Frá Umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar
 
Stöðuleyfi 2020
Sölubásar og söluvagnar
Í samræmi við samþykkt Vestmannaeyjabæjar um Götu- og torgsölu auglýsir Umhverfis- og framkvæmdasvið eftir umsóknum fyrir árið 2020.
 
 
LESA MEIRA17.febrúar 2020 - 08:50

Frá og með 1. janúar 2020 hækkar styrkur sem starfsmönnum Vestmannaeyjabær býðst til líkamsræktar í 15.000 kr. á ári.

 
LESA MEIRA10.febrúar 2020 - 12:58
Þann 6. febrúar 1950 voru fyrstu hagsmunasamtök leikskólakennara stofnuð og markar dagurinn í dag því 70 ára afmæli stéttarinnar. 
LESA MEIRA5.febrúar 2020 - 17:27
Nú er að hefjast bein útsending frá Íbúafundi um niðurstöður úr þjónustukönnun Gallup
LESA MEIRA5.febrúar 2020 - 17:27

Út er komin skýrsla um stöðu, áhrif og afleiðingar loðnubrests 2019 fyrir Vestmannaeyjar. Skýrslan er unnin að beiðni bæjarstjórnar af Hrafni Sævaldssyni sérfræðingi hjá Þekkingarstetri Vestmannaeyja. 
LESA MEIRA5.febrúar 2020 - 11:57
Nú hefur ungmennaráð Vestmannaeyjabæjar verið endurvakið eftir nýjum lögum og reglum. Eru það miklar gleði fréttir fyrir sveitafélagið. 
LESA MEIRA4.febrúar 2020 - 11:22
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Þróunarsjóð leik- og grunnskóla Vestmannaeyjabæjar fyrir skólaárið 2020-2021. Umsóknarfrestur er til og með 29. febrúar 2020.
 

Tilgangur sjóðsins er að stuðla að þróunar- og nýsköpunarstarfi í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins. 

 

Þeir sem geta sótt um í sjóðinn eru kennarar, kennarahópar, fagaðilar við skóla, einn eða fleiri skólar saman og fræðslusvið í samstarfi við skóla.

 

Áhersluþættir sjóðsins 2020-2021;

- Framsæknir kennsluhættir sem m.a. auka fjölbreytni í kennslu sem byggir á nýtingu tækni, teymiskennslu og  þemanámi.
- Samstarf skóla og skólastiga.
- Lesskilningur.
- Íslenska sem annað mál.
- Umhverfisvitund barna. 
 

Athugið að hægt er sækja um styrki sem tengjast öðrum áherslum en þeim sem sjóðurinn setur fram en áhersluþættir sjóðsins hafa forgang.

 

Sótt er um rafrænt á íbúagátt og verður umsóknum svarað fyrir 31. mars 2020

 

Nánari upplýsingar veitir Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi, sími 488-2000, netfang:drifagunn@vestmannaeyjar.is

 

Umsókn um styrk úr þróunarsjóði leik- og grunnskóla – rafræn umsókn í íbúagátt (linkur)

LESA MEIRA1.febrúar 2020 - 15:46

Íbúafundur um niðurstöður þjónustukönnunar Gallup

Eldheimum 5. febrúar milli kl. 18:00 og 19:30
Á fundinum verða kynntar helstu niðurstöður viðhorfskönnunar um þjónustu sveitarfélagsins við íbúa Vestmannaeyjabæjar. Markmiðið er að upplýsa bæjarbúa um stöðu þjónustunnar í Vestmannaeyjum og leita eftir viðbrögðum um hvað megi betur fara og hvernig hægt er að bæta þjónustuna.
 
18:00 – 18:30    Kynning á þjónustukönnun Gallup – Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri
18:30 – 19:30    Umræður um niðurstöður könnunarinnar og stöðu sveitarfélagsins. Þátttakendum verður skipt í nokkra hópa eftir fjölda og umræður um einstök málefni fara fram á nokkrum borðum. Meðal málefna verða sorpmál, skipulagsmál, skólamál, íþróttamál, umhverfismál, staða eldri borgara, barnafjölskyldna og fatlaðra, menningarmál og þjónusta starfsmanna sveitarfélagsins.
 
Kjörnir fulltrúar og nefndarfólk Vestmannaeyjabæjar munu dreifa sér á borðin og fylgja eftir málaflokkum sínum.
Allir velkomnir
Bætum samfélagið saman
Vestmannaeyjabær
 
LESA MEIRA30.janúar 2020 - 13:23

Auglýsing um skipulagsmál
Kynning á skipulagsdrögum fyrir Athafnasvæði A-3, við Dalaveg.
 
Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar hefur samþykkt að kynna tillögu að deiliskipulagi skv. 40. gr. laga nr. 123/2010. Um er að ræða nýtt deiliskipulag á athafnasvæði AT-3 við Dalaveg (norðan við flugvallarlandið)
 
 
LESA MEIRA30.janúar 2020 - 08:09

Álagning gjalda fyrir árið 2020:

  

Álagning fasteignaskatts, holræsagjalda, sorpeyðingar- og sorphreinsunargjalda árið 2020:

  

1.  Fasteignaskattur af húsnæði verði eftirfarandi hlutfall af fasteignamati þeirra samkvæmt II. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, með síðari breytingum, og reglugerð um fasteignaskatt nr. 1160/2005.

a). Íbúðir og íbúðarhús, útihús og mannvirki á bújörðum, sem tengd eru landbúnaði og sumarbústaðir: 0,291 %.

b). Sjúkrastofnanir skv. lögum um heilbrigðisþjónustu, skólar, heimavistir, leiksskólar,       íþróttahús og bókasöfn 1,32%

c). Allar aðrar fasteignir: 1,55 %.

2.  Fráveitugjald af fasteignamati  fasteignar skv. 15. gr. laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna nr. 9/2009 .

a) Íbúðir og íbúðahús, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði og    sumarbústaðir: 0,20%.

b) Allar aðrar fasteignir: 0,30%.

3.  Bæjarráð samþykkir að lagt verði sorpeyðingargjald á hverja íbúð, kr. 40.183 og að a)sorphirðu- og tunnuleigugjald verði kr. 17.788 á hverja íbúð.

b) Sorpbrennslu– og sorpeyðingargjöld fyrirtækja samkvæmt samþykktri gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs sem tók gildi þann 1. janúar 2020.

4.  Gjalddagar fasteignagjalda skulu vera tíu þ.e. 15. feb., 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. sept., 15. okt., 15. nóv. Fasteignagjöld undir 20.000 greiðast í einu lagi og er gjalddagi þeirra 15. febrúar.

5.  Dráttarvextir reiknast af gjaldföllnum fasteignagjöldum 30 dögum eftir gjalddaga.

6.  Bæjarráð samþykkir að veittur verði 5% staðgreiðsluafsláttur af fasteignasköttum, holræsagjöldum skv. liðum 1 og 2 hér að ofan, séu þau að fullu greidd eigi síðar en 7. febrúar 2020.

7. Bæjarráð samþykkir að fasteignaeigendur 67 ára og eldri sem búsettir eru í fasteignum sínum og álagning nær til, fái 85% afslátt af gjöldum fyrir sorphreinsun og sorpeyðingu sbr. 3. tl.

8. Bæjarráð samþykkir að fella niður fasteignagjöld tekjulágra ellilífeyrisþega,og öryrkja skv. neðangreindum reglum:

 

 Reglur um afslátt af fasteignagjöldum hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum með lögheimili í Vestmannaeyjum.

 

1.     gr.

Elli- og örorkulífeyrisþegum sem eiga lögheimili í Vestmannaeyjum og eru þinglýstir eigendur viðkomandi húsnæðis er veittur afsláttur af fasteignaskatti, fráveitugjaldi,  sorpeyðingar- og soprhiðurgjöldum og lóðarleigu samkvæmt reglum þessum, sbr. heimild í 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga sem og 15. gr. laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna nr. 9/2009 og 59. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Afslátturinn er tengdur viðmiðunartekjum skv. 5. gr. reglnanna.

 

  1. gr.

Rétt til afsláttar eiga íbúðareigendur;

  1. sem eru 67 ára á árinu eða eldri, eða
  2. sem hafa verið úrskurðaðir 75% öryrkjar fyrir 1. janúar á álagningarárinu,
  3. sem búsettir eru í íbúð þeirri sem álagningin nær til.

 

3.     gr.

Þegar um hjón eða sambúðaraðila er að ræða nægir að annað þeirra fullnægi því skilyrði að vera elli- og/eða örorkulífeyrisþegi.

Falli annar aðilinn, frá, þá á eftirlifandi rétt á því að njóta afsláttar hjóna, eða sambúðaraðila út árið sem fráfallið átti sér stað, óski hann þess.

 

4.     gr.

Afsláttur miðast við tilteknar viðmiðunartekjur einstaklinga eða hjóna, þ.e. tekjum sem mynda álagningarstofn tekjuskatts, útsvars og fjármagnstekjuskatts, eins og þesssar tekjur voru árinu á undan álagningarári. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks. Gögnin eru sótt til RSK. Þegar nýtt skattframtal á álagningarárinu liggur fyrir er heimilt að endurreikna afslátt þeirra sem þess óska. Viðmiðunarfjárhæðirnar skulu endurskoðaðar árlega.

 

5.     gr.

Viðmiðunartekjur eru sem hér segir:

1. Fyrir einstaklinga:

a. Brúttótekjur 2018 allt að 5.500.000 kr. Full  niðurfelling

b. Brúttótekjur 2018 allt að 5.750.000 kr. 70% afsláttur

c. Brúttótekjur 2018 allt að 6.000.000 kr.30% afsláttur

 

2. Fyrir hjón:

a. Brúttótekjur 2018 allt að 7.500.000 kr. Full niðurfelling

b. Brúttótekjur 2018 allt að 8.000.000kr. 70% afsláttur

c. Brúttótekjur 2018 allt að 8.500.000 kr. 30% afsláttur

 

 

Veittur er afsláttur af sorpheyingar- og sorphirðugjöldum og lóðarleigu til handa ellilífeyrisþegum og 75% öryrkjum  í samræmi við viðmiðunartekjur 5.gr. reglnanna.

  

Samþykkt í bæjarráði 14. janúar 2020

Staðfest í bæjarstjórn Vestmannaeyja 23. janúar 2020

 

Íris Róbersdóttir, bæjarstjóri.

 

 

LESA MEIRA29.janúar 2020 - 16:14
Álagningarseðlar vegna fasteignagjalda fyrir árið 2020 eru einungis sendir til eldri borgara 67 ára og eldri og fyrirtækja. Aðrir fá álagningarseðilinn birtan rafrænt á island.is, er hann kominn þar inn.
 
Hægt er að nálgast álagningarseðilinn á www.island.is undir „mínar síður“
 
Til að skrá sig inn á island.is er farið inn á mínar síður. Þar er val um innskráningu með rafrænu skilríki, skilríki í síma eða íslykli sem sótt er um á vefsíðunni http://www.island.is/islykill  Álagningaseðilinn má finna undir linknum pósthólf.
 
Veittur er 5% staðgreiðsluafsláttur af álögðum fasteignagjöldum ef greitt er til og með  7. febrúar nk. þeir sem ætla að staðgreiða vinsamlegast greiðið inn á reikning í Landsbankanum 0185-26-90 kt. 690269-0159. Aðrar upplýsingar vegna fasteignagjaldanna eru veittar í þjónustuveri Ráðhússins í síma 488-2000.
LESA MEIRA28.janúar 2020 - 12:16
Staða náms- og starfsráðgjafa við Grunnskóla Vestmannaeyja er laus til umsóknar. Um er að ræða 100% afleysingastöðu til eins árs.

 

LESA MEIRA24.janúar 2020 - 09:11
1554. fundur Bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Einarsstofu í Safnahúsi í kvöld og hefst hann kl. 18:00. Fundurinn verður sendur út í beinni útsendingu og má sjá útsendinguna neðst í þessari frétt.
 
LESA MEIRA23.janúar 2020 - 17:40

Þjónusta

 Smelltu hér til að fá upplýsingar um þjónustu í Vestmannaeyjum.

Stjórnsýsla

Smelltu hér til að fá upplýsingar um stjórnsýslu í Vestmannaeyjum.

Ferðamenn

Smelltu hér til að fá upplýsingar um ferðaþjónustu og menningu í Vestmannaeyjum.
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159