17. apríl 2024

Forstöðuaðili á gæsluvöllinn Kirkjugerði

Forstöðuaðili veitir gæsluvelli forstöðu þar sem börn á aldrinum 20 mánaða til 6 ára geta leikið sér í öruggu umhverfi.

 Vinnufyrirkomulag: Virka daga frá 8:45 - 12:00 og 12:45 - 16:15

 Ráðningartímabil: 10. júlí 2024 - 14. ágúst 2024 (möguleiki á að viðkomandi fái einnig starf á  öðrum  tíma sumars í leikskólum).

 Helstu verkefni: 

 • Sér um að opna og loka gæsluvelli.

 • Tekur á móti börnum og sér um skráningu barna inn á gæsluvöllinn. 

 • Heldur utan um skráningu og greiðslufyrirkomulag. 

 • Gengur frá í lok dags og þrífur húsnæði.

 • Tekur saman upplýsingar um nauðsynjavörur, leikföng og annað sem þarf að endurnýja og miðlar      til deildarstjóra. 

• Aðstoðar börn, hvetur og leiðbeinir starfsfólki. 

 Hæfniskröfur: 

 • Uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi er kostur. 

 • Reynsla og ánægja af starfi með börnum. 

 • Skyndihjálparnámskeið barna er æskilegt. 

 • Stjórnunarreynsla er kostur. 

 • 18 ára lágmarksaldur. 

 • Hreint sakavottorð. 

  Laun skv. kjarasamningi: Stavey/Drífandi 

  Upplýsingar um starfið veitir Helga Sigrún Þórsdóttir, deildarstjóri fræðslu- og uppeldismála í síma 488 2000 og helgasigrun@vestmannaeyjar.is