Fjölbreytt og skemmtileg sýning grunnskólanema í Einarsstofu

LESA MEIRA18.febrúar 2019 - 14:51

Vestmannaeyjabær hefur ráðið Klaudiu Beata Wróbel í starf fjölmenningarfulltrúa. Klaudia er fædd í Póllandi og ólst þar upp til 11 ára aldurs er hún flutti til Íslands. Klaudia er með stúdentspróf frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Hún talar pólsku og íslensku sem og ensku. Klaudia hefur starfað að mestu innan fiskvinnslunnar og við þjónustustörf en einnig sem túlkur fyrir Pólverja á Íslandi. Sem innflytjandi og við aðstoð innflytjenda við túlkun hefur Klaudia mikla reynslu og þekkingu á málefnum innflytjenda. Þekking hennar á stöðu innflytjendabarna í grunn- og framhaldsskóla er mikil sem og þekking á innviðum kerfisins á Íslandi og í Póllandi. Þar sem pólskir innflytjendur eru í meirihluta af fjölda innflytjenda í Vestmannaeyjum nýtist tungumálakunnátta hennar, þekking og reynsla einstaklega vel fyrir þennan hóp sem og fyrir aðra innflytjendur.

 

Gmina Vestmannaeyjar zatrudniła Klaudie Beate Wróbel na stanowisko przedstawiciela wielokulturowości (Fjölmenningarfulltrúi)

Klaudia jest urodzona w Polsce i wychowała się tam do 11 roku życia, po czym przeprowadziła się na Islandię. Klaudia jest absolwentką szkoły Framhaldsskólinn i Vestmannaeyjum. Mówi ona po polsku, islandzku oraz angielsku. Klaudia w większości pracowała w przetwórstwie rybnym oraz obsłudze klienta, oraz jako tłumacz dla polaków na Islandii. Jako emigrantka oraz przez pomoc emigrantom jako tłumacz Klaudia ma doświadczenie i wiedze w tym obszarze. Jej znajomość na tle dzieci emigrantów w szkole podstawowej, jak i szkole średniej jest duża zarówno, jak i znajomość na tle urzędów w Polsce i Islandii. Z racji, gdyż polscy emigranci są większością emigrantów w Vestmannaeyjar jej umiejętności językowe, wiedza i doświadczenie przyda się na tym stanowisku dla tej grupy, jak i innych emigrantów.

LESA MEIRA16.febrúar 2019 - 13:05
Klukkan 12 í dag í Kviku, fer fram bæjarstjórnarfundur unga fólksins. Hægt verður að fylgjast með fundinum á slóðinni hér að neðan: https://www.youtube.com/watch?v=qIaCoVvw9ZA&feature=youtu.be
LESA MEIRA15.febrúar 2019 - 11:40
 Hàtíðarfundur bæjarstjórnar hefst kl. 18.00 í Kviku. Hér er hægt að fylgjast með ùtsendingu fundarins. https://youtu.be/-X4mS2tTaPI
LESA MEIRA14.febrúar 2019 - 17:44
Pizzur í boði fyrir alla. Komum og kynnust viðhorfum unga fólksins. 
LESA MEIRA14.febrúar 2019 - 14:52
Opinn hátíðarfundur í Kviku, bíósal á fimmtudaginn
LESA MEIRA14.febrúar 2019 - 11:37
Matreiðslumann eða Matartækni vantar til vinnu  frá og með 1. apríl n.k í mötuneyti á Dvalar- og hjúkrunarheimilið Hraunbúðir. 
LESA MEIRA13.febrúar 2019 - 09:14
LESA MEIRA12.febrúar 2019 - 11:35
Vestmannaeyjabær hefur ráðið Ernu Georgsdóttur í starf æskulýðs-, tómstunda- og íþróttafulltrúa. Erna er með masterpróf í tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands og diplóma í Kynfræði. Að auki hefur hún tekið námskeið í mannauðsstjórnun og markþjálfun. Erna hefur starfað sem sveitarforingi hjá skátunum og er með Gilwell – æðsta stig í leiðtogaþjálfun. Einnig hefur hún starfað á vegum þjóðhátíðarnefndar undanfarin ár og haldið þar utan um viðamikil verkefni. Erna mun hefja störf á næstu vikum.

