04.03.1999

Skipulagsnefnd 4. Mars

 
Skipulagsnefnd 4. Mars 1999 Skipulagsnefnd 4. Mars 1999 1414. fundur 1999

Ár 1999, fimmtudaginn 4. mars kl. 17:00 var haldinn 1414. fundur skipulagsnefndar Vestmannaeyja. Þessir sátu fundinn: Drífa
Kristjánsdóttir , Skæringur Georgsson, Bjarni Guðjón Samúelsson, Stefán Óskar Jónasson og Sigurður Smári Benónýsson.
Einnig sátu fundinn: Ingi Sigurðsson og Ólafur Ólafsson. Ritari var Drífa Kristjánsdóttir.

Þetta gerðist:


1. Skipulag miðbæjarins, Vinnufundur með hagsmunaaðilum á miðbæjarsvæðinu
Umsókn nr. 990002
012345-6789 Skipulags- og bygginganefnd Vestm.eyja
Tangagötu 1 900


Skipulagsnefnd Vestmannaeyja fjallar um skipulag miðbæjarins í kjölfar fundar hagsmunaaðilum á svæðinu frá 14. janúar s.l. og
fundar nefndarinnar frá 22. febrúar s.l.
Á þeim fundi hélt nefndin áfram umfjöllun um miðbæjarskipulag, farið var yfir atriði sem komu fram á fundi með hagsmunaðilum
og einnig yfirfarið núgildandi skipulag og tillögur frá árinu 1989 og 1994. Rætt var um hvernig framhaldið yrði þannig að sem
skemmstur tími liði áður en framkvæmdir gætu hafist á svæðinu, bæði hvað varðar þá sem hafa sótt um byggingaleyfi á svæðinu
og einnig til að auglýsa lóðir til umsóknar.
Nefndin ákvað að halda næsta fund fimmtudaginn 4. mars og þá á að liggja fyrir þær tillögur sem meiri- og minnihluti
bæjarstjórnar vilja setja fram og hvaða forsendur nefndin ætlar að gefa sér. Einnig munu byggingafulltrúi og bæjartæknifræðingur
koma með sínar tillögur að skipulagi miðbæjar.


Bókun barst frá fulltrúum V-lista um hugmyndir er snerta skipulag miðbæjarins. Byggingafulltrúi og
bæjartæknifræðingur lögðu fram drög að minnislista varðandi markmiðasetningu miðbæjarins.
Ofangreind bókun og drög að minnislista fylgja þessari fundargerð sem fylgiskjöl nr. A og B.
Varðandi erindi Páls Zóphóníassonar og Sigurjóns Pálssonar, 3. mál frá fundi nefndarinnar 10.desember 1998, þá er
nefndin hlynnt því að leyfð verði bygging á Baldurshagalóðinni. Nefndin heimilar því umsækjendum að leggja fram
teikningar af byggingu á áðurnefndri lóð þegar skilmálar skipulagsnefndar liggja fyrir. Áætlað er að þeir skilmálar
liggi fyrir eftir 4-6 vikur og verði kynntir umsækjendum strax og þeir verða tilbúnir. Í framhaldi af því mun
deiliskipulag svæðisins verða endurskoðað og vinna að nýju deiliskipulagi hafin og það lagt fram svo fljótt sem
mögulegt er.

Fylgiskjal A - "Hugmyndir er snerta skipulag miðbæjarins."
Fylgiskjal B - "Drög að minnislista varðandi markmiðasetningu miðbæjarins".

 


2. Brekkuhús 160199 - Hlaða, Endurbyggja gömul útihús og byggja hæð þar ofan á.
Umsókn nr. 980129 (02.00.016.000 04)
270847-2699 Valur Andersen
Túngötu 9 900


Varðar 4. mál frá fundum skipulagsnefndar 3. desember 1998 og 14. janúar 1999.
Valur Andersen sækir um leyfi skipulagsnefndar til að endurbyggja gömlu útihúsin að Brekkuhúsi og innrétta þar bílskúr og
geymslur. Einnig er sótt um að byggja hæð þar ofan á fyrir íbúð, samkvæmt teikningum Sigurjóns Pálssonar tæknifræðings.

Nefndin samþykkti erindið með fyrirvara um samþykki Flugmálastjórnar ríkisins og Skipulagsstofnunar.

Umsagnir þessara aðila liggja nú fyrir og eru meðfylgjandi.

Nefndin frestaði erindinu á fundi 14. janúar s.l., vegna umsagnar Skipulagsstofnunar. Jafnframt krefst nefndin þess að hafin verði
skipulagsvinna við gerð deiliskipulags fyrir svæðið frá Ofanleiti og suður að Breiðibakka.


