29.08.1995

Landnytjanefnd 29. Ágúst

 
Landnytjanefnd 29. Ágúst 1995 Landnytjanefnd 29. Ágúst 1995
Fundur haldinn í Landnytjanefnd, þriðjudaginn 29.08.´95 kl. 13.00.
Mættir voru: Stefán Geir Gunnarsson, Pétur Steingrímsson og Sigurmundur Einarsson.

1. mál.
Fyrir tekið bréf frá megin þorra fjárbænda í Vestmannaeyjum um breytingu á 11. grein um fjallskil á Heimaey ásamt greinagerð.
Nefndin samþykkir erindið með eftirfarandi skilyrðum.
Lausagangan á eingöngu við um sauðfé og afmarkist af svæði sunnan flugbrautar og sunnan grindahliðs á Stórhöfðavegi, frá 15. sept. - 20. apríl ár hvert. Gildir það jafnt um fullorðið fé sem lambfé.
Undanskilið er garðalandið í Ofanleitislandi.

Girt skal fyrir austan og neðan flugbrautar þannig að tryggilegt sé að sauðfé komist ekki norður á Haugasvæðið. Landnytjanefnd áréttar 36. grein lögreglusamþykktar Vestm. um bótaábyrgð sem lausagangan kann að valda. T.d. gagnvart eigendum matjurtagarða.

Gagnvart girðingu austan og neðan við flugbraut mun bæjarsjóður Vestm. leggja til efni en fjárbændur vinnu við uppsetningu.

2. mál.
Landnytjanefnd hvetur fjárbændur til að endurvekja Fjáreigendafélag Vestmannaeyja til að bæta og auðvelda öll samskipti við bæjaryfirvöld og almenning.

3. mál.
Rætt var um veiðirétt á Heimaey og í úteyjum, en þar sem núverandi leigusamningar gilda til 31. des. nk. verður auglýsing um endurnýjun birtar í bæjarblöðum í okt. nk.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14.30.

Pétur Steingrímsson
Stefán Gunnarsson
Sigurmundur Einarsson

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159