærð þess vera 0,50 * 0,50 m."
Afgreiðsla þessi miðast við að björgunarop verði færð í réttar stærðir skv. ákvæðum reglugerðarinnar.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld kr. 2.500, -

 


26. Hrauntún 30 - Raðhús, Stækka bílskúr til norðurs.
Umsókn nr. 990057 (01.43.330.260 03)
200846-3119 Ingi Júlíusson
Hrauntúni 30 900


Ingi Júlíusson sótti um leyfi byggingafulltrúa til að stækka bílskúr til norðurs á Hrauntúni 30, samkvæmt teikningu Valgeirs
Jónassonar.
Samþykki nágranna að Hrauntúni 26, 28 og 32 liggur fyrir.

Afgreiðsla byggingafulltrúa frá 21. apríl s.l.
Byggingafulltrúi heimilar Inga Júlíussyni að stækka bílskúr í norður á húseign sinni að Hrauntúni 30, sbr. teikning Valgeirs
Jónassonar segir til um.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld kr. 2.790, -

 

27. Höfðavegur 53 - Einbýlishús, Breyta gluggum
Umsókn nr. 990055 (01.46.030.530 01)
150263-2719 Guðmundur Gíslason
Höfðavegi 53 900


Guðmundur Gíslason sótti um leyfi byggingafulltrúa til að breyta gluggum í húseign sinni að Höfðavegi 53, samkvæmt teikningum
Teiknistofu PZ ehf.

Afgreiðsla byggingafulltrúa frá 11. maí s.l.
Byggingafulltrúi heimilar Guðmundi Gíslasyni að breyta gluggum í húseign sinni að Höfðavegi 53 sbr. teikningar segja til um.
Björgunarop skulu uppfylla ákvæði 159. gr. byggingareglugerðar nr. 441/1998, þ.e. þar sem neðri brún björgunaropa er minna
en 2,0 metrum yfir jörðu.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld kr. 2.500, -

 


28. Höfðavegur 65 - Einbýlishús, Stækka stofu til suðurs og svalir til vesturs.
Umsókn nr. 990068 (01.46.030.650 01)
290163-7819 Páll Þór Guðmundsson
Höfðavegi 65 900


Páll Guðmundsson sótti um leyfi byggingafulltrúa til að stækka stofu til suðurs og svalir til vesturs, samkvæmt meðfylgjandi
teikningum.

Afgreiðsla byggingafulltrúa frá 17. maí s.l.
Byggingafulltrúi heimilar Páli Guðmundssyni að stækka stofu til suðurs og svalir til vesturs, sbr. teikningar segja til um. Skila skal
inn sérteikningum af frágangi stækkunar stofu, þ.e. útveggir og þak, sem og sérteikningu af stækkun svalagólfs.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld kr. 3.000, -

 

 


29. Kirkjubæjarbraut 15 - Einbýlishús, Ósk um samþykkta íbúð í kjallara
Umsókn nr. 990054 (01.49.830.150 01)
091160-5019 Halldór Hjörleifsson
Kirkjubæjarbraut 15 900


Halldór Hjörleifsson sótti um leyfi byggingafulltrúa til að fá íbúð í kjallara að Kirkjubæjarbraut 15 samþykkta sem löglega íbúð,
samkvæmt teikningum og skráningartöflu Teiknistofu PZ ehf og eignaskiptayfirlýsingu Jóns Valgeirssonar lögfræðings.
Húsið var samþykkt af bygginganefnd sem einbýlishús árið 1981og breytingar á kjallara samþykktar árið 1993.

Afgreiðsla byggingafulltrúa frá 30. apríl s.l.
Byggingafulltrúi samþykkir íbúð í kjallara að Kirkjubæjarbraut 15 miðað við ofangreindar teikningar og eignaskiptayfirlýsingu.
Íbúðin uppfyllir ákvæði 96. gr. byggingareglugerðar nr. 441/1998 um íbúðir í kjallara og á jarðhæð, og er ítrekað að veggur
milli íbúða í kjallara sé A-EI60 veggur skv. 7. kafla reglugerðarinnar.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld kr. 9.050, -

 


30. Skólavegur 21, Fjarlægja reykháfa.
Umsókn nr. 990067 (01.77.230.210)
701288-1739 Sjóvá-Almennar hf. tryggingafélag
Skólavegi 21 900


Sjóvá-Almennar hf. og Þorsteinn Sigurðsson eigendur að Skólavegi 21 sóttu um leyfi byggingafulltrúa til að fjarlægja tvo
reykháfa á húseign sinni að Skólavegi 21, samkvæmt teikningum Teiknistofu PZ ehf.

Afgreiðsla byggingafulltrúa frá 12. maí s.l.
Byggingafulltrúi heimilar Sjóvá-Almennum

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159