12.september 2018 - 13:33

Landeyjahöfn

Stefnt er að því að hefja dýpkun í Landeyjahöfn núna um næstu helgi, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.
Meira
10.september 2018 - 14:30

Samráðsfundir um mótun umhverfis- og auðlindastefnu Suðurlands

 
Nú er unnið að gerð Umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Suðurland, sem er stjórntæki um nýtingu og verndunauðlinda svæðisins.
 
Tilgangur hennar er að tryggja heilbrigð vistkerfi og að ekki verði farið fram úr þolmörkum Suðurlands.
 
 
Grunnþáttur vinnunnar er samráð um skilgreiningu viðfangsefna með hagsmunaaðilum. Markmið samráðsins er að:
 
1.Kynna íbúum og öðrum hagsmunaaðilum fyrirhugaða stefnumótun fyrir Suðurland á sviði umhverfis- og auðlindamála.
 
2.Kynna hvernig marka má stefnu um umhverfis- og auðlindamál, hvaða tækifæri geti falist í vel ígrundaðri stefnumótun og sýna dæmi um hvernig stýra megi umhverfis- og auðlindamálum með stefnumótun.
 
3.Fá fram hvaða viðfangsefni þátttakendur á samráðsfundunum telja brýnast að marka sameiginlega stefnu um á sviði umhverfis- og auðlindamála.
 
 
Haldnir verða sjö samráðsfundir sem eru opnir fyrir alla áhugasama.
Skráning á fundi fer fram hér.
 
•Höfn í Hornafirði, 29. ágúst, kl. 16:00 - 18:00.
 
◦Nýheimar - kaffiveitingar.
 
•Hveragerði, 4. september, kl. 12:00 - 14:00.
 
◦Hótel Örk - súpufundur.
 
•Vík, 5. september, kl. 11:00 - 13:00.
 
◦Hótel Vík - súpufundur.
 
•Flúðum, 5. september, kl. 16:00 - 18:00.
 
◦Hótel Flúðir - kaffiveitingar.
 
•Hvolsvelli, 11. september, kl. 16:00 -18:00.
 
◦Félagsheimilinu Hvoli - kaffiveitingar.
 
•Vestmannaeyjum, 12. september, kl. 11:30 - 13:30.
 
◦Þekkingarsetri Vestmannaeyja - súpufundur.
 
•Kirkjubæjarklaustri, 12. september, kl. 20:00 - 22:00.
 
◦Félagsheimilið Kirkjuhvoll - kaffiveitingar.
 
 
 
Umhverfis- og auðlindastefnan nýtist í aðalskipulögum sveitarfélaganna og einnig mögulega fyrir svæðisskipulag svæðisins eða hluta þess í framtíðinni. Stefnan lýsir hvernig menn ætla að hátta vernd og nýtingu út frá tilteknum umhverfisþáttum s.s. m.t.t. umgengni, framkvæmda, málsmeðferð, forgangsröðun og fræðslu.
 
 
Stefnan er unnin sem áhersluverkefni SASS með vísan í sóknaráætlun Suðurlands og er liður í framvindu megin áherslu áætluninnar, sem eru:
 
•Auka samvinnu á milli sveitarfélaga í sem flestum málefnum.
 
•Vinna að heildrænni kortlagninu á náttúru, mannauði og menningu á Suðurlandi og draga fram sérstöðu einstakra svæða.
 
•Skapa jákvæða ímynd af Suðurlandi sem byggir á gæðum og hreinleika
 
•Vinna að umhverfisvakningu með sjálfbærni að leiðarljósi og auka sjálfbæra nýtingu á orku og auðlindum
 
•Hækka menntunarstig á Suðurlandi með eflingu framboðs og aðgengis að menntun í heimabyggð
 
•Auka fjölbreytni í atvinnulífi, mannlífi, menningu og menntun
 
Fyrsta skrefið hefur verið stigið með gerð Kortavefur Suðurlands.
 
 
Sjá nánar bakgrunn verkefnis hér.
 
Meira
10.september 2018 - 11:28

Hvað brennur helst á Sunnlendingum á sviði umhverfis- og auðlindamála

 Taktu þátt í að móta umhverfis- og auðlindastefnu Suðurlands
Meira
6.september 2018 - 11:42

Framtíðarstarf í málefnum fatlaðra barna

Stuðningsfjölskylda
Meira
6.september 2018 - 11:41

Hraunbúðir óska eftir starfsfólki í aðhlynningu.

Á hjúkrunar- og dvalarheimilið Hraunbúðir í Vestmannaeyjum vantar starfsfólki í umönnun og aðhlynningu. Viðkomandi þyrfti að geta byrjað sem fyrst. 
Meira
5.september 2018 - 10:46

Umhverfisviðurkenningar

Óskað er eftir tilnefningum frá bæjarbúum varðandi umhverfisviðurkenningar í eftirfarandi flokkum.
 
Snyrtilegasta eignin
Snyrtilegasti garðurinn
Snyrtilegasta fyrirtækið
Snyrtilegasta gatan
Endurbætur til fyrirmyndar
 
 
Tillögur sendist á
inga@vestmannaeyjar.is
 
Vestmannaeyjabær.
Umhverfis-og framkvæmdasvið.
Skildingavegi 5.
 


Meira
31.ágúst 2018 - 14:30

Leikskólakennari/leiðbeinandi óskast í leikskólann Kirkjugerði

Auglýst er eftir leikskólakennara/leiðbeinanda í 100% stöðu í leikskólanum Kirkjugerði.

Meira
30.ágúst 2018 - 17:25

Bæjarstjórnarfundur

 Í dag kl. 18.00 er fundur bæjarstjórnar. Hægt er að horfa á fundinn með því að smella á slóðina eða afrita hér að neðan.
Meira
30.ágúst 2018 - 12:32

Frístundaverið - afleysingar

Frístundaverið í Þórsheimilinu óskar eftir starfsmanni í tilfallandi afleysingar vegna fjarvista annarra starfsmanna. Vinnutími er að jafnaði eftir hádegi á virkum dögum. Meira
29.ágúst 2018 - 14:39

Umsjónarkennarar og stjórnendur veturinn 2018-2019

Gengið hefur verið frá öllum ráðningum fyrir veturinn 2018-2019.
Meira
Eldri
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159