16.11.1994

Landnytjanefnd 16. Nóvember

 
Landnytjanefnd 16. Nóvember 1994 Landnytjanefnd 16. Nóvember 1994
Fundur haldinn miðvikudaginn 16.11. 1994, kl. 16.00.

Mættir voru: Stefán Geir, Pétur og Sigurmundur.


1. mál.
Tekin fyrir útskrift úr fundargerð bæjarstjórnar frá 22. september 1994, 3. mál.

Landnytjanefnd hefur alltaf litið svo á að allt land í Vestmannaeyjum sé eign bæjarins með þeim undantekningum þó sem um getur í afsalsbréfi frá ríkinu til bæjarins frá árinu 1960. Við úthlutun á nytjarétti hefur nefndin haft til hliðsjónar skrá yfir ræktunarlönd og tún sem Ólafur Gunnarsson verkfræðingur tók saman árið 1982. Þar getur að líta skrá yfir þinglýsta samninga yfir ræktunarlönd og tún.

Landnytjanefnd fagnar því ef gerð yrði lögfræðileg úttekt á því hvort núverandi samningar séu í fullu gildi en mörg dæmi eru um að rétthafar séu ýmist látnir eða brottfluttir. Einnig hvort samningar haldi gildi sínu ef menn uppfylla ekki þau skilyrði sem kveðið er á um í samningnum.

2. mál.
Kynnt reglugerð um varnir gegn fjárkláða nr. 572 frá 1. nóvember 1994.

3. mál.
Vinna vegna forðagæsluskýrslu undirbúin.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.10.

Stefán Geir Gunnarsson
Pétur Steingrímsson
Sigurmundur Einarsson

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159