12.09.1994

Landnytjanefnd -

 
Landnytjanefnd 12. September 1994 Landnytjanefnd 12. September 1994
Fundur haldinn 12.9. 1994, kl. 13.00.

Mættir: Stefán Geir, Sigurmundur og Pétur.

1. mál.

Varðandi lausagöngu búfjár.

Í framhaldi af viðræðum formanns landnytjanefndar við sýslumann samþykkir nefndin að senda öllum eigendum búfjár bréf vegna lausagöngu búfjár.

"Efni: Varðandi lausagöngu búfjár.

Hér með þessu bréfi áréttar landnytjanefnd sem og fjallskilanefnd að gefnu tilefni reglur er varða lausagöngu búfjár.

Í reglugerð um fjallskil í Vestmannaeyjum segir í 11. grein: Enginn má sleppa lausu fé á Heimaey á tímabilinu frá 20. apríl til 15. október ár hvert. Gildir það jafnt um fullorðið fé sem lambfé.
Í lögreglusamþykkt Vestmannaeyja V. kafla segir í 36. grein: Sá sem fær leyfi til búfjárhalds samkvæmt samþykkt þessari (lögreglusamþ.), skal ætíð hafa búfé í öruggri vörslu og ber hann fulla bótaábyrgð á öllu því tjóni, sem það kann að valda. 35. gr. ........... Leyfisveiting er þó ætíð uppsegjanleg með eins árs fyrirvara, en fyrirvaralaust, ef leyfishafi brýtur reglur um meðferð búfjár.

Þetta bréf er sent til allra þeirra er eiga búfé í Vestmannaeyjum og er þetta ritað vegna tíðra brota á þessum reglum. Þetta mál hefur gert það að verkum að fjárbændur eru að fá á sig mjög neikvæða umræðu og eru allir settir undir sama hatt.

Það eru eindregin tilmæli að þeir sem eiga í hlut kippi sínum málum í lag og hætti að vera eins og Palli sem hélt að hann væri einn í heiminum. Það þarf að taka tillit til annarra, hvort sem það eru kartöflu- og rófuræktendur, eða aðrir sem verða fyrir barðinu á þessu sífellda flandri á lausu búfé um allar jarðir.

Ef ekki verður sinnt þessari aðvörun mun nefndin mæla með að lögum og reglum verði framfylgt af fullri hörku, með hagsmuni heildarinnar í huga. Brot á fyrrgreindum reglum valda fjársekt og/eða sviptingu leyfis til búfjárhalds.

F.h. landnytjanefndar"


Fleira ekki gert.

Stefán Geir Gunnarsson, Pétur Steingrímsson, Sigurmundur Einarsson

 

 

 

 

 


 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159