27.06.1994

Landnytjanefnd 27. Júní

 
Landnytjanefnd 27. Júní 1994 Landnytjanefnd 27. Júní 1994
Settur fundur 27.6. 1994. Formaður var kosinn Stefán Geir Gunnarsson, varaformaður Sigurmundur Einarsson, ritari Pétur Steingrímsson.

 

1. mál.
Bréf frá Birgi Sigurjónssyni, Illugagötu 79, þar sem hann sækir um leyfi til uppgræðslu á landi á Breiðabakka.

Nefndin hefur ekki leyfi til að úthluta þessu svæði þar sem í gildi er leigusamningur um þessa spildu. Vill nefndin benda umsækjanda á að leita leyfis rétthafa.

2. mál.
Bréf frá Jónatani G. Jónssyni um lundaveiði.

Nefndin frestar afgreiðslu málsins og felur formanni að tala við sýslumann um málið.

3. mál.
Bréf frá Friðriki H. Ragnarssyni um lundaveiði í Stórhöfða.

Nefndin telur sig ekki hafa rétt til að úthluta veiðirétti til einstaklings þar sem í gildi er úthlutun til Veiðifélags Stórhöfða.

Nefndin bendir honum á að þessi mál skulu leyst innan veiðifélagsins.

 

Fleira ekki gert.

Pétur Steingrímsson, ritari
Stefán Geir Gunnarsson
Sigurmundur Einarsson

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159