Með vísan til bréfs Skipulagsstofnunar frá 2. desember 1998 og með hliðsjón af áliti Flugmálastjórnar, sem fram
kemur í bréfi hennar dags. 11.12. 1998, samþykkir nefndin að breyta Aðalskipulagi Vestmannaeyja 1998-2008 sem
staðfest var 2. júlí 1990, á þann veg, að svæði umhverfis Brekkuhús sem skilgreint er sem "útivistarsvæði, opið svæði
til sérstakra nota" verði fellt niður. Í stað þeirrar skilgreiningar verði svæðið umhverfis húsin að Brekkuhúsi skilgreint
sem íbúðasvæði en að öðru leyti verður skilgreining svæðisins óbreytt. Þar sem hér er um óverulega breytingu að
ræða, mælir nefndin með að framgangsmáti málsins verði samkvæmt skipulagsreglugerð nr. 400/1998, gr. 7.2.2:
"7.2.2 Óveruleg breyting á aðalskipulagi.
Nú telur sveitarstjórn að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi er séu það óverulegar að ekki sé talin ástæða til
meðferðar samkvæmt 6. kafla og skal þá sveitarstjórn senda rökstudda tillögu um breytinguna til Skipulagsstofnunar.
Tillögunni skal fylgja yfirlýsing um að sveitarstjórn taki að sér að bæta það tjón er einstakir aðilar kunni að verða
fyrir við breytinguna. Skipulagsstofnun skal senda tillöguna áfram á ráðherra ásamt umsögn sinni innan viku frá því
að tillagan barst henni. Fallist ráðherra á tillöguna skal sveitarstjórn auglýsa hana með áberandi hætti. Komi ekki
fram athugasemdir innan þriggja vikna frá auglýsingu skoðast tillagan samþykkt. Komi fram athugasemdir við
auglýsta tillögu skal fara fram ein umræða um þær í sveitarstjórn. Afgreiðsla sveitarstjórnar skal send ráðherra til
staðfestingar. Fallist ráðherra á breytinguna skal hún auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Um gildistöku óverulegar breytingar á aðalskipulagi fer samkvæmt gr. 6.4."
Flugmálastjórn skal sérstaklega gert viðvart um breytinguna.
Þá samþykkir nefndin að heimila eiganda Brekkuhúss að endurbyggja útihús sitt og breyta því í íbúðarhús, enda taki
hann á sig hugsanlegar hækkanir á verðmæti eignarinnar við endurbygginguna, komi til þess að eignin verði keypt
upp vegna almenningsþarfa, t.d. við lengingu flugbrauta í framtíðinni.
Nefndin samþykkir erindið með því að þakhalli verði skv. lágmarksþakhalla þ.e. 14° sbr. gr. 136.3 í
byggingareglugerð. Einnig skal ganga frá umhverfinu kringum húsið að austan þannig að aðeins efri hæðin sé
sjáanleg. Skila skal inn fullnægjandi teikningum sem fyrst með þeim breytingum sem eru áskildar, og einnig skal skila
inn skráningartöflu fyrir húsið. Umsækjandi skal ganga frá húsinu þannig að það falli vel að umhverfi sínu og það
sama á við um frágang nánasta umhverfis hússins.
Afgreiðsla þessi er í samræmi við ákvæði skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997, skipulagsreglugerð nr. 400/1998 og
byggingareglugerð nr. 401/1998.

Stefán Ó. Jónasson er ekki samþykkur afgreiðslunni.

Byggingaleyfisgjöld (áætlun) kr. 15.035,-

 

 

 

 

 

3. Stakkagerðistún, Vatnslistaverk á vesturhluta Stakkagerðistún
Umsókn nr. 990022
481188-2539 Bæjarveitur Vestmannaeyja
Tangagötu 1 900

Bæjarveitur Vestmannaeyja sækja um leyfi skipulagsnefndar til að reisa vatnslistaverk á vesturhluta Stakkagerðistúns, nánar
tiltekið neðan Tröllskessu", samkvæmt teikningum Kjartans Mogensen landslagsarkitekts.
Óskað er eftir leyfi til að hefja undirbúning framkvæmda á þessu ári með því að laga umhverfið, hlaða skjólveggi, helluleggja og
setja upp bekki en uppsetning verksins er fyrirhuguð að ári.
Vatnsverkið verður úr steypu eða hömruðum málmi og verður tæpir þrír metrar á hæð. Endanlegt útlit þess liggur ekki fyrir en
samkvæmt frumdrögum mun vatnið renna niður verkið og mynda vatnsfilmu sem brotin verður með tveimur klossum, sem
standa út úr verkinu.


