18.júlí 2018 - 17:56

Bæjarstjórnarfundur nr. 1536

 Bæjarstjórnarfundur nr. 1536 verður haldinn kl. 18.00 í Einarsstofu. Hægt er að horfa á beina útsendingu af fundinum á slóðinni hér að neðan: 
Meira
18.júlí 2018 - 09:27

Framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

Vestmannaeyjabær óskar eftir að ráða stjórnanda í starf framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs. Staðan heyrir beint undir bæjarstjóra.
Meira
17.júlí 2018 - 13:17

Starf sérkennsluráðgjafa leikskóla

Vestmannaeyjabær óskar eftir að ráða sérkennsluráðgjafa leikskóla í 90% starf. Sérkennsluráðgjafi vinnur að stuðningi og ráðgjöf við foreldra, kennara og starfsfólk leikskóla vegna barna sem þurfa sérstakan stuðning eða sérfræðiaðstoð. Hann er starfsmaður skólaþjónustu fjölskyldu- og og fræðslusviðs og starfar í samstarfi við fræðslufulltrúa og stjórnendur leikskóla. Meira
12.júlí 2018 - 09:09

Skólaliðar óskast til starfa í Grunnskóla Vestmannaeyja

Um er að ræða tvær stöður í óákveðinn tíma með möguleika á fastráðningu, annars vegar 80% staða í Barnaskólanum og hins vegar 100% staða í Hamarsskólanum. Starf skólaliða felst m.a í aðstoð við nemendur í leik- og grunnskóla, gæslu og þrifum á skólahúsnæði. 

Meira
11.júlí 2018 - 16:22

Gæsluvöllurinn Strönd sumarið 2018

Gæsluvöllurinn Strönd verður starfræktur á tímabilinu frá 16. júlí til og með 15. ágúst 2018 kl. 13:00-16:00. Meira
10.júlí 2018 - 11:35

Hraunbúðir óska eftir starfsfólki í aðhlynningu sem getur byrjað strax

Á hjúkrunar- og dvalarheimilið Hraunbúðir í Vestmannaeyjum vantar starfsfólk í umönnun og aðhlynningu. Viðkomandi þyrfti að geta byrjað sem fyrst.

Meira
2.júlí 2018 - 14:33

Ráðningar í stjórnunarstöður og sérkennslu við Grunnskóla Vestmannaeyja

Skólastjóri GRV hefur gengið frá ráðningum í þær stjórnunarstöður sem auglýstar hafa verið auk sérkennslu. Um er að ræða;

Aðstoðarskólastjóri í Hamarsskóla: Óskar Jósúason kemur til með að gegna stöðu aðstoðarskólastjóra í Hamarsskólanum.  Óskar hefur starfað við GRV frá árinu 2008, sem kennari, deildarstjóri og síðustu mánuði hefur hann gegnt starfi aðstoðarskólastjóra. Óskar er í meistaranámi á sviði Stjórnunar og stefnumótunar í HÍ.


Deildarstjóri á yngsta stigi í Hamarsskóla: Rósa Hrönn Ögmundsdóttir kemur til með að gegna stöðu deildarstjóra á yngsta stigi í Hamarsskólanum. Rósa er grunnskólakennari með meistaragráðu í Opinberri stjórnsýslu frá HÍ. Frá árinu 2002 hefur Rósa starfað sem umsjónarkennari við GRV.

 

Deildarstjóri miðstigs í Barnaskóla:  Svanhvít Friðþjófsdóttir kemur til með að gegna nýrri stöðu deildarstjóra á miðstigi í Barnaskólanum. Svanhvít er grunnskólakennari og hefur lokið meistaraprófi í Náms- og kennslufræðum með áherslu á íslensku. Svanhvít hefur starfað við kennslu í grunnskólum í Vestmannaeyjum frá árinu 1996.


Sérkennari í Barnaskóla: Herdís Rós Njálsdóttir kemur til með að gegna starfi sérkennara í Barnaskólanum. Herdís er grunnskólakennari og hefur lokið meistaraprófi í Náms- og kennslufræðum með áherslu á mál og læsi. Að auki hefur Herdís lokið fjölda námskeiða sem snúa að skimunum og inngripi í námsferil barna í grunn- og leikskólum. Herdís hefur starfað sem kennari við GRV frá árinu 2008.


Sérkennari í Barnaskóla: Marta Sigurjónsdóttir kemur til með að gegna starfi sérkennara í Barnaskólanum. Marta er grunnskólakennari og er að ljúka meistaranámi á sviði Uppeldis- og menntunarfræða með áherslu á sérkennslufræði. Á síðasta skólaári starfaði Marta sem afleysingarkennari við GRV.  


Í framhaldi af ráðningu Önnu Rósar, sem skólastjóra, hefur staða deildarstjóra á unglingastigi verið auglýst (sjá http://vestmannaeyjar.is/is/read/2018/06/29/deildarstjori-unglingastigs-vid-grunnskola-vestmannaeyja)

Meira
29.júní 2018 - 10:01

Deildarstjóri unglingastigs við Grunnskóla Vestmannaeyja

Í Grunnskóla Vestmannaeyja eru rúmlega 500 nemendur og er skólinn starfræktur á tveimur starfsstöðvum, annars vegar í Barnaskóla
v/ Skólaveg og hins vegar í Hamarsskóla v/ Bessahraun.
Meira
26.júní 2018 - 13:43

Anna Rós Hallgrímsdóttir ráðin skólastjóri GRV

Vestmannaeyjabær hefur valið Önnu Rós Hallgrímsdóttur til að gegna starfi skólastjóra Grunnskóla Vestmannaeyja. 
Meira
26.júní 2018 - 13:37

Bjarney Magnúsdóttir ráðin leikskólastjóri Kirkjugerðis

Vestmannaeyjabær hefur valið Bjarneyju Magnúsdóttur til að gegna stöðu skólastjóra leikskólans Kirkjugerði. 
Meira
Eldri
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159