21.11.1997

Landnytjanefnd 21. Nóvember

 
Landnytjanefnd 21. Nóvember 1997 Landnytjanefnd 21. Nóvember 1997
Fundur í landnytjanefnd föstudaginn 21. nóvember 1997 kl. 13.00.

Mættir voru: Pétur Steingrímsson, Stefán Geir Gunnarsson og Sigurmundur Einarsson.

1. mál.
Bréf frá Sveini Hjörleifssyni, þar sem hann fer fram á að fá að beita hið svokallaða Draumbæjarland fyrir 5 tryppi.

Nefndin hafnar erindinu.

2. mál.
Bréf frá Val Erni Gíslasyni, Höfðavegi 35, þar sem hann fer fram á að beita land Eystri-Norðurgarðs eða land austan norður-suður flugbrautar neðan vegar.

Nefndin hafnar erindinu.

3. mál.
Gengið frá forðagæsluskýrslu fyrir árið 1997. Samkvæmt henni er fé á fóðrum 242 sem skiptist þannig: 203 ær, 13 hrútar og sauðir, 19 lambgimbrar og 7 lambhrútar.
Hross eru 30, varphænur 2.600, gæsir 11 og endur 25.

4. mál.
Í framhaldi af 3. máli kom í ljós við forðagæslu að einn búfjáreigandi hefur ekki nægan fóðurforða auk þess sem beitiland það sem hann hefur yfir að ráða er orðið svo haglítið að mati forðagæslumanna að ekki verði við unað.

Nefndin vekur athygli bæjaryfirvalda á því að samkvæmt lögum nr. 46/1991 um forðagæslu og búfjáreftirlit er sveitarstjórnum/bæjarstjórnum skylt að bregðast við og krefja viðkomandi um úrbætur strax.

Nefndin hefur nú þegar tilkynnt eftirlitsmanni Búnaðarsambands Suðurlands um ofangreint eins og sömu lög kveða á um.

5. mál.
Nefndin leggur til að gefnu tilefni að hrossabeit í Stórhöfða verði bönnuð til verndar á landi og gróðri. Nefndin áréttar að hrossabeit er algjörlega bönnuð á Haugasvæði enda svæðið í umsjá Landgræðslu ríksins.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14.00.

Pétur Steingrímsson,
Sigurmundur Einarsson
Stefán Geir Gunnarsson

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159