LESA MEIRA12.febrúar 2019 - 11:30
100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar

Saga Eyjanna með augum grunnskólanema

Í dag, þriðjudag klukkan 16.00, verður opnuð sýning í Einarsstofu á verkum flestallra nemenda í Grunnskóla Vestmannaeyja þar sem efnið er sótt í sögu Eyjanna.

LESA MEIRA12.febrúar 2019 - 10:41
Heimaþjónusta Vestmannaeyjabæjar hefur tekið í notkun rafrænt heimaþjónustukerfi Careon sem notað er í snjallsíma. Kerfið mun auka gæði og bæta yfirsýn yfir þá þjónustu sem heimaþjónustan er að veita. Kerfið virkar þannig að starfsfólk okkar fær upplýsingar í símann sinn um þá þjónustu sem það á að veita á heimilum og hvenær þjónustan á að fara fram. 
LESA MEIRA12.febrúar 2019 - 10:36

Íbúafundur um niðurstöður þjónustukönnunar Gallup

Eldheimum 12. febrúar nk., milli kl. 17:00 og 18:30.
 Á fundinum verða kynntar helstu niðurstöður viðhorfskönnunar um þjónustu sveitarfélagsins við íbúa Vestmannaeyjabæjar. Markmiðið er að upplýsa bæjarbúa um stöðu þjónustunnar í Vestmannaeyjum og leita eftir viðbrögðum um hvað megi betur fara og hvernig hægt er að bæta þjónustuna.

17:00 – 17:20     Kynning á þjónustukönnun Gallup – Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri

17:20 – 18:30     Umræður um niðurstöður könnunarinnar og stöðu sveitarfélagsins. Þátttakendum verður skipt í nokkra hópa eftir fjölda og umræður um einstök málefni fara fram á nokkrum borðum. Meðal málefna verða sorpmál, skipulagsmál, skólamál, íþróttamál, umhverfismál, staða eldri borgara, barnafjölskyldna og fatlaðra, menningarmál og þjónusta starfsmanna sveitarfélagsins.

Kjörnir fulltrúar og nefndarfólk Vestmannaeyjabæjar munu dreifa sér á borðin og fylgja eftir málaflokkum sínum.

Allir velkomnir

Bætum samfélagið saman

LESA MEIRA11.febrúar 2019 - 15:47
Í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi í Vestmannaeyjum.
 
Áshamar, íbúðarsvæði ÍB-4
Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs þann 29. janúar 2019 og Bæjarstjórnar Vestmannaeyja þann 31. janúar 2019 var samþykkt að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Áshamar. Tillagan gerir ráð fyrir rað-, par- og fjölbýlishúsalóðum á óbyggðu svæði innan íbúðarsvæðis ÍB-4. Tillagan er sett fram í greinargerð og á uppdrætti í mkv 1:1000, dags. 29. jan. 2019.
 
Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eru hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi á Hafnarsvæði í Vestmannaeyjum.
 
Strandvegur - Hafnarsvæði H-1
Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs þann 29. janúar 2019 og Bæjarstjórnar Vestmannaeyja þann 31. janúar 2019 var samþykkt að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi á Hafnarsvæði (H-1) og Miðsvæði norðan Strandvegar (M-1) Í tillögunni felst að breyting er gerð á byggingarskilmálum reita nr. D1 og D3, lóðir Ísfélags Vestmannaeyja við Strandveg 14A og 18. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv 1:2000, dags. 29. jan. 2019.
 
Tillögurnar verða auglýstar í samræmi við ákvæði skipulagslaga á tímabilinu 7. feb. til 21. mars 2019. Skipulagsgögn ligga frammi í safnahúsi Ráðshúströð og hjá umhverfis- og framkvæmdasviði að Skildingavegi 5. Skipulagstillögur eru einnig birtar á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar, www.vestmannaeyjar.is, undir: Skipulagsmál.
 
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér auglýstar skipulagstillögur. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega, til umhverfis- og framkvæmdasviðs Skildingavegi 5, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið bygg@vestmannaeyjar. is, eigi síðar en 21. mars 2019.
 
7. febrúar 2019
Skipulagsfulltrúi Vestmannaeyja
LESA MEIRA7.febrúar 2019 - 10:57

Þjónusta

 Smelltu hér til að fá upplýsingar um þjónustu í Vestmannaeyjum.

Stjórnsýsla

Smelltu hér til að fá upplýsingar um stjórnsýslu í Vestmannaeyjum.

Ferðamenn

Smelltu hér til að fá upplýsingar um ferðaþjónustu og menningu í Vestmannaeyjum.
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159