30.12.1994

Landnytjanefnd 30. Desember

 
Landnytjanefnd 30. Desember 1994 Landnytjanefnd 30. Desember 1994
Fundur haldinn föstudaginn 30. desember 1994, kl. 14.30.

Mættir voru: Stefán Geir, Pétur og Sigurmundur.

1. mál.
Frágangur forðagæsluskýrslu. Samkvæmt forðagæsluskýrslu eru alls 37 aðilar sem halda búfé á Heimaey og skiptast þeir þannig:

Með sauðfé 31
Með sauðfé og hross 2
Með hross 2
Með hænsni 1
Með endur og gæsir 1

Skipting búfjár í einstaka flokka er eftirfarandi:

Ær 282
Hrútar 15
Lambgimbrar 29
Lambhrútar 2
Hestar 13
Hryssur 5
Trippi 4
Folöld 2
Hænsni 3000
Gæsir 15
Endur 19

2. mál.
Ólafur Ágúst Ægisson, Boðaslóð 12, sækir um leyfi til að flytja hest til Eyja. Hefur hann aðstöðu hjá Gunnari Árnasyni og fær einnig hey.

Nefndin er hlynnt erindinu.

3. mál.
Yngvi Sigurgeirsson, Helgafellsbraut 17 og Jens K.M. Jóhannesson, Áshamri 71, sækja um leyfi til að hafa nokkrar rollur. Hafa þeir aðstöðu fyrir útigang í Bjarnarey og ef lömb verða sett
á þá hafa þeir aðstöðu á Breiðabakka hjá Sigurði Jónssyni Vestmannabraut 73.

Nefndin er hlynnt erindinu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15.30.
Pétur Steingrímsson
Sigurmundur Einarsson
Stefán Geir Gunnarsson

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159