Nefndin samþykkir erindið enda verði gengið þannig frá verkinu að það falli vel að umhverfi sínu.
Afgreiðsla þessi er í samræmi við ákvæði skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld kr. 2.500, -

 

4. Kirkjuvegur 49 - Sambýlishús, Byggja viðbyggingu í norður
Umsókn nr. 990025 (01.50.630.490 01)
161239-3219 Bragi Ingiberg Ólafsson
Kirkjuvegi 49 900

Bragi I. Ólafsson sækir um leyfi skipulagsnefndar til að byggja við húseignina Kirkjuveg 49 í norður, samkvæmt teikningum
Teiknistofu PZ ehf.


Nefndin samþykkir erindið. Skila skal inn skráningartöflu, sbr. 18. gr. byggingareglugerðar, áður en framkvæmdir
hefjast.
Afgreiðsla þessi er í samræmi við ákvæði skipulags- og byggingalaga nr.73/1997.

Byggingaleyfisgjöld kr. 4.883, -

 

 

 

 

5. Hólagata 42 - Sambýlishús, Endurnýjun og breytingar á gluggum
Umsókn nr. 990021 (01.40.230.430 01)
424242-4242 Prestseturssjóður
Hólagötu 42 900


Prestseturssjóður sótti um leyfi byggingafulltrúa til að endurnýja og breyta gluggum að Hólagötu 42, samkvæmt teikningu
Teiknistofu PZ ehf.

Afgreiðsla byggingafulltrúa frá því í september 1998 og 29. febrúar s.l.
Byggingafulltrúi heimilar Prestseturssjóði að endurnýja og breyta gluggum að Hólagötu 42 sbr. ofangreind teikning segir til um.
Framkvæmdir voru hafnar um haustið 1998 með samþykki byggingafulltrúa og fyrirvara um skil á fullnægjandi teikningum ásamt
umsókn.
Afgreiðsla þessi er í samræmi við skipulags- og byggingalög nr. 73/1997 og byggingareglugerð nr. 401/1998.


Byggingaleyfisgjald kr. 2.500, -

 

6. Lóðir skv. fasteignaskrá ríkisins, Auðar lóðir, rifin hús og lóðir sem er úthlutað.
Umsókn nr. 990023
690269-0159 Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu 902

Áki Heinz Haraldsson f.h. Vestmannaeyjabæjar, óskar eftir að yfirfarnar verða auðar lóðir í Vestmannaeyjum skv.
Fasteignaskrá ríkisins 1998, miðað við bréf dagsett 8. og 11. febrúar s.l.
Um er að ræða bæði auðar lóðir sem hafa verið í notkun en mannvirki verið rifin, og einnig lóðir sem aldrei hafa komist í notkun
að neinu leyti utan þess að vera notuð tímabundið sem bílastæði í dag.

Afgreiðsla byggingafulltrúa frá 1. mars s.l.
Byggingafulltrúi hefur yfirfarið ofangreinda lista og mun tilkynna til fasteignamatsins hvaða lóðir skulu felldar út af skrá. Hinar sem
eftir standa er ekki mögulegt að fella út þar sem þeim hefur verið úthlutað á einhverjum tíma en framkvæmdir ekki verið hafnar.
Strangt tiltekið ættu slíkar lóðar að vera fallnar aftur til Vestmannaeyjabæjar en hefðin gerir ráð fyrir að þeir aðilar haldi lóðunum
þar til þær eru lagðar inn eða annar aðili óskar eftir þeim.

 

 

 

 


7. Vestmannabraut 22A-D , Eignaskiptayfirlýsing fyrir Vestmannabraut 22
Umsókn nr. 990024 (01.92.330.221)
561294-2409 Landssími Íslands hf.
v/Austurvöll 150

Teiknistofan ehf., f.h. Landssímans hf. og Íslandspósts hf., sótti um leyfi byggingafulltrúa til að skipta upp fasteigninni
Vestmannabraut 22, sbr. meðfylgjandi eignaskiptayfirlýsing sýnir.


Afgreiðsla byggingafulltrúa frá 1. mars. s.l.
Byggingafulltrúi heimilar Landssímanum hf. og Íslandspósti hf. að skipta upp húseigninni Vestmannabraut 22 samkvæmt
meðfylgjandi eignaskiptayfirlýsingu, sem er unnin af Ólafi Halldórssyni byggingafræðingi.

 


 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159