09.02.1998

Landnytjanefnd 9. Febrúar

 
Landnytjanefnd 9. Febrúar 1998 Landnytjanefnd 9. Febrúar 1998
Fundur í landnytjanefnd mánudaginn 9. febrúar 1998 kl. 18.00.

Mættir voru: Pétur Steingrímsson, Stefán Geir Gunnarssson og Sigurmundur Einarsson.


1. mál.
Vegna umræðna um forðagæslumál á bæjarstjórnarfundi þann 5.2. 1998 leggja Stefán Geir og Sigurmundur fram erindi sem sent verður til bæjarráðs.

Pétur Steingrímsson óskar bókað: "Undirritaður sem nefndarmaður kosinn af V-listanum vill hér með mótmæla því að nefndin leggi fólk í einelti og að hagsmunatengsl stjórni gerðum í nefndinni, en þessi orð eru höfð eftir bæjarstjórnarfulltrúum V-listans á bæjarstjórnarfundi 5.2. sl.
Undirritaður vill taka það fram að þau ár sem hann hefur verið fulltrúi í umræddri nefnd hafa kosnir nefndarmenn unnið þar af heiðarleika og sanngirni gagnvart mönnum og dýrum. Undirritaður samþykkir umrædda forðagæsluskýrslu og styður heilshugar við bakið á félögum sínum í nefndinni vegna umræddrar skýrslu.
Undirritaður vill minna bæjarfulltrúa á það að áður en þeir fara með mál í bæjarstjórn frá hinum ýmsu nefndum og eitthvað óljóst kemur fram í samþykkt nefndarmanna að þá geti bæjarstjórnarfulltrúar og eiga að gera, að hafa samband við sína fulltrúa í nefndinni og láta þá kynna sér málið."

Pétur Steingrímsson (sign.)

2. mál.
Landnytjanefnd óskar eftir því við bæjaryfirvöld í framhaldi af 1. máli að þau taki afstöðu til þess hvort þau treysti nefndarmönnum til frekari starfa við landnytjamál.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.35.

Stefán Geir Gunnarsson
Pétur Steingrímsson
Sigurmundur Einarsson

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159