Á 281. fundi fræðsluráðs Vestmannaeyja þann 17. desember 2015 samþykkti ráðið að leita til óháðra aðila til að framkvæma faglega úttekt á starfi GRV með höfuðáherslu á að greina ástæður þess að nemendur í GRV mælast að jafnaði undir landsmeðaltali í samræmdum mælingum. Miðað var við að slík úttekt fari fram í ársbyrjun 2016 og að niðurstöður liggi fyrir eigi síðar en undir lok vorannar 2016. Skólaskrifstofu var falin framkvæmd málsins.

Leitað var tilboða til þriggja ráðgjafafyrirtækja um úttekt og eftir að hafa yfirfarið tilboðin samþykkti fræðsluráð að ganga til samninga við fyrirtækið Ráðrík ehf.

Lykilspurningin var sem fyrr; "Að greina ástæður þess að nemendur í GRV mælist að jafnaði undir landsmeðaltali í samræmdum mælingum"
 
 
LESA MEIRA26.maí 2016 - 11:33
Á 286. fundi fræðsluráðs var samþykkt samræmt skóladagatal skólaársins 2016 - 2017. 
 
Hægt er að skoða skóladagatalið 2016 - 2017 hér
 
LESA MEIRA26.maí 2016 - 10:48
Sumarfrístund verður starfrækt  frá 13. júní til og með 30. júní kl. 8- 13.  Staðsetning verður í Rauðagerði við Boðaslóð (Féló).

LESA MEIRA12.maí 2016 - 14:50
Óskum eftir starfsmanni í 50 % afleysingar í ræstingar á Hraunbúðum. Unnið er fyrrihluta dags og eina helgi í mánuði. Mikilvægt að viðkomandi sé samviskusamur og fær í samvinnu með öðrum.
 
 
LESA MEIRA11.maí 2016 - 17:39
Laugardagurinn 4. júní 2016 er viðmiðunardagur kjörskrár vegna forsetakosninganna sem fara fram þann 25. júní n.k. 
LESA MEIRA11.maí 2016 - 11:46
Í byrjun næstu viku (9. – 12. maí) verður hafist handa við fræsingu og síðan malbikun á eftirtöldum götum:
Flatir frá Hlíðarvegi að Strandvegi, Miðstræti frá Bárustíg að Kirkjuvegi og Vestmannabraut frá Skólavegi að Bárustíg og frá Hóteli Vestmannaeyja að Kirkjuvegi.
Í kjölfar fræsingar er áætlað að tjörulímbera og malbika.
 
 
LESA MEIRA9.maí 2016 - 09:08
Vestmannaeyjabær óskar eftir að ráða starfsmenn í sumarúrræði frístundaversins, sem verður starfrækt í Rauðagerði (FÉLÓ) virka daga frá 13. – 30. júní n.k. frá kl. 08.00 -13.00 

LESA MEIRA3.maí 2016 - 14:14
Laugardaginn 7. maí n.k. frá kl 10.00 til kl. 12.00 verður hinn árlegi hreinsunardagur haldinn á Heimaey. Félagasamtök í Vestmannaeyjum hafa í gegnum tíðina tekið þátt í þessu verkefni og hefur þetta gengið mjög vel. Fyrirkomulagið verður það sama og venjulega. Félagasamtökum er úthlutað svæðum sem þau síðan hreinsa. Starfsmenn Sorpeyðingastöðvarinnar munu vera hópunum innan handar. Að loknu hreinsunarátaki mun Bæjarstjórn síðan bjóða til grillveislu á Ráðhúströð.
 
LESA MEIRA2.maí 2016 - 08:54
Vestmannaeyjabær hefur samþykkt að greiða sérstakar heimagreiðslur til forráðamanna barna frá 9 mánaða aldri og þar til barn fær daggæsluúrræði eða boð um leikskólavist. 

LESA MEIRA29.apríl 2016 - 10:24
Þeim sem óska eftir að fá matjurtagarða tætta, er vinsamlega bent á að skrá beiðni þar um í síma 488-2500, eða á tölvupóstfangið gtbo@vestmannaeyjar.is í seinasta lagi 9. maí n.k.
Gjald er frá 10.000.- kr. til 20.000.- kr. fyrir hvern garð, allt eftir stærð.
Þeim, sem óska eftir nýjum garði, er bent á að snúa sér til Skipulags- og byggingarfulltrúa að Skildingavegi 5.
Þjónustumiðstöð Vestmannaeyja.
 
 
LESA MEIRA28.apríl 2016 - 08:50
Auglýst er eftir starfsmönnum frá 15. maí – 31. ágúst.
LESA MEIRA27.apríl 2016 - 09:19
Næsti bæjarstjórnarfundur verður haldinn þann 28. apríl kl. 18.00 í Einarsstofu
LESA MEIRA25.apríl 2016 - 11:30

Þjónusta

 Smelltu hér til að fá upplýsingar um þjónustu í Vestmannaeyjum.

Stjórnsýsla

Smelltu hér til að fá upplýsingar um stjórnsýslu í Vestmannaeyjum.

Ferðamenn

Smelltu hér til að fá upplýsingar um ferðaþjónustu og menningu í Vestmannaeyjum.
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Kirkjuvegi 50 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159