22. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2024 útnefndur. Í tilefni af sumardeginum fyrsta býður Vestmannaeyjabær bæjarbúum frítt í sundlaugina og frítt í Eldheima og Sagnheima.

Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2024 útnefndur

Tilkynnt verður um val á bæjarlistamanni Vestmannaeyja 2024 í Eldheimum á sumardaginn fyrsta, 25. apríl kl. 11:00. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs mun tilkynna um valið.

Skólalúðrasveit Vestmannaeyja mun leika nokkur lög.

Nemendur úr 7. bekk GRV sem taka þátt í lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar lesa ljóð.

Öll velkomin !


Sumardagurinn fyrsti

Í tilefni af sumardeginum fyrsta býður Vestmannaeyjabær bæjarbúum frítt í sundlaugina og frítt í Eldheima og Sagnheima.

Opið í Einarsstofu og í Sagnheimum frá kl. 12:00-15:00 og í Eldheimum frá kl. 13:00-16:30.

Sundlaugin er opin frá kl. 9:00-17:00.

Við viljum einnig vekja athygli á að nóg er um að vera í íþróttalífinu þennan dag. Meistarflokkur karla í fótbolta spilar bikarleik við Grindavík kl. 14:00 og Meistaraflokkur karla í handboltanum tekur á móti FH í öðrum leik í undanúrslitum og hefst sá leikur kl. 17:00 og hvetjum við bæjarbúa til að fjölmenna á þessa leiki.

Gleðilegt sumar!