16.01.1996

Landnytjanefnd 16. Janúar

 
Landnytjanefnd 16. Janúar 1996 Landnytjanefnd 16. Janúar 1996
Fundur í landnytjanefnd þriðjudaginn 16. janúar 1996, kl. 13.00.

Mættir voru: Stefán Geir, Pétur, Sigurmundur.


1. mál.
Erindi frá Gunnari Árnasyni um beitar- og grasnytjar í Álsey og á Heimaey.

Nefndin frestar að taka afstöðu í málinu.

2. mál.
Unnið við forðagæsluskýrslu.

3. mál.
Móttekin umsókn um endurnýjun á veiðirétti og eggjatöku í Bjarnarey, frá Veiðifélagi Bjarnareyjar.

Nefndin samþykkir umsóknina um endurnýjun á veiðirétti og eggjarétti.

4. mál.
Ákveðið að framlengja umsóknarfrest um nytjar á fugli og eggjum til febrúarloka.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14.20.

Pétur Steingrímsson
Stefán Geir Gunnarsson
Sigurmundur Einarsson

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159