30.10.1996

Landnytjanefnd 30. Október

 
Landnytjanefnd 30. Október 1996 Landnytjanefnd 30. Október 1996
Fundur í landnytjanefnd miðvikudaginn 30. október kl. 14.00.

Mættir voru: Pétur Steingrímsson, Stefán Geir Gunnarsson og Sigurmundur Einarsson.

1. mál.
Bréf frá Hildi Sigmarsdóttur, Smáragötu 1, Vestmannaeyjum, þar sem hún óskar eftir að fá hluta af Dalabúi leigðan undir hesta.
Einnig óskar hún eftir því að fá tún við Dalabúið og tún sitthvoru megin við Helgafellsbrautina (syðst).

Í framhaldi af afgreiðslu bæjarráðs getur landnytjanefnd ekki orðið við erindinu.

2. mál.
Bréf frá Gunnari Árnasyni, Hásteinsvegi 60, Vestmannaeyjum, þar sem hann óskar eftir áframhaldandi beitar- og grasnytjarréttindum í Álsey og innan girðingar sem umlykur gripahúsabyggingu hans.

Tekið fyrir í framhaldi af frestun málsins frá 16. janúar 1996. Að fengnu lögfræðiáliti um túnsamninga í Vestmannaeyjum lítur landnytjanefnd þannig á að grasnytjar sem Gunnar Árnason hefur haft séu enn í fullu gildi í reitum 7c, 2c, 6c, 1c, 3c og 4c og samþykkir framhaldssamning, þar af leiðandi sé Bjarni Sighvatsson í engum rétti til að girða í landi 4c.

3. mál.
Þar sem fyrir liggur lögfræðiálit um nokkra túnsamninga á Heimaey mælist landnytjanefnd til þess við bæjaryfirvöld að gerð verði allsherjarúttekt á túnsamningum og gildi þeirra og verði hver samningur fyrir sig skoðaður.

4. mál.
Móttekin umsókn um endurnýjun á veiðirétti og eggjatöku frá Veiðifélagi Álseyinga.

Nefndin samþykkir umsóknina.

5. mál.
Rætt um forðagæsluskýrslu. Nefndin mælist til þess við bæjaryfirvöld að starfsmaður hjá bænum sjái um gerð og frágang forðagæsluskýrslu í samvinnu við landnytjanefnd.

6. mál.
Nefndin fagnar endurreisn Sauðfjáreigendafélagsins og leggur til að nýendurreista félaginu verði falin ábyrgð fjallskila.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 15.30.

Pétur Steingrímsson, Stefán Geir Gunnarsson, Sigurmundur Einarsson.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159