6.febrúar 2019 - 09:07

Frímerkja- og póstsaga Vestmannaeyja í 100 ár Sýning í Einarsstofu í Safnahúsi 7. -10. febrúar

Frímerkja- og póstsaga Vestmannaeyja í 100 ár Sýning í Einarsstofu í Safnahúsi 7. -10. febrúar

Meira
5.febrúar 2019 - 14:49

Styrkur Vestmannaeyjabæjar til starfsmanna vegna líkamsræktar

Frá og með 1. janúar 2019 býðst starfsmönnum Vestmannaeyjabær styrkur til líkamsræktar allt að 10.000 kr. á ári.

Meira
5.febrúar 2019 - 11:35

Laus pláss hjá dagmæðrum

Við viljum vekja athygli á því að daggæslan Krílakjallarinn er með laus pláss fyrir fjögur börn.

Dagmæðurnar eru Kristín Halldórsdóttir og Sandra Gísladóttir.

Hægt er að hafa samband við Kristínu í síma 698-8749 eða í tölvupósti kitta1985@hotmail.com og Söndru í síma 867-9742 eða í tölvupósti sandragislad@gmail.com.

 
Meira
5.febrúar 2019 - 10:52

Íbúafundur vegna tillögu að matsáætlun vegna brennslu og orkunýtingarstöðvar.

Vegna óviðráðanlegra orsaka er fundi sem auglýstur var fimmtudaginn 7. feb. frestað til þriðjudagsins 12. febrúar kl. 18.30.  Fundurinn verður haldinn í Eldheimum.

Umhverfis- og framkvæmdasvið.

Meira
5.febrúar 2019 - 09:32

Íbúafundur frestast vegna veðurs

Vegna spár um vonsku veður síðdegis í dag, verður að fresta íbúafundi um þjónustukönnun Gallup, sem til stóð að halda í dag, um eina viku. Fundurinn verður því haldinn í Eldheimum þriðjudaginn 12. febrúar milli kl. 17:00 og 18:30.

 

Meira
1.febrúar 2019 - 11:20

Fasteignagjöld fyrir árið 2019

Álagningarseðlar vegna fasteignagjalda fyrir árið 2019 eru einungis sendir til eldri borgara 67 ára og eldri og fyrirtækja. Aðrir fá álagningaseðilinn birtan rafrænt á island.is á næstu dögum.
 
 
Meira
1.febrúar 2019 - 10:35

Íbúafundur um niðurstöður þjónustukönnunar Gallup

Eldheimum 5. febrúar milli kl. 17:00 og 18:30.

Á fundinum verða kynntar helstu niðurstöður viðhorfskönnunar um þjónustu sveitarfélagsins við íbúa Vestmannaeyjabæjar. Markmiðið er að upplýsa bæjarbúa um stöðu þjónustunnar í Vestmannaeyjum og leita eftir viðbrögðum um hvað megi betur fara og hvernig hægt er að bæta þjónustuna.

 

17:00 – 17:30    Kynning á þjónustukönnun Gallup – Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri

17:30 – 18:30    Umræður um niðurstöður könnunarinnar og stöðu sveitarfélagsins. Þátttakendum verður skipt í nokkra hópa eftir fjölda og umræður um einstök málefni fara fram á nokkrum borðum. Meðal málefna verða sorpmál, skipulagsmál, skólamál, íþróttamál, umhverfismál, staða eldri borgara, barnafjölskyldna og fatlaðra, menningarmál og þjónusta starfsmanna sveitarfélagsins.

 

Kjörnir fulltrúar og nefndarfólk Vestmannaeyjabæjar munu dreifa sér á borðin og fylgja eftir málaflokkum sínum.

Allir velkomnir

Bætum samfélagið saman

Vestmannaeyjabær

 

Meira
1.febrúar 2019 - 09:33

Truflanir á símasambandi við stofnanir Vestmannaeyjabæjar

Um helgina verður unnið að yfirfærslu upplýsingakerfis Vestmannaeyjabæjar yfir á nýjan búnað.
 
Starfsfólk bæjarins hefur, eftir atvikum, verið upplýst um yfirfærsluna en ekki er gert ráð fyrir að íbúar verði mikið varir við truflanir á þjónustu, með einni undantekningu þó. Búast má við að símasambandslaust verði við stofnanir bæjarins á meðan símkerfið verður flutt yfir.
 
Leitast verður við að tímasetja þann flutning þannig að hann fari fram á meðan flestar stofnanir bæjarins eru lokaðar, en slíkt á t.d. ekki við um Hraunbúðir. Ef ekki gengur að ná inn á Hraunbúðir þá er bent á að hringja í vaktsímann. Beina númerið þar er: 488-2601 og verður það númer flutt yfir á GSM síma á meðan að á yfirfæslu símkerfisins stendur.
 
Þessi tilkynning verður uppfærð þegar nákvæm tímasetning á flutningi símkerfisins liggur fyrir.
 
Uppfært 4. febrúar
Í kvöld klukkan 22:00 verður símkerfið flutt yfir á nýja vélbúnað, búast má við vandræðum við að ná inn á Hraunbúðir en hægt er að hringja í 488-2601
 
 
Meira
1.febrúar 2019 - 09:04

Brennslu- og orkunýtingarstöð

Drög að tillögu að matsáætlun vegna móttöku-, brennslu- og orkunýtingarstöðvar í Vestmannaeyjum.
Vestmannaeyjabær undirbýr að hefja brennslu úrgangs í nýrri brennslu- og orkunýtingarstöð í byggingu á lóð móttöku- og flokkunarstöðvarinnar við Eldfellsveg. 
 
 
Meira
31.janúar 2019 - 17:42

Bæjarstjórnarfundur nr. 1542

Á slóðinni hér að neðan má horfa á fund Bæjarstjórnar Vestmannaeyja nr. 1542 sem hefst kl. 18.00 í Einarsstofu.
 
 
Meira
Eldri